Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Hópur Breta vilja 10% fyrir lok 2010

Skýrsla Reykjavíkurborgar er gott skref, þó ekki séu skýrslurnar og áformin gallalausar að mínu mati. Það er líka einkennilegt þegar skýrslur bæði frá Reykjavíkurborg og Umhverfisráðuneytinu hafa komist að þeirri niðurstöðu að eflingu hjólreiða sé meðal allra hagkvæmustu leiða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þá er þagað yfir því í fjölmiðlum.  Hvernig skilgreina menn hvað sé fréttnæmt ? 

Annað er að 35% minni losun fyri 2020 sé líklega ekki nógu  afgerandi markmið. Hópur Breta eru að tala um 10% samandráttur á útblæstri fyrir lok árs 2010 : 

   http://www.guardian.co.uk/environment/10-10 

(Rannsóknar)blaðamaðurinn, höfundurinn og umhverfissinninn George Monbiot, segir í nýjustu grein sinni að 10-10 áætlunin sé líklega það besta sem er í boði í dag. Það skiptir máli að byrja strax, það skiptir máli fyrir framtíð loftslags hvenær við komumst niður í brot af núverandi   útblæstri.

   http://www.monbiot.com/archives/2009/08/31/not-even-wrong/

  http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2009/sep/01/global-warming-emissions-fossil-fuels

Tilvitnun : 


"So, in order not to exceed 2C of global warming, we can burn, according to Allen's paper, a maximum of 60% of current fossil fuel reserves by 2500. Meinshausen says we've already used one-third of his 2050 budget since 2000, which suggests that we can afford to burn only 22% of current reserves between now and 2050"
 


mbl.is Draga á úr losun um 35% til 2020
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

80% frétta eru með staðreyndavillur og / eða ónákvæmar

Áhugaverð frétt.  En tölurnar um hlutfall blaður í streyminu á Twitter koma ekki á óvart. Þó getur maður sem Twitternotandi að sjálfsögðu  valið hverja maður les frá. 

Annað sem  hefur komið í ljós er að við náttúruhamfarir og mögulega eftir kosninganna í Íran, þá var sumt sem kom ram mikilvægir upplýsingar, en margt var líka þá blaður, þó leitað var að efni um atburðirnir og sumt var misvísandi.

Já, það er um að gera að varast því sem maður les á Twitter.  Og á bloggum, og á Facebook, og á vefsíðum.  Það góða með þetta er að fólk þjálfist í gagnrýna hugsun.  Maður þyrfti nefnilega að beita sama gagnrýna hugsun gagnvart mörgu af því sem birtast í margs konar fjölmiðlum sem sum hafa verið talin traustar.

Og mín reynsla erað í 80% tilfella þar sem maður þekki staðreyndir, þá eru villur í fréttaflutningi. Margir aðrir hafa tjáð mér að þeirra reynsla sé sú sama. 

Það versta er þegar fjölmiðlar  gagnrýnislaust taka undir það sem stjórnvöld segja, taka undir það sem einhvers konar  "sérfræðingar" halda fram í einum kór. Oft eru gagnrýnisröddum gefin lítinn gaum. Það er altalað að íslenskir fjölmiðlar upp til hópa, þar á meðal þeim sem voru talin traustast, RÚV og Mogginn voru mjög svo samsek um blekkinguna sem leiddi til hrunsins. 

Þá má ekki gleyma að stundum þegar lítill tilgangur er í að alltaf draga fram gagnrýnisraddir, þá standa fjölmiðlar sér iðulega "vel" í því. Stundum, eins og í dæminu um gróðurhúsaáhrifin, þar sem meir en 99% vísindagreina taka undir því að lofthjúpinn hitna af mannavöldum, eru fjölmiðlar oft mjög duglegur að láta báðar hliðar komast að.    Kannski vegna þess að þeir sem vilja láta okkur halda áfram að sóa olíu eru peningasterkir og hafa pólitísk sýn sem er í ætt við sýn sumra blaðamanna.  Á hinn boginn elska fjölmiðlar að velta sér upp úr dómsdagsspám, fremur en að leika jákvætt og uppbyggandi hlutverk og benda á lausnir.  Þegar RÚV  sendir klippur af umræðum á Alþingi virðist unnið eftir reglunni: Hafa skal það sem fyndnari (eða æsilegri) reynist

Undantekningar frá reglunni birtast örsjaldan. 

Enn og aftur skortir á gagnrýna hugsun.  Það skortir að kynna sér málið. Það vantar rannsóknarblaðamennska og að blaðamenn sökkva sér niður í sérsvið.  Sem til dæmis umhverfismál. Sem til dæmis gagnrýnin (pólitísk og fagleg) hugsun um fjármál.

Nei, markleysi í fjölmiðlum  er eitthvað sem fjölmiðlar ættu að taka mun alvarlegra en Twitter, sem er umfjöllunarefnið í greinin sem þessi færsla er tengd við.   Gott að fjalla um nýja tækni en þarfari að fjalla gagnrýnið og djúpt og ítrekað um hvernig megi bæta fjölmiðla.  Það vantar talsvert uppá að þau verða í raun það góða afl og standi sér sem hið fjórða vald, eins og talið er um á tyllidögum.


mbl.is 40% Twitterfærslna marklaust blaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólreiðar hættuminna en garðvinna ?

Þessi grein heldur því fram að hjólreiðar séu hættuminni en að sýsla í garðinum.

http://www.guardian.co.uk/environment/ethicallivingblog/2009/jun/29/bike-blog-cycling-safety

Gæti vel átt við um fjölda slysa á klst.  Veit ekki með dauðsföll.  En síðustu 10 árin hefur engin dáið á reiðhjóli á Íslandi.  Hversu margir hafa dáið eftir því að hafa dottið af svölum, stíga og svo framvegis ? 

Alla vega þá virðist staðreyndin vera sú að hjólreiðamenn lifa lengur en aðrir, eins og fram kemur í greininni.  Höfundur er þarna óbeint að vitna í rannsóknarskýrslu  Lars Bo Andersen og félagar,  sem Alþjóða heilbriðgismálastofnuninni, WHO,  vitnar líka mikið í.  Greinin birtist árinu 2000,  í virta vísindatímaritinu  Accident Analysis & Prevention.

 


Tvöföldun sveitarvega er svo 2007

Tvöföldun kostar margfalt meira en 2+1, og kostar uppkaup á landi, og lengingu undirbúnings og framkvæmdatíma.  Það þýðir að aðrar úrbætur verða að biða.  Þar að auki held ég að aðalrökin hjá mörgum sé  í raun þægindi frekar en öryggi.  2+2 gæfi meiri þægindi sem mundi auka umferð og þar með fjölga slysum miðað við 2+1.  Og ýta undir sóun á bensíni og aukin mengun.  Annars tel ég að á  bloggi Birkis Þórs komi fram ágæt rök um öryggishliðina .  Hef sjálfur bloggað um þessi mál oft áður.

Að lokum : Væri ekki ágætt að gá úr hverju fólk deyr hér á landi ?   Hreyfingarleysi er miklu stærri vandamál  en umferðarslysin miðað  við fjöldi dauðsfalla og jafnvel fjöldi af töpuðum lífárum. 

 

 


mbl.is Telja tvöföldun Suðurlandsvegar brýnasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókostir hjólahjálma skýrari en kostir ?

Þegar hjálmur eigi lykilþátt  í slysum þar sem liggur við að notandinn sé kyrktur, þá er orsök og afleiðing nokkuð skýr.  Oft er haldið fram að hjálmar hafi bjargað hjólreiðamönnum, en ef grannt er skoðað er það alls ekki eins sannfærandi. 

Menn virðist halda að ef hjálmur brotnar, þá hefði hausinn "brotnað".  Það er gefið mál að svoleiðis fullyrðingar fái sjaldan staðist.  í alvarlegustum tilfellum kæmi kúlu, þá brák á höfuðkúpu og svo brot.  En það er ekki höfuðkúpan sem við þurfum að vernda, heldur heilann.  Sérfræðingar um hjálma segja að nútíma hjálma séu 1) síðri í styrk og dempun en eldri hjálmar  2) með of stífu frauðplasti sem kremjist við 22 km/klst árekstra við prófun á hjálma, vel að merka með stál-líkön af höfuð í hjálminum. En höfuðkúpan er mun mýkri og hefði þurft mýkri frauðplast en það sem er hannað til að standast prófanir með stál-hausa.  

Í grein MBL undir fyrir sögninni "Átta ára stúlku hætt komin" sem þessi færsla er tengd við,  stendur :

"Hér á landi eru skráð 9 tilfelli frá árinu 1992 þar sem litlu munaði að illa færi þegar barn festist í reiðhjólahjálmi í leiktæki.  " 

Þarf ekki að taka hjálmaáróðrinum upp til skoðunar og taka mark á heildarúttektum á  rannsóknum um hjálma ?  Þeir segja að stóraukin hjálmanotkun hafi skilað minna en litlu þegar neikvæðir og jákvæðir eru teknir saman. 

Ég hef áður bloggað um hvernig of miklum krafti sé lagt í áróðri fyrir hjálma vegna hjólreiða, miðað við aðra hluti sem mundi hafa miklu jákvæðari áhrif á öryggi og lýðheilsu.  Ég hef vitnað í rannsóknir, og ef menn spyrja get ég bent á þá aftur.  En hef ekki tíma núna.  Bendi fólk á að kíkja á  Wikipedia og athuga greinina  Bicycle helmet, eða íslenska greinina, og til dæmis leita í leitarvél að grein BMJ  "Three lessons for a better cycling future"

Já og þessi Norska og ferska grein sem segir frá rannsóknarniðurstöður :

http://samferdsel.toi.no/article27673-1153.html

Hingað til hafa hjálma-áróðursmenn varla viljað hlusta á rök og ábendingar um að þau hafi kannski  eitthvað aðeins verið að ýkja hætturnar við hjólreiðar og gagnsemi hjálma. Þau ættu að skoða  heildarmyndina.  Mögulega líka endurmeta hjálmaáróðri vegna tómstundaiðju, líkamsrækt  og útivist á línuskautum, hjólabrettum ofl.

Tek að lokum fram að ég sé auðvitað  ekki á móti að fólki sem finnst þægilegt að nota hjálm noti þau áfram. Frjálst val,  en vel upplýst.   

Þess vegna er skref í ranga átt þegar drög að breyttum umferðarlögum leggi til að færa hjálmskyldu barna úr reglugerð  í lög og halda opnum möguleikann að ráðherra geti þvingað hjálma á fullorðnum.  Það stóð til að nota heimildin fyrir  nokkrum árum, án íhlutunar Alþingis, en var stoppað eftir að vísindagögn og sterk rök voru lögð fram.  Ekki að ástæðan fyrir að bakkað var fékkst  staðfest frá ráðuneytinu...   Gegnsæið ekki alveg komið í tísku.

Og í blálokin : Ég vona innilega stúlkan hafi ekki verði meint af  svo neinu nemi og að eymsli og annað hverfi hratt. 

( Afsakið málfarið .. Ég verð að fara ...   Nokkrum klst seinna : Búinn að laga það augljósasta ..) 


mbl.is Átta ára stúlka hætt komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabært innlegg í umræðu um umferðarlög

Það er vonandi að margir aðilar benda á þessum rannsóknum, og ýta við Samgönguráðuneyti um að bæta inn í umræðu um nýjum umferðarlögum að herða reglur og /  eða lög er varða bann við  að tala í síma eða gera aðra hluti sem truflar akstrinum á meðan sé verið að stjórna vélknúið ökutæki.  Sem málamiðlun mætti etv. taka fyrst bara á símtölum án handfrjálsa búnaði.

Þá getur verið að tryggingafélögin ættu að fá leyfi til að kanna hvort símtal hafi verið í gangi þegar umferðarslys gerast, og fá leyfi til að skerða bætur.


mbl.is Farsímanotkun í bílum lífshættuleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig fór, hvernig var aðdragandinn ?

Mér finnst skrýtið munstur í þessum slysafréttum.

Tilgangur þeirra virðist vera að draga að lesendum og hræða en ekki að við lærum af slysunum.

Getur einhver frætt mig um hvort þetta standist, eða sé misskilningur hjá mér ?


mbl.is Ekið á dreng á hlaupahjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að taka hjólreiðar alvarlega

Niðurstaða skýrslu unnið á vegum ríkisstofnuninni Cycling England er að það þurfi bara að vanda sér, svo komi í ljós að heilmikið mun ávinnast með því að stórbæta aðgengi til hjólreiða.

Með því að undirbúa dæmið og gera þetta "rétt"  má fá miklu meiri árangur og ábati en hingað til hafi verið reiknað með ( ef menn voru yfir höfuð að leiða hugann að hjólreiðum ) 

Hér er tengill í umfjöllun um skýrsluna :

http://www.dft.gov.uk/cyclingengland/2009/05/new-economic-analysis-signals-a-more-effective-approach-to-cycling/ 

Skýrsla Umhverfisráðuneytisins um aðgerðir í loftslagsmálum  sem var gerð opinber nýlega fer "hálfa leið"  með þessu og setur upp auknar hjólreiðar og göngu sem ( næst ) arðbærasti kostinn til skamms tíma.

Sjá frétt frá Umhverfisráðuneytinu 

En umfjöllunin um hjólreiðar í skýrslunni er nokkuð rýr.  En ef ráðuneytin mundu vanda til verka varðandi hjólreiðar, eins og Cycling England mæli með,  mundi  aðgerðir til að auka hlutdeild hjólreiðar lukkast mun betur, og ávinningurinn margfaldast.

( 2009-06-24 : Reyndi að lagfæra málfar , og skýrði frá að um skýrslu umhverfisráðuneytisins í loftslagsmálum sé að ræða.  )

 


Slys eru ekki fréttnæm

Mér finnst skrýtið hvernig fréttamatið í fjölmiðlum sé.  Getur einhver útskýrt hvers vegna mbl.is birtir í sífellu svoleiðis fréttir ?  

Væri ekki nær að  löggan birti fréttir af þessu tagi, og svo mundu netmiðlar benda mönnum þangað í tengsl við slys sem þess virði er að fjalla um, þannig að fólk mundu vita hvert megi leita ef menn vilja slysafréttir. 

Það er allt of mikið fjallað aflitlu innsæi og dýpt um einstaka árekstrar ( "slys"  )  en nánast ekkert um umferðaröryggi sem slíkt.

Og aldrei hef ég séð bent á þann sjálfsagða hlut að umferðaröryggi mundi batna ef fleiri mundu nota strætó, hjóla og ganga en færri aka bíl.  


mbl.is Hringbraut opnuð á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband