Færsluflokkur: Vísindi og fræði
17.6.2009 | 01:15
Áhugaverðar niðurstöður
Það er barasta áhugavert ef það sé þannig að umræður um stjórnmál bæta lestrarhæfni barna.
Og gott væri ef einhverjir aðrir mundu sannreyna niðurstöðuna, og helst með öðrum aðferðafræði.
Oft er verið að halda fram að íslenska, stærðfræði og raungreinar eða álíka kjarnafag sé það sem skipti lang mestu máli í skólastarfinu, og öllu öðru ætti að koma í öðru sæti.
Ég mundi segja að uppeldi og þjálfun í rökræður, undirstöður lýðræðis og gagnrýnni hugsun skipta ekki síður máli. Eftir hruninu eru kannski fleiri sammála þessu en áður ....
En svo "segja þessir vísindamenn okkur" sem sagt að akkúrat það að ræða samfélagsmál styrki lestrarhæfileika, og þar með kjarnafag sem móðurmálskennsla / íslenska :-)
![]() |
Umræður um stjórnmál bæta lestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2009 | 14:41
En við sofum á verðinum...
![]() |
Spá 1,5 metra hækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 20:17
Ný föt keisarans : Svifryksmæling á hættuminna rykið
Ég er hræddur um að þarna sé verið að mæla eins og í Reykjavík, í grófara enda fínna svifryksins.
Erlendis er farið að tala meir og meir um rykögn minna en 2,5 mikrómetri ( Einn mikrómeter er einn þúsundasti af millimetri ) og jafnvel minna en 1 mikrómetri, en hér á landi og viða erlendis þykjast menn ekki hafa efni á að mæla annað en með "ódýrustu" mælarnir og miða við 10 mikrómeter. Þetta ræðst að sjálfsögðu af því að reglugerð sem við höfum frá ESB miði enn sem komið er við 10 mikrómetri. Enn finna rykið er það sem er hættulegast þar sem það berst lengt niður í lungun. Og það hefur sennilega önnur samsetning en aðeins grófari rykið, sem, sérstaklega ef miðað sé við vigt er samsett mikið til að vegryki. Finna rykið er að mér skilst að meiru leyti ryk sem tengist útblástur dísilvéla ( og bensínvéla )
Já rykið er hættulegt, en ekki það hættulegt að frískt fólk þurfi að halda sér kyrru fyrir. Maður hefur séð fjölmiðlar benda fólki á að passa sig á rykinu. ( Sem sagt fólk en ekki bílstjórar né farþegar :-) Miklu mun nær væri að minnka framleiðslu ryksins með því að draga úr umferðarmagni og umferðarhraða bifreiða og annarra vélknúinna ökutækja. Og þá sérstaklega stór dísilknúin ökutæki með vanstillta véla og án sótsíubúnaði.
Sumir lifa í þeirri trú að maður sé óhultur fyrir svifrykinu í bílum, en þetta er nánast öfugt farið. Rykið safnast upp innan í bílunum, sést á áklæði og annað yfirborð. Fjöldi rannsókna sýna að þeir sem ferðast um í bílum séu ekki í minna hættu en þeir sem hjóla eða ganga í sömu borg. Það er samt stór munur á bílstjórum og farþegum og þeir sem kjósa heilbrigðum samgöngumátum : Það er alveg skýrt að þeir sem menga, hvort sem það er með útblæstri (að vetri sem sumar ) eða nagladekk bera ábyrgð áhættumesta svifrykinu.
Gangandi og hjólreiðamenn gera sitt til að draga úr framleiðslu á svifryki ( og önnur mengun ) en þurfa samt að bera byrði svifryks. Ef þetta er ekki ósanngjarnt þá veit ekki ég.
P.S. Eitt sem sem gangandi og hjólandi hjálpa enn meir til með og vegur þyngri en bæði bilslys og svifryk er að draga úr hreyfingarleysi. Hreyfingarleysi er að verða eitt allra stærsta lýðheilsuvandamálið í hinum vestrænum heimi eftir reykingum. (Samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni )
Í eftirfarandi greinum er hægt að finna tengla í rannsóknir um þessi efni :
http://en.wikipedia.org/wiki/Diesel_Particulate_Matter
http://en.wikipedia.org/wiki/Particulate#Health_effects
P.S.
Ef einhver hefur betri efni að benda á væri ég þakklátur, en ef einhver segir að Wikipedia sé drasl, án þess að benda á betra efni þá getur sá hinn sami átt sig :-) Þekkt rannsókn sýndi fram á að Wikipedia var ef eitthvað nákvæmara og betra uppfært en önnur sambærileg uppfléttirit. Ég hef lesið um svifryk í ýmsum greinum, í vísindatímaritum og öðrum stöðum en hef þá ekki við hendinni núna...
![]() |
Akureyri: svifryk oft yfir mörkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 00:26
Löggan ásakar fornarlömb ?
Þangað til virkilega trúverðug rök hafa komið fram mun ég taka fullyrðingar um að hjálmur hafi bjargað einhverju í slysi eins og þessu í frétt mbl.is og RÚV sem óskhyggja og dapurleg mistök. Þessi umfjöllun leiðir athyglin í burtu frá orsök slysa og ábyrgð bílstjóra og þeirra sem hanna vega eða setja viðmið um hönnun, hraðatakmarkanir og refsimörk og sönnunarbyrði þegar ekið er á fólki.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að mönnum sem hafa sannfærst af hjálmaáróðrinum þyki þetta skrýtinn málflutningur. En takið eftir hvernig ekkert sé fjallað um tildrög slyssins í fréttinni. Líklega fáum við aldrei að vita neitt um það, hvort bílstjórinn var allsgáður og með athyglina við akstrinum eða ók eftir ástæðum. Hitt er það að eftir langan og strangan lestur og umræður við sumum af helstu sérfræðingum heims varðandi hjólahjálma sýnist mér skýrt að fullyrðingar um virkni hjálma eiga sjaldnast við rök að styðjast. Að beina umræðu og umfjöllun um árekstrar þar sem ekið er á hjólreiðamönnum yfir á tal um hjálma er þar að auki það sem á ensku kallast "victim blaming". Þeir ásaka fórnarlömbin.
Fyrir þá sem ekki sjá tenginguna : Með því að leggja mikla áherslu á hjálminum, er verið að segja að þannig eigi að "tryggja" öryggi hjólreiðamanna, ekki með því að draga úr hraða bíla, tryggja að ökumenn hafa hugann við akstrinum. Hefði strákurinn ekki verið með hjálmi,hefði löggan strax bent á það og þar með ásakað hann og etv foreldra drengsins. Sumir mundu segja að þessi hugsunarháttur að ásaka fórnarlömb árekstra, tengist því að bíllin sé skurðgoð okkar samfélags. Sjálfur veit ég ekki hvort þetta sé svona einfalt.
Loks vil ég ítreka að ég viti (eðlilega) ekkert um aðstæður og tildrög og er í rauninni ekki hér að blogga um þessa tiltekna ákeyrslu. Þessi tegund af innihaldslausum yfirlýsingum frá lögreglu og vitaverðum skrumskælingi koma nánast við öll tækifæri sem gefast. Ég vona að allir sem tengjast ákeyrsluna liði betur núna og nái sem bestum bata.
![]() |
Ekið á dreng á hjóli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.3.2009 | 16:39
Ódýrasti bíll heims er hörmungarfrétt
Ég spái því að ef heildaráhrifin af því að setja Tata Nano bílinn á markað verði könnuð, þá mun menn sjá að
- mengun af mörgum toga jókst
- umferðaröryggi, og sérstaklega gangandi og hjólandi varð verri
- umferðateppum urðu verri
- vistfræðilegt fótspor á einstakling varð stærra
- mögulega hafi þetta þó einhverja jákvæða áhrif á hreyfingu ef menn þurfa að ganga lengra vegalengdir frá bílastæðum, á meðan vélhjól megi leggja nær áfangastaðnum ?
Vistfræðilegt fótspor er einn besti mælikvarðinn hingað til hvað varðar hversu langt frá sjálfbærni lífstíll einstaklinga sé. Kíkið á myfootprint.org Að fylla þarna inn að maður búi´i Noregi ætti að gefa nokkuð góða mynd, því í Noregi líkt og hér er mikið af rafmagni og upphitun úr (næstum því) endurnýtanlegum orkulindum.
Athugið líka
![]() |
Ódýrasti bíll í heimi sýndur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 01:00
Frétt um andlát : aðgát skal höfð í nærveru sálar ?
Mér finnst ósmekklegt að vitna í talsmanni skíðasvæðisins og velta upp hvernig Natasha Richardson var búin í frétt um andlát hennar. Það er eins og einhver sé að reyna að skora stig á dauða hennar, eða kannski helst firra sér ábyrgð. Kannski tengist þessi framsetning einhver þörf hjá sumum til að stökkva á einhverja "skýringu" á óskiljanlegum hlutum, eða þá að sumum er gjarnt að hafa puttan á lofti og vilji segja fólki hvernig það eigi að haga sér.
Ef einhver vill hinsvegar fræðast um skíðaiðkun og hættur, væri þessi grein ágætis upphitun, og muna að þarna koma fram fleiri sjónarhorn. Erfitt að segja hvort einhver einn hafi rétt fyrir sér :
Just how dangerous is skiing? (BBC)
Í framhaldi kannski lesa almennt efni um áhættu, sem til dæmis bókina Risks eftir John Adams.
![]() |
Natasha Richardson látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.3.2009 | 11:55
5000 km á ári : lægri bílatrygging ?
Lækkun á bílatrygging -> kaupa reiðhjól / uppfæra búnað -> aka minna og fá meiri lækkun
Þannig ætti þetta að vera.
Því sem þeir sem aka minna eru væntanlega í minni hættu á að valda eða lenda í tjóni.
Þar að auki ætti þetta reyndar að hafa áhrif á sjúkdómatryggingu líka, því hreyfing í stað hreyfingaleysis, eflir heilsu svo um munar. Rannsóknir sýna að hjólreiðamenn lifa lengur og verða heilbrigðari, með færri veikindadaga ofl.
Fyrir hluti af peningunum sem fólk sparar, kaupir það reiðhjól eða lætur gera við, eða kaupir nagladekk og ljós og fatnað til að hjóla í roki og rigningu.
Og svo hjóla og þannig fækka fjölda kílometra sem eru farnar á bílnum.
Þá ættu tryggingafélög að sjá sóma sinn í að bjóða upp á lækkuð iðgjöld fyrir þá sem keyra lítið, eins og er í boði erlendis :
http://www.freeindex.co.uk/article(low-mileage-car-insurance)_144.htm
http://www.google.com/search?q=insurance+mileage
Annað er í rauninni ákveðin óréttlæti. Borgað með þeim sem aka mest, og rukkað af þeim sem aka minna. Ætti frekar að vera öfugt, ef eitthvað.
![]() |
Útlit fyrir langþráða lækkun bílatrygginga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2009 | 17:13
Úrtölumenn um hlynun munu (of brátt) skilja
Ég spái því að þeir sem núna eru að tala um að veðurfarsbreytingar af mannavöldum séu ekki að eiga sér stað munu hafa fengið vitneskju um annað, langflestir, eftir segjum 5 árum.
Það er alveg rétt að margt má rannsaka betur í þessu ótrúlega flókna kerfi, en við vitum nú þegar meir en nóg til að grípa til aðgerða, og það er meir að segja mjög margt sem er hægt að gera sem má réttlæta að fullu út frá allt öðrum sjónarmiðum.
Það eru til fullt af lausnum sem tvær flugur í einu höggi. Það eru til lausnir til þess að spara orku sem eru mjög hagkvæmar, minnka mengun, bæta heilsu ( vegna þess að mengun minnki ), dregur úr því hversu háð maður sé öðrum þjóðum og svo framvegis.
Aukið jafnræði til handa þeim sem velja hjólreiðar sem samgöngumáta er eitt besta dæmið sem ég þekk um lausn sem slær margar flugur í einu höggi. Um það má lesa í fyrri færslur mínar hér og til dæmis á vef sem WHO var að opna :
http://www.healthytransport.com
http://www.euro.who.int/transport/policy/20080109_1
http://www.euro.who.int/transport/news/newstop
![]() |
Jörðin hlýnar hratt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2009 | 15:55
Við frjókornaofnæmi líka ?
Að hægt virðist að byggja upp þol við hnetum hjá börnum með jarðhnetuofnæmi er frábært. Hlytir að vera erfitt að lífa með þessum vanda, eins og lýst er í fréttinni.
En ætli þetta auki þekkingu á ofnæmi almennt. Það eru að mér skilst fleiri og fleiri með frjókornaofnæmi í einhverja formi. Frábært ef þau geta fengið hjálp líka. Og svo stefna að lækningu og að leiðrétta ferlinu sem leiðir til ofnæmis ?
![]() |
Vinna á hnetuofnæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 22.2.2009 kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
-
arnid
-
kari-hardarson
-
vilberg
-
mberg
-
hrannsa
-
dofri
-
ursula
-
volcanogirl
-
loftslag
-
laugardalur
-
siggi-hrellir
-
svanurmd
-
lhm
-
larahanna
-
ragnar73
-
hjolina
-
hlynurh
-
arnith
-
neytendatalsmadur
-
bergursig
-
ingibjorgelsa
-
vefritid
-
sylviam
-
landvernd
-
thuridur
-
agustolafur
-
vest1
-
fsfi
-
morgunbladid
-
soley
-
hlini
-
photo
-
magnolie
-
arnthorhelgason
-
hildigunnurr
-
herdis
-
skidagongufelagid
-
gbo
-
arnthorla
-
malacai
-
charliekart
- kerfi
-
jevbmaack
-
raftanna
-
stjornuskodun
-
apalsson
-
birgitta
-
gp
-
hordurhalldorsson
-
hoskibui
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
roggur
-
siggimaggi
-
klarak
-
svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar