Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Samgöngur

Hjólreiðar : Góð ráð frá Brussel / Velo-City 2009

Í dag opnaði hjólreiðaráðstefnan Velo-City 2009 í Brussel, og voru framamenn í ESB ( varaformaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins )  og háttsettur aðili frá Umgverfisstofu Sameinuðu þjóðirnar að sjálfsögðu viðstaddir. Við síðasta Velo-City ráðstefnu, Velo-City 2007 í Munchen, voru hátt í 1000 þátttakendur frá fleiri en 40 löndum, allir heimshlutar og bæði frá ríkum og fátækum löndum, heitum sem köldum.

 

Við þessu er ekki amalegt að geta bætt við texta um Velo-City 2009 frá New York Times 

http://greeninc.blogs.nytimes.com/2009/04/21/european-cities-commit-to-more-cycling/

“With the right mobilization of politicians and citizens, everything can change,” Mr. Neun said.

He noted that cities like Brussels were “climber” cities, with around 4 percent of daily trips there made by bicycle. Copenhagen, he said, is a “forerunner” city, with 35 percent of all commuters using their bikes for journeys to work.

Among the themes to be discussed at the conference are ways of improving urban cycle routes, how cycling helps combat pollution and climate change, and how tax systems can be used to encourage more people onto bicycles.

(...)

The capstone of the conference will come on May 15 with the signing of a “Charter of Brussels” at the European Parliament by the European Commission and by mayors and authorities from Copenhagen, Seville, Tartu, Munich, Edinburgh, Varna, Budapest and Reggio Emilia.

 

Tilraun til að íslenska :

“Með því að hvetja stjórnmálamenn og íbúa áfram á árangursríkan hátt  getum við breytt [borgir í hjólreiðaborgir]” sagði Manfred Neun forseti Evrópska hjólreiðasamtakanna, ECF. 

Manfred Neun sagði að Brussel væri borg á uppleið, með um 4 prósent ferða á reiðhjóli. Kaupmannahöfn er meðal þeirra fremstu í hjólamótinu, þar sem 35 hundraðshlutar ferða til vinnu séu farnar reiðhjóli.

Meðal þemu sem verða til umfjöllunar á hjólaráðstefnuna, eru aðferðir til að endurbæta leiðir í gegnum borga fyrir hjólreiðamenn, hvernig hjólreiðar draga úr mengun og gróðurhúsaáhrifin, og ætti að nota skattakerfinu til að hvetja fleiri til þess að hjóla.

Hápunkt rástefnunnar rennur upp 15. maí þegar "Brusselssáttmálin" ( Charter of Brussels ) verði undirrituð á Evrópuþinginu af  Framkvæmdastjórn ESB og af borgarstjórum og  embættismönnum  Kaupmannahafnar, Sevilja, Tartu, Munchen, Edinborgar, Varna, Búdapest og Reggio Emilia svæðinu á Ítaliu. 

 

Hér er svo annar hlekkur  með umfjöllun um Velo-City 2009 en sannarlega frá sjónarhorni ESB:

http://euroalert.net/en/news.aspx?idn=8745

 

Og hér má finna  dagsskrá Velo-City 2009  :

http://www.velo-city2009.com/programme-en/programme-structure-en.html

 

Það er vonandi  að borgin og Vegagerðin leiti þekkingu til þeirra sem hafa sett sig inn í hversu jákvæðar hjólreiðar sé og hvernig megi fara að því að efla þær, þrátt fyrir áskoranir í formi veðurs eða brekkur.

 


mbl.is Ódýrar aðgerðir á vegakerfi höfuðborgarsvæðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólum í vinnuna, Stærsti íþróttaviðburður Íslands ;-)

Á morgun 6.maí fer hjólað i vinuna af stað, og stendur til 26.maí. 

Það er allt útlit fyrir að met munu falla í ár eins og undanfarin ár. 

Á vefsíðu átaksins má sjá þróun í fjölda þátttakenda og fleira  http://hjoladivinnuna.is/pages/34

Það er kannski pínu hallærislegt / góðærislegt að að tala um um Hjólað í vinnuna á "best í heimi" nótunum.  En mér finnst að Hjólað í vinnuna eigi skilið enn meira athygli í fjölmiðlum landsins.

Kannski er ekki Hjólað í vinnuna stærsti íþróttaviðburður landsins, en klárlega  meðal þeirra stærstu. Og Hjólað í vinnuna nær til mjög breiðan hóp manna, sparar peninga og er umhverfisvænn.  Já og meira en það : hjólreiðar eru táknmynd fyrir heilbrigði og umhverfsivænum lífsstíl.  Hjólað í vinnuna er táknmynd fyrir breytinga.  

YES WE CAN  !  :-)

það er verulegur árangur þegar rúmlega 7000 manns ferðast til samans 410 398 km með heilbrigðum og umhverfisvænum hætti (tölur fyrir 2007).  Ef við gefum okkur að meðalhraðinn sé að hámarki 20km/klst, þá gera þetta 20.520 (20 þúsund) klukkustundir samtals.  Ef við reiknum með 15 km/klst þá gera þetta um 27.000 klukkustundir. 

Upp á siðkastið hef ég bloggað aðeins of lítið um hjólreiðar. Meira hefur ferið í  að bæta inn fréttir á LHM.is, á síðum ýmissa hópa a Facebook og svo framvægis.  

Hér er texti sem ég skrifaði 2006, er birt á vef Hjólað í vinnuna, en liggur kannski  beint að augum fyrir marga  :  Hjólreiðar sem samgöngumáti

Mér finnst textinn enn eiga við, en þigg tillögur og athugasemdir með þökkum.

Ég vil líka benda á þessa grein af vef okkar hjá Landssamtökum hjólreiðamanna  um "Brýnustu aðgerðir í málefnum hjólreiðamanna"

( 2009-05-04 14:28 : Bætti inn YES WE CAN...  etc ) 


Ný föt keisarans : Svifryksmæling á hættuminna rykið

Ég er hræddur um að þarna sé verið að mæla eins og í Reykjavík, í grófara enda fínna svifryksins.

Erlendis er farið að tala meir og meir um rykögn minna en 2,5 mikrómetri ( Einn mikrómeter er einn þúsundasti af millimetri )  og jafnvel minna en 1 mikrómetri, en hér á landi og viða erlendis þykjast menn ekki hafa efni á að mæla annað en með "ódýrustu" mælarnir og miða við 10 mikrómeter.  Þetta ræðst að sjálfsögðu af því að reglugerð sem við höfum frá ESB miði enn sem komið er við 10 mikrómetri.  Enn finna rykið er það sem er hættulegast þar sem það berst lengt niður í lungun.  Og það hefur sennilega önnur samsetning en aðeins grófari rykið, sem, sérstaklega ef miðað sé við vigt er samsett mikið til að vegryki. Finna rykið er að mér skilst að meiru leyti ryk sem tengist útblástur dísilvéla ( og bensínvéla )

Já rykið er hættulegt, en ekki það hættulegt að frískt fólk þurfi að halda sér kyrru fyrir. Maður hefur séð fjölmiðlar benda fólki á að passa sig á rykinu. ( Sem sagt fólk en ekki bílstjórar né farþegar :-)   Miklu mun nær væri að minnka framleiðslu ryksins með því að draga úr umferðarmagni  og umferðarhraða bifreiða og annarra vélknúinna ökutækja.  Og þá sérstaklega stór dísilknúin ökutæki með vanstillta véla og án sótsíubúnaði.

Sumir lifa í þeirri trú að maður sé óhultur fyrir svifrykinu í bílum, en þetta er nánast öfugt farið. Rykið safnast upp innan í bílunum, sést á áklæði og annað yfirborð. Fjöldi rannsókna sýna að þeir sem ferðast um í bílum séu ekki í minna hættu en þeir sem hjóla eða ganga í sömu borg.  Það er samt stór munur á bílstjórum og farþegum og þeir sem kjósa heilbrigðum samgöngumátum : Það er alveg skýrt að þeir sem menga, hvort sem það er með útblæstri (að vetri sem sumar ) eða nagladekk bera ábyrgð áhættumesta svifrykinu.  

Gangandi og hjólreiðamenn gera sitt til að draga úr framleiðslu á svifryki ( og önnur mengun )  en þurfa samt að bera byrði svifryks.  Ef þetta er ekki ósanngjarnt þá veit ekki ég.

P.S. Eitt sem sem gangandi og hjólandi hjálpa enn meir til með og vegur þyngri en bæði bilslys og svifryk er að draga úr hreyfingarleysi.  Hreyfingarleysi er að verða eitt allra stærsta lýðheilsuvandamálið í hinum vestrænum heimi eftir reykingum. (Samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni )

Í eftirfarandi  greinum er hægt að finna tengla í rannsóknir um þessi efni :

http://en.wikipedia.org/wiki/Diesel_Particulate_Matter

http://en.wikipedia.org/wiki/Particulate#Health_effects

P.S.

Ef einhver hefur betri efni að benda á væri ég þakklátur, en ef einhver segir að Wikipedia sé drasl, án þess að benda á betra efni þá getur sá hinn sami átt sig :-)  Þekkt rannsókn sýndi fram á að Wikipedia var ef eitthvað nákvæmara og betra uppfært en önnur sambærileg uppfléttirit.  Ég hef lesið um svifryk í ýmsum greinum, í vísindatímaritum og öðrum stöðum en hef þá ekki við hendinni núna...


mbl.is Akureyri: svifryk oft yfir mörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löggan ásakar fornarlömb ?

Þangað til virkilega trúverðug rök hafa komið fram mun ég taka fullyrðingar um að hjálmur hafi bjargað einhverju í slysi eins og þessu í frétt  mbl.is og RÚV sem óskhyggja og dapurleg mistök. Þessi umfjöllun leiðir athyglin í burtu frá orsök slysa og ábyrgð bílstjóra og þeirra sem hanna vega eða setja viðmið um hönnun, hraðatakmarkanir og refsimörk og sönnunarbyrði þegar ekið er á fólki. 

Ég geri mér fulla grein fyrir því að mönnum sem hafa sannfærst af hjálmaáróðrinum þyki þetta skrýtinn málflutningur. En takið eftir hvernig ekkert sé fjallað um tildrög slyssins í fréttinni. Líklega fáum við aldrei að vita neitt um það, hvort bílstjórinn var allsgáður og með athyglina við akstrinum eða ók eftir ástæðum.  Hitt er það að eftir langan og strangan lestur og umræður við sumum af helstu sérfræðingum heims varðandi hjólahjálma sýnist mér skýrt að fullyrðingar um virkni hjálma eiga sjaldnast við rök að styðjast.  Að beina umræðu og umfjöllun um árekstrar þar sem ekið er á hjólreiðamönnum yfir á tal um hjálma er þar að auki það sem á ensku kallast "victim blaming". Þeir ásaka fórnarlömbin.

Fyrir þá sem ekki sjá tenginguna : Með því að leggja mikla áherslu á hjálminum, er verið að segja að þannig eigi að "tryggja"  öryggi hjólreiðamanna, ekki með því að draga úr hraða bíla, tryggja að ökumenn hafa hugann við akstrinum. Hefði strákurinn ekki verið með hjálmi,hefði löggan strax bent á það og þar með ásakað hann og etv foreldra drengsins. Sumir mundu segja að þessi hugsunarháttur að ásaka fórnarlömb árekstra,  tengist því að bíllin sé skurðgoð okkar samfélags. Sjálfur veit ég ekki hvort þetta sé svona einfalt.  

Loks vil ég ítreka að ég viti (eðlilega) ekkert um aðstæður og tildrög og er í rauninni ekki hér að blogga um þessa tiltekna ákeyrslu. Þessi tegund af innihaldslausum yfirlýsingum frá lögreglu og vitaverðum skrumskælingi koma nánast við öll tækifæri sem gefast.  Ég vona að allir sem tengjast ákeyrsluna liði betur núna og nái sem bestum bata.


mbl.is Ekið á dreng á hjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýrasti bíll heims er hörmungarfrétt

Ég spái því að ef heildaráhrifin af því að setja Tata Nano bílinn á markað verði könnuð, þá mun menn sjá að

- mengun af mörgum toga jókst

- umferðaröryggi, og sérstaklega gangandi og hjólandi varð verri

- umferðateppum urðu verri

- vistfræðilegt fótspor  á einstakling varð stærra

- mögulega hafi þetta þó einhverja jákvæða áhrif á hreyfingu ef menn þurfa að ganga lengra vegalengdir frá bílastæðum, á meðan vélhjól megi leggja nær áfangastaðnum ? 

Vistfræðilegt fótspor er einn besti mælikvarðinn hingað til hvað varðar hversu langt frá sjálfbærni lífstíll einstaklinga sé.   Kíkið á  myfootprint.org   Að fylla þarna inn að maður búi´i Noregi ætti að gefa nokkuð góða mynd, því í Noregi líkt og hér er mikið af rafmagni og upphitun úr (næstum því) endurnýtanlegum orkulindum.

Athugið líka 

 


mbl.is Ódýrasti bíll í heimi sýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi verði hlustað á nýjum tillögum ! (Sparnaður í heilbrigðiskerfinu)

Ég sat málstofu  um sparnað í heilbrigðiskerfinu um daginn, en missti reyndar af opnun og svo byrjunin á fyrsta erindinu. Á málstofunni  var að sjálfsögðu talað út frá hvernig megi hagræða á sjúkrahúsum og þess háttar.  Þó það nú væri.  Mér skilst samt að ráðherrann hafi komið inn á það í upphafsorðum sínum að als konar forvarnir, geta leikið stórt hlutverk í að draga úr  kostnað í heilbrigðiskerfinu. Þó það nú væri.   En svo ekki orð um það meir. 

Og það finnst mér virkilega miður !

Nú er hægt að velta fyrir sér ósakir og jafnvel  bregða upp kenningar um starfstéttir ofl. En það er ekki aðalmálið, heldur að sýna fram á rökin sem mæla með forvörnum, og þá ekki síst í formi heilbrigðra samgangna. 

Ég næ ekki að skrifa það í fullum fetum núna, en bendi á nýopnaðri vefsíðu WHO :

healthytransport.com

Þar er bent á hvernig það að bæta samkeppnisstöðu hjólreiða, göngu og almenningssamganga geta sparað fullt af peningum fyrir samfélaginu, bæði í heilbrigðiskerfinu og með fækkun veikindadag, minnkun í heilsuspillandi  mengun, fækkun umferðarslysa og styttingu biðtíma í umferðinni (á heildina). 

 Í stað þess er fyrirkomulagið hér og viða erlendis  að torvelda fólki að nota heilbrigðar samgöngur en greiða götur bíla,  á meðan til dæmis bílastæði séu ókeypis og skattfrjáls, en samgöngustyrki sæta hlunnindaskatti. Hér  eru grænar bylgjur  og mislæg gatnamót fyrir  bílana, á meðan  gangandi þurfa að biða í óvissu eftir grænum karli, eða leggja á sér verulegan krók niður í óvistleg og ógnandi undirgöng ( að sumum finnst)  eða upp á  mjóum rokrassgatbrúm. 


mbl.is Tillögur um sparnað kynntar í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2+1 er rétta lausnin miklu fremur en tvöföldun

Vegagerðin lagði til 2+1  en var yfirkeyrð af ráðherra sem var beitt rakalausnum (ok innistæðulausum) pólitískum þrýstingi frá Suðurlandi meðal annars.

John Dawson breskur sérfræðingur í umferðaröryggi, sem var gestur á Umferðarþingi síðastliðin haust, kom fram í sjónvarpsviðtali og sagði að það væri nánast glæpsamlegt af íslenskum yfirvöldum að velja 2+2 fremur en 2+1  +a þessum vegakafla.  Bara ef umferðin væri miklu mun meiri væri hægt að halda því fram að þörf fyrir 2+2 sé fyrir hendi.  

Á sínum tíma ályktaði umferðarráð með öllum greiddum atkvæðum með 2+1 fremur en 2+2 fyrir Suðurlandsveg yfir Hellisheiði. 

Sjá líka 

http://www.us.is/Apps/WebObjects/US.woa/wa/dp?detail=5463&name=frett_ny


mbl.is Undirbúa tvöföldun Suðurlandsvegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mest svifryk og mengun inní bílunum

Vil bara ítreka að enn meiri mengun er oftast inní bílum, en það sem gangandi eða hjólandi verði fyrir meðfram umferðargötum.  Sérfræðingar í þessu hafa mælt hærri gildi í loftinu í bílum en yfir gangstétt á hliðina. Eða jafnvel í lofti í mannshæð fyrir utan bílnum.   Ein skýring er að bíllinn er með loftinntak frekar lágt niðri, og oft nálægt útblæstri bíla.  Annað er að mengunin safnast saman í farþegarýminu, og meðal annars setjist í sætum og þyrlast upp frá þeim.

Mér finnst gott að yfirvöld sé loks farið að hvetja fólk til að hvíla bílana, en það vantar að þeir segja að það sé líka að öllu jöfnu hollara að hjóla eða ganga, jafnvel í þannig árferði.  Og gangandi og á hjóli hefur maður þar að auki þann kost að velja aðrar leiðir en þær sem eru með mesta bílaumferðina og þarmeð svifrykið. 

Hraði bíla hefur líka áhrif á svifryksmyndun, bæði svifryk úr útblæstri og (nagla)dekkja/malbiks-ryk.

Er ekki löngu kominn tíma á að setja upp skilti með breytilegum hraða á helstu stofnbrautum, og lækka þegar viðrar vel til svifryks ? 

 

 


mbl.is Loftmengun yfir heilsuverndarmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndin frá WorldNakedBikeRide

Ég tel næsta visst að myndin sem fylgir fréttinni tengist innihald fréttarinnar ekki neitt.  Vafasöm tenging hjá mbl.is ?

Þeir sem hjóla naktir um fjallahéröð Sviss, eru væntanlega bara að spá í eigið frelsi og nautn, og eru þannig uppteknir af sjálfum sér.

Myndin sem fylgir fréttinni er sennilega tekin úr mótmælahjólreiðum, þar sem fólk er að mótmæla  mengun og sóun.   Þessi tegund mótmæla ( og um leið meðmæli með hjólreiðum, og öðrum heilbrigðum samgöngumátum ) hefur sprottið upp hin siðara ár.  Það má t.d.  gera vefleit að "World Naked Bike Ride"  til að fræðast betur um hugsjónina á bakvið og útbreiðslu.  Ef netsía lokar á síðu vegna þeirra firra að flokka þessu sem klám ( þetta er nekt ekki klám )  má (vonandi) samt lesa um þetta á Wikipediu :  

 http://en.wikipedia.org/wiki/World_Naked_Bike_Ride

 


mbl.is Berrassaðir á reiðhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband