12.6.2006 | 13:53
Lækkum útblæstri á morgun og græðum feitt !
Það gefur ákveðna von að hnattrænn hlýnun sé núna rædd oftar, tekin alvarlegra en fyrr, lausnir rannsakaðar og að forseti Íslands sé í forsvari fyrir átaki í þessa veru. Enda kominn tími til. Það var í rauninni nógu ljóst þegar fyrir 20 árum síðan að það þyrfti að grípa í taumanna. Gróðurhúsaáhrifin eru ekkert grín.
Vissulega er ennþá rík þörf fyrir að halda áfram að rannsaka bæði veðurfarslíkön, hvernig tegundir af skýjum, svifryki í háloftunum, bráðnun jökla ásamt hafíss virka á heildina. Og við þurfum tæknilegar lausnir sem til dæmis tæki sem nýta orkuna betur, hreinni orkugjafar og orkuberar.
En það er svo margt sem við getum framkvæmt nú þegar. Það eru til margs konar lausnir sem við ekki þurfum að biða mörg ár eftir að verða tilbúnir til notkunar. Það einfaldasta er að nýta tækin og tæknin sem við eigum þegar, skýnsamlegra.Til dæmis, eins og bent hefur verið á, þá mundi það spara lauslega eins mikið rafmagn og Belgar nota, ef Bandaríkjamenn mundi slökkva á sjónvörpin, en ekki láta þá standa í "stand by" yfir nóttu, og fram að kvöld. Orkusparnaður er ódýrasti, fljótlegasti, einfaldasti og umhverfisvænsti mátin að bregðast við. Jafnvel orkusparnaður með hjálp fjárfestinga í skilvirkari tækni, borgar sig oftast upp á frekar skömmum tíma. Á Íslandi er orkan sem við notum í húsunum og að hluta til í iðnaði, tiltölulega hrein. Þannig mætti segja að ekki sé svo mikið að spara hér, varðandi bein mengun, en annað gildir um samgöngurnar.
Eftirfarandi atriði mæla með aukin notkun reiðhjóla og tveimur jafnflötum, í bland við almenningssamgöngum. Breytt ferðamunstur bjarga ekki heiminn, en geta minnkað gróðurhúsaáhrif athafna okkar verulega. Þar að auki eru svo margar jákvæðar "hliðarverkanir" :
- Í loftslagsverkefni Landverndar var sú niðurstaða fenginn að hjólreiðar, ganga og almenningssamgöngur væri líklegir til að skila jafn mikið í hreinni minnkun útblæstri gróðurhúsalofttegunda og vetnisverkefnið á næstu 25 árin. Ég tel það vera vanmat á hjólreiðar, en þessi niðurstaða sýnir að þetta ætti að taka alvarlega jafnvel þótt auknar hjólreiðar, ganga og strætónotkunar verði seint útflutningsvara. Hitt er annað mál, að það mundi styðja ferðaiðnaðinn, sem líka skaffar gjaldeyri. (Spyrjið mig ef þetta er óljóst )
- Það er búið að finna upp hjólið, og tæknin hefur verið bætt töluvert undanfarin ár, varðandi þægindi og notkunarsvið reiðhjóla. Á meðan við biðum eftir tækninýjungar á bílum, er hægt að nota það ökutæki sem nýtir orkuna best allra, sem sagt reiðhjólið.
- Jafnvel þótt bílar verða þróaðir sem bara skila vatnsgufa sem útblæstri, mun framleiðslan á bílnum áfram menga töluvert. Yfir líftíma bíls er töluverður hluti af mengunina tengd framleiðslu og förgun. Svo getur svo sem verið að þessi nýi vetnistækni og aðrar tæknilegar lausnir feli í sér vandamál sem við sjáum ekki enn fyrir. Sumir hafa velt vöngum yfir áhrif þess á háloftunum þegar fari að leka út mikið af vetni.
- Flestar ferðir í þéttbýli eru frekar stuttar. Í Reykjavík hefur verið reiknað út af verkfræðistofunni Hönnun, að meðallengd ferða er um 3 km.
- Ferðir að lengd 3 km eru nógu stuttar til þess að að margir geta labbað eða hjólað vegalengdin. Margir sem hafa tekið þátt í "Hjólað í vinnuna", og jafnvel þeir sem hafa hjólað hringinn í kringum landið í góðgerðarskyni, segja "Þetta var nú miklu minna mál en ég hélt". Og venjuleg útivistarföt duga vel í flestum tilvikum til hjólreiða, þegar er rok og rigning.
- Í stuttum ferðum menga bílar meira - köld bílvél mengar margfalt meira en heit vél, og eyðir meira.
- Samkvæmt alþjóða heilbrigðisstofnun og Lýðheilsustöð þurfa menn að hreyfa sér daglega til að fyrirbyggja heilsutjóni. Mælt er með því að menn hreyfa sér 30 mínútum í hóflegri hreyfingu, samtals yfir daginn. Hjólreiðar til samganga eru metnar til að vera meðal allra besta kosti í heilsurækt sem völ er á.
- Talað er um aukandi útgjöld í heilsugeiranum. Fyrirbyggjandi, dagleg og hófleg heilsurækt er besta leiðin til að spara í heilsukerfinu. Fjölda rannsókna benda til þess að þeir sem hjóla daglega lifa 7 til 10 árum lengur og lifa heilbrigðara lifi. Þeir spara samfélaginu að minnstu kosti 100.000 ISK á ári, aðallega vegna útgjalda í heilsugeiranum, en líka vegna fækkunar veikindadaga.
- Ef fleiri labba og hjóla, batnar umferðaröryggi. Hvort viltu verða fyrir - hjólreiðamann eða Hummer ? Alþjóðlegir rannsóknir benda líka til þess að fyrir hjólreiðamenn í umferðinni er hættan mun minni en hefur verið talið, jafnvel minna en hættan tengd því að vera á bíl í sumum löndum, og ég er ekki bara að tala um Danmörk eða Holland.
- Hjólreiðamen og gangandi ekki eins hætt af mengun bíla og bílstjórar og farþegar. Sumir setja fyrir sér að nota sjálfbærar samgöngur því þeir halda að mengunin sé svo mikill. Mælingar sýna að mengun í bílum sé oft meiri en í loftinu sem gangandi og hjólandi draga að sér, enda er loftinntakið nálægt útblæstri bíla á undan.
- Fyrst kostir aukinnar hjólreiðar og göngu til samganga eru svo miklar væri kjörið fyrir stjórnvöld að sýna að þeim er alvara í því að hvetja þá sem vilja, til dáða. Hér stórvanta ennþá þægilegar og öruggar tengingar á milli nágrannasveitafélaga og bæjarhluta, aðstæður á vinnustöðum, jafnrétti í bílastyrkjum, skattamálum og margt fleira. Athugun í Noregi syndi að framkvæmdir fyrir gangandi og hjólandi mundi borga sér allt að fjórtánfalt miðað við kostnað.
- Ekki geta allir labbað eða hjólað, það er visst. En ef aðgengi til samgangna og hvatningur eru til staðar, sýna dæmin frá til dæmis Oulu í norður-Finnlandi og Þrándheimi í Noregi að mun fleiri geta og vilja en menn hafa haldið. Í Þrándheimi eru kaldari vetur og brattari brekkur en á höfuðborgarsvæðinu hér, en 12% ferða eru farnar á reiðhjóli. Í Oulu er mun kaldari en hér á veturna og ansi vindasamt, en hlutdeild hjólandi er 25% yfir árinu, og minnkar bara í um þriðjung um hávetur miðað við sumrin, enda eru þeir duglegir að ryðja snjó vel og snemma, og sýna í verki að hjólreiðar eiga virðingu og aðgengi skilið, ekkert síður en aðrar ferðamátar. Í Reykjavík eru ekki til tölur fyrir hlutdeild hjólreiða á sumri til, en seint í fyrra haust mældist hjólreiðar til að vera 2,6% ferða, en 1% um hávetur árið 2002. Hjólreiðar alein eru því á svípuðu róli og strætó, en töluvert fleiri ferðir eru farnir labbandi en á strætó. Tækifærin á höfuðborgarsvæðinu og í mörgum þéttbýliskjörnum ættu að vera mjög góð til að auka hjólreiðar í um 10-15% því hér eru svo stórt hlutfall ferða stuttir.
- Það er að verða æ ljósara að landsvæði sé takmörkuð auðlind, ekki síst í kjörnunum á höfuðborgarsvæðinu. Það er kominn tími til að þeir sem nota bílastæðin borgi eitthvað af kostnaðinn sem er bundinn í bílastæðum. Sagt er að eitt venjulegt bílastæði í Reykjavík kosti 2-3 milljónir. Menn segja gjarnan að bílaeigendur borga svo miklu meira en það sem vegirnir kosta. Þá gleymist oft að reikna inn umferðarlöggæslu, kostnað lands sem er lagt undir vegi, kostnaður sem hlýst af umferðarslysum og kostnaður sem hlýst af mengunar. WHO hafa reiknað út að í borgum Evrópu deyja fleiri af völdum mengunar bíla en af völdum umferðarslysa. Og fleiri deyja þegar í hinum vestrænum heimi, af sjúkdómum sem tengjast beint hreyfingarleysis, en af þessum fyrrgreindum tveimur þáttum til saman. Þá vanta enn fleiri atriði í kostnaðargreiningu aukinnar umferðar, svo sem mengun og auðlindaeyðsla í öðrum hlutum lífshlaups bíls, en ég læt þessi upptalning duga hér.
- Bílastæðin eru dæmi um hvernig samkeppnisstaða bíla og sjálfbærum samgöngum hafi verið skekkt. Annað dæmi eru bílastyrkir. Óslóarborg er núna farinn að borga starfsmönnum jafn mikið á kílómeter ef þeir fara á fund á reiðhjóli og ef þeir fara á bíl, miðað við hóflegir vegalengdir (0,5-5 km ?). Fleiri borgir og þjóðkirkjan í vestur-Noregi gera eins eða betur. Mörg bresk og bandarísk fyrirtæki hafa byrjað að rukka fyrir bílastæði en styrkja annarra ferðamáta, út frá hagkvæmnissjónarmiðum. Stundum er rukkað fyri bílastæði, en fólk fær sömu upphæð á launaseðlinum og geta sjálfir kosið. Margir kjósa að eyða ekki í bílastæði, og þá þurfa fyrirtækin ekki að byggja eða leiga rándýr viðbótarstæði. Á Bretlandi nýta fjölmörg fyrirtæki sér skattareglur sem gerir það enn arðbærara að leiga starfsmönnum reiðhjól á kostakjörum, og svo "gefa" starfsmönnum hjólin nokkur ár seinna
- Ef fleiri hjóla og ganga, skapast vingjarnlegri borg, þéttbýli og land. Þar að auki mundi líklega rýmdin á vegunum batna. Og umferðin mundi líklega hægja á sér, sem mundi enn draga úr mengun, hávaða, óöryggistilfinningu og slysum. Í Óðinsvéum var gert hjólreiðaátak, men jákvæðum aðgerðum og uppákomum yfir fjögur ár, sem er stuttur tími. Hjólreiðar jókst um 20%, umferðarslysum fækkuðu um 20% og 35 miljónir danskar spöruðust í heilbrigðiskerfinu.
E.S
Að lokum : Sorry for my bad Icelandic. Leiðrétingar og skammarbréf eru velkomin.
E.S2 Sjá líka grein mína um lauslega sama efni í Morgunblaðinu Þriðjudaginn 4. janúar, 2005, Bílaflotinn og umhverfið.
Hér er svo tengill í skýrslu um mögulegar aðgerðir til að minnka útblæstri frá einkabílum unnin sem hluti af loftslagsverkefni Landverndar : "Aðgerðir til að draga úr losun frá bílum. " http://www.landvernd.is/myndir/BilarOkt2005.pdf
Samráðsþing um loftslagsbreytingar hefst í Reykjavík á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.6.2006 kl. 00:58 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
- arnid
- kari-hardarson
- vilberg
- mberg
- hrannsa
- dofri
- ursula
- volcanogirl
- loftslag
- laugardalur
- siggi-hrellir
- svanurmd
- lhm
- larahanna
- ragnar73
- hjolina
- hlynurh
- arnith
- neytendatalsmadur
- bergursig
- ingibjorgelsa
- vefritid
- sylviam
- landvernd
- thuridur
- agustolafur
- vest1
- fsfi
- morgunbladid
- soley
- hlini
- photo
- magnolie
- arnthorhelgason
- hildigunnurr
- herdis
- skidagongufelagid
- gbo
- arnthorla
- malacai
- charliekart
- kerfi
- jevbmaack
- raftanna
- stjornuskodun
- apalsson
- birgitta
- gp
- hordurhalldorsson
- hoskibui
- ingolfurasgeirjohannesson
- roggur
- siggimaggi
- klarak
- svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
- Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
- Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
- Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
- Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.