Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Gott mál og sérstaklega áherlsur á eflingu hjólreiðar og á rannsóknir

Sumir hafa haldið því fram í tengsl við áratug aðgerða í umferðaröryggismálum (UN Decade of Action for Road Safety) að við vitum hvað þarf að gera, nú er bara að framkvæma.

Staðreyndin er - að margra sérfræðinga mati -  að sumt sem er stungið upp á, henti afskaplega illa við mörgum aðstæðum, og gangi gegn öðrum mikilvægum markmiðum. Sér í lagi er of lítið tillit er tekið til gangandi og hjólandi og sérstæði þéttbylis.  

Hér eru dæmi frá Roadpeace.org sem eru Bresk samtök (á twitter ) :

  • Listen again to @BBCr4today this morning (2:41:50) with mention of RoadPeace Patron Ian Roberts: http://bbc.in/kIkCZA #roadsafetydecade
  • ..and Lord Robertson doing a great job of presenting both sides of the argument in road safety vs road danger reduction debate @BBCr4today!
  • Government's road safety strategic framework mirrors the Decade plan with little on pedestrian and cyclist safety #roadsafetydecade 
  • ...but pleased to see 'whether people feel safe walking or cycling' as a key indicator #roadsafetydecade

En í ræðu sinni í dag lagði Ögmundur Jónasson áherslu á þörf á gagnaöflun og rannsóknir, sem er gleðiefni. Og borgin er farin að skilja þessu, enda virðist vera að 30 km/klst haḿarkshraði í hverfunum hafi skilað miklu og bjargað mörgum.  

Í yfirlýsingunni frá Moskvu sem mætti segja að markaði upphaf vinnunnar með áratuginn, var efling hjólreiða, göngu og almenningssamgöngur komið inn sem markmið og leið að yfirmarkmiðunum um fækkun bana slysa og alvarlegum slysum í umferðinni.   Nú er þörf á að minnast á þennan þátt í yfirlýsingu samgönguraherra frá Moskvu. 

 

 

 


mbl.is Umferðaröryggi í brennidepli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiflaskapur í þingmönnum ?

Mig langar að vitna í færslu Árna Davíðssonar : 

"Það læðist að manni sá grunur að ofantaldir þingmenn hafi litla von um brautargengi frumvarpsins en eru fyrst og fremst að slá sig til riddara í augum sumra kjósenda. Væri tíma Alþingis betur varið eftir hrun í eitthvað annað en að flytja aftur og  aftur sama frumvarpið sem hefur hlotið neikvæðar umsagnir í þeirri von að einhvern tímann sofni menn á verðinum og gleymi að andmæla vitl.. úr þingsölum?"

http://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/1125207/

Tek undir með Árna. 

Reyndar  þá má bæta við að fyrri frumvörp hafa aldrei fengið einu sinni afgreiðslu úr nefnd. Manni þykir líklegt að samgöngunefnd Alþingis hafi hreinlega kynnst sér umsagnirnar lítillega og ákveðið að þetta (hægribeygja gegn rauðu ljósi) væri ekki forgangsmál.

Það væri gott á marga vegu, almennt séð, að gera sú breyting sem manni skilst að nú sé tillaga um á þingi, hvað varðar þingstörfin : Þótt ekki takist að klára mál á yfirstandandi þingi, þá deyi það ekki, og menn þurfi ekki að fara í það tafsama ferli að endurflytja málið frá upphafsreit.  Að vísu verður samt þörf á að forgangsraða, en í nafni lýðræðis þótti mér rétt að þetta "vitlausa" lagabreytingarfrumvarp (og önnur sem eru álitin vitlaus) fengi/u afgreiðslu, amk úr viðeigandi nefnd Alþingis, og síðan hunsað næstu tíu-tuttugu árin. Nema ný og sannfærandi rök komi fram, eða flutningsmönnum frumvarps fjölgi. Einhversstaðar verða vondir að vera.  Einhver franskur heimspekingur (Ewelyn Beatrice Hall ? Voltaire ?)  á að hafa sagt eitthvað á þessa leið  "Ég er mjög ósammála því sem þú ert að halda fram, en ég mundi verja með lif mitt réttur þinn til þess að segja meiningu þína"  Ansi ýkt kannski, en mikilvægur punktur, og gott prinsipp. 

Í þessu samhengi, rennur maður nánast blóði til skyldunnar, á þann hátt að ég hafi harmað að frumvörp og þingsályktunartillögur sem ég var fylgjandi, voru "svæfð í nefnd"  á fleiri en þremur  löggjafarþingum í röð.  Dæmin eru fleiri, en minnistæðast er frumvarp um hjólreiðabrautir í vegalög sem Kolbrún Haldórsdóttir var ötullega  að endurflýtja.  [Og fékk loks einhverskonar afgreiðslu óbeint, sem svolítið geld lagabreyting í vegalögum, í gegnum stjórnarfrumvarpi.]


Réttindi / Aumingja hjólreiðamenn 4

Á vef Landssamtaka hjólreiðamanna birtist frábært grein Árna Davíðssonar, formanns um dóm sem féll í Lundi gegng hjólreiðamanni sem dirfðist að hjóla á venjulegri götu. Og dæmt var bílstjóranum sem ók á honum í vil.  Enn eitt dæmið um réttindabrot gegn hjólreiðamönnum. Ég get ekki séð annað.  Jafnvel þótt öll málsatvik séu ekki skýr.

http://www.lhm.is/lhm/pistlar/580-domur-i-lundi


Góðar fréttir !

Það er örugglega þörf á að gera einhverjar lagfæringar á texta. Mér þótti ekki skrýtið þótt líka yrði gefin aðlögunarfrest, ef góð rök eru fyrir því.  En meginstef draganna er að sjálfsögðu í samræmi við vernd  mannréttinda  barna, nánari tiltekið trúfrelsi. Trúfrelsi felur a sjálfsögði í sér frelsi frá tilteknum trú, og ekki síður frelsi frá trúboði  yfirhöfuð.
mbl.is Verður væntanlega eitthvað breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar kristni Í biskupnum ?

Þau gildi sem sagt er á tyllidögum í predikinum og í bloggheimum að kristni stuðli að, virðist mörg hver vera fráverandi í málflutningi biskups.
mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan mun sekta ólöglega lagða bíla

Það væri gott ef að konur og karlar sem ætla sér að taka þátt í kvennafrídeginum, muna eftir að það sé hollt að ganga frá bílastæðaplani eða bílastæðahúsi upp að Hallgrímskirkju, nema auðvitað að þau nota strætó, ganga eða hjóla á staðinn. Fín upphitun bara. Gott að klæða sér vel, því veðurspáin gerir ráð fyrir rok og rigning. Lögreglan segist vera viðbúin að sekta, sá ég í einhverju blaði.  Nú er um að gera að konurnar og stuðningskarlar sýna karakter, og ekki láta veðrið á sér fá, því þá verður þetta enn sterkari boðskapur.
mbl.is Strætó breytir akstri vegna kvennafrís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljum við hafa fólk á launum hjá okkur sem stunda niðskríf ?

Til að setja málið á oddinn um afglöp kirkjunnar manna, vil ég mæla með að menn skemmta / eða hneykslast  með lestri á pistli á vef Vantrú : 

http://www.vantru.is/2010/10/02/12.00/


mbl.is Meirihluti vill aðskilnað ríkis og kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórnarlambinu kennt um, aftur

Enn sjáum við að fórnarlömbin eru (óbeint) kennt um.  Ekkert er sagt um athæfi ökumanns, hver hámarkshraðan sé, hvort grunur sé um hraðakstur eða að ökumaðurinn hafi talað í síma á meðan hann var að aka. 

Þetta er liður í kerfisbundnu óréttlæti !  -  Af hálfu lögreglu og fréttamiðla. Ítrekað, og siendurtekið  en af gáleysi.  Menn eru farnir að trúa lyginni.  Þessir aðilar  ættu að sjá þetta ef bent er á og bæta sitt ráð.  


mbl.is Ekið á 10 ára dreng á hjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttindi/ Aumingja hjólreiðamenn 3

Hér eru fyndnar og sannar skrýtlur um "hjálmastriðið" :-)

Hér er annan ( sem snýst um réttindi á vissan hátt) Hægt að flétta fram og aftur í eldri og nýrri til að finna fleiri :

http://ninapaley.com/mimiandeunice/2010/09/13/helmet-wars-protection/


Eru Færeyingar kristið fólk ? Íslendingar ?

Það er gott að Høgni Hoydal undirstriki að Færeyingar almennt séu ekki sammála Jenis av Rana í sinni afstæðu gagnvart samkynhneigðum.

En hvað hefur Høgni fyrir sér, eða hvað á hann við þegar hann segir að Færeyingar séu kristið fólk ? 

Hann á greinilega ekki við að Færeyingar taka biblíuna bókstaflega.  Kann að vera að hann eigi við að þeir trúa á guð ? Mæta í kirkju, segjast trúa á guð ?  Er skráð í kristnum söfnuðum ? 

Svipað er oft sagt um Íslendinga, að þau séu kristin.  En könnun sem kirkjan gerði sjálf fyrir nokkrum árum leiddi í ljós að hlutfall þeirra sem skrifa undir mikilvægustu atriði trúarjátningu sem notuð er í kirkjum landsins vikulega, sé mikill minnihluti Íslendinga.

Maður getur vel ímyndað sér að Færeyingar "halda meira í trúnni" en Íslendingar, en það kæmi samt ekki á óvart ef fram kæmu upplýsingar um að  meginþorri Færeyinga séu líka í erfiðleikum með að trúa meginatriði trúarjátninguna bókstaflega.  ( Guð er almáttugur. Jesús sonur hans, meyfæddur, dó á krossinum fyrir sýndir mannanna (sýndalausn gefið að þeir trúa á honum), lifnaði svo við og flaug / fór  til Guðs, föður síns. Og mun koma aftur og ákveða hverjir fara til heljar.    ) 

Hinn postullega trúarjátning ( kirkja.is ) 

 

Postulleg trúarjátning
Ég trúi á Guð, föður almáttugan,
skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason,
Drottin vorn,
sem getinn er af heilögum anda,
fæddur af Maríu mey,
píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,
krossfestur, dáinn og grafinn,
steig niður til heljar,
reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
steig upp til himna,
situr við hægri hönd Guðs, föður almáttugs,
og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda,
heilaga almenna kirkju,
samfélag heilagra,
fyrirgefningu syndanna,
upprisu mannsins
og eilíft líf.
Amen.

 ------

Svo má auðvitað fara að túlka þessu...  En af hverju ekki bara segja beint út það sem kristnir menn (að eigin sögn) geta sameinist um ?


mbl.is Notar biblíuna í pólitískum tilgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband