Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
29.2.2008 | 00:17
Flott kerfi tekur við ábendingum um borgina !
Skrifaði færslu á spjalli Fjallahjólaklúbbsins sem ég vil endurtaka hér :
Flott kerfi tekur við ábendingum um borgina !
Hér er frábært framtak sem við sem erum að ferðast á hjólum ættum að nýta okkur til fulls.
1,2 og Reykjavík
Munum samt að vera kurteisir en tala skýrt mál :-)
Maður getur sýnt á korti hvaða stað ábendingin gildir um, og lofað er að maður fái að sjá viðbrögð við hverja ábendingu, eða þannig skildi ég þetta.
Næstum of gott til að vera satt..
Við getum bent á mokstur, sópun og annað viðhald. Staðir þar sem algengt er að bílum séu lagðar í trassi við lög á stígum og gagnstéttum. Við getum bent á skemmdir, framkvæmdir sem ekki taka tillit til heilbrigðra samgangna, og margt fleira.
Já, og svo hægt er að hrósa :-)
Eða segja frá til dæmis góðri reynslu af því að hjóla á götu í stað gangstéttar í hverfunum.
1,2 og Reykjavík
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 13:33
Mesta fjölgun utan trúfélaga
Í frétt MBL sem þessi færsla er tengd við kemur fram að sá hópur sem stækkar mest er "utan trúfélaga". Mér fyndist eðlilegt að segja frá því í fyrirsögn fréttarinnar.
Þessi staðreynd ætti kannski að ýta undir að menn fara að skoða það sjálfsagða réttlætismál að lífsskoðunarfélög sem hafa fest sér í sessi fái sömu réttindi og skráð trúfélög. En svo er ekki og er það ein ástæða til að spyrja sig hvort fullkomið trúfrelsi ríki á Íslandi.
Siðmennt er dæmi um lífsskoðunarfélag sem eru hluti af stórri hreyfingu í fleirum löndum, giftir fólk og fermir. Síðmennt leggir mikil áhersla á siðferði, eins og til dæmis kemur fram í fermingafræðslu þeirra. En á meðan trúfélög fá styrk sem samsvara sóknargjald til þjóðkirkjunnar og full réttindi á ýmsum sviðum á við þjóðkirkjuna, er Siðmennt meinað þessu, á grundvelli þess að ekki sé um trú á yfirnáttúruleg öfl eða líf eftir dauða að ræða.
Er það samfélaginu til sóma að trú á yfirnáttúruleg öfl og líf eftir dauða séu talin betri grunnur fyrir lífsviðhorf og siðferði en samfélag manna, og aðferðir vísindanna ?
0,9% þjóðarinnar skiptu um trúfélag árið 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2008 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.2.2008 | 17:06
Lestakerfi: Nútímalegt hagkvæmnismat - umhverfisgæði innbökuð
Ég kýs að endurtaka hér það sem ég skrifaði sem athugasemd hjá Árna Þór Sigurðssyni :
(Smávægilegar viðbætur hér, að vísu )
Meintur hár kostnaður við lestir hefur haldið aftur á ráðamönnum hingað til. En viðhorf manna varðandi umhverfismál er að breytast. Heilbrigðisáhrif ofnotkun bíla er að koma æ skýrari í ljós Og olíuverðið er að hækka. Fjöldi manna sem hefur upplifað góðar lausnir í almenningssamgöngum, göngu og hjólreiðar í erlendum borgum fer fjölgandi. Nýlega var í kvöldfréttum RÚV sagt frá því hvernig París hefur gjörbreyst á undanförnum árum, með styrkingu lestarkerfisins, bætt aðgengi reiðhjóla, almenningshjólakerfi með 20.000 hjól, helmingun bílastæðna og álögur (mengunarbótarreglan) á stórum bílum. Eins og kom fram er aftur orðið lífvænlegt í París, meðal annars vegna þess að aðrir samgöngumátar náðu í skottið á bílana varðandi samkeppnishæfni.
En þrátt fyrir breyttum viðhorfum í takti við fregnir úr erlendum borgum ( Lundúna, Bogotá, Singapúr, Stokkhólmur, Kaupmannahöfn, Amsterdam og margir fleiri ), er hætta á að kostnaðarmatið geti aftur oltið þessum áformum. Og aðalástæðan er að þeir sem gera kostnaðarmöt hafa sennilega ekki sótt sér eða hlotið rétta tegund af endurmenntun. Hefðbundnar leiðir til að meta kostnað og ávinning, eru allt of þröngsýnir, og hyggla núiverandi lausnir. Það er að hluta skýringin á því að við erum þar sem við erum í dag.
Ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði, en ég hef trú á því að Victoria Transport Policy Institute í Kanada geta leiðbeint menn þannig að þeir víkka sjónarhornið töluvert. Ég legg til að samgöngunefnd og samgönguráðuneytið eða þeir sem munu vinna verkið af þeirra hálfu kynni sér eftirfarandi frá Victoria Transport Policy Institute, Kanada:
Transportation Cost and Benefit Analysis
Þar segir í upphafsorðum :
Welcome to the Online edition of Transportation Cost and Benefit Analysis: Techniques, Estimates and Implications, a guidebook for quantifying the full costs and benefits of different transportation modes. This 300-page document is a comprehensive study of transportation benefit and costing research, and a guidebook for applying this information in planning and policy analysis.
This document is unique in several important ways. It is one of the most comprehensive studies of its type, including many categories of costs and benefits that are often overlooked, and the only one that is regularly expanded and updated as new information becomes available. It provides extensive reference information, mostly available through the Internet, allowing users to obtain additional information when needed. It explains economic evaluation techniques and how to apply them. It is the only study that provides costs values in a format designed to easily calculate the full costs and benefits of transportation policy and planning alternatives.
Individual chapters include detailed information on various categories of transportation costs and benefits, including summaries of previous monetized estimates. Using the best available data, it provides monetized estimates of twenty costs for eleven travel modes under three travel conditions. Costs are categorized according to various attributes: whether they are internal or external, fixed or variable, market or nonmarket. Examples illustrate how this information can be applied for transportation policy and planning decisions. The Guidebook also summarizes previous transportation impact studies, describes how nonmarket impacts are estimated, discusses major findings, evaluates criticisms of transportation costing, and explores implications and applications of this research.
Vilja láta skoða hagkvæmi lestarsamgangna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2008 | 13:03
Er 150 kall líterinn í augnsýn ?
Á meðan ekki er verið að borga með öðrum hætti fyrir skaða af völdum ofnotkun bíla (Polluter Pays Principle - Mengunarbótarreglan frá SÞ ráðstefnunni um sjálfbæra þróun í Río, 1992), er hátt verð ein leið til að stiga lítið skref í rétta átt.
Kíkið til dæmis á þetta :
Victoria Transport Institute : Transportation Cost and Benefit Analysis
Og svona sem smá krydd :
Eldsneyti hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.2.2008 kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2008 | 11:34
Samgöngustefna VGK Hönnunar gott framtak. Skrumskæld fyrirsögn MBL
Þetta framtak VGK Hönnunar er mikið fagnaðarefni, og mjög góð fyrirmynd fyrir aðra vinnustaði. En það er ótrúlegt að Mogginn skuli þannig skrumskæla þeirra framstaki með að gefa í skyn að fyrirtækið sé nánast að banna starfsmönnum að ferðast einir í bíl. ( Starfsmenn ferðist ekki einir í bíl )
Þvert á móti er verið að nota jákvæð leið til að hvetja mönnum til þess að velja annarra ferðamáta, með því að leiðrétta að einhverju leyti skekkjuna sem var og er fyrir hendi. Það er verið að taka eitt lítið en mikilvægt skref í að leiðrétta skekkju i samkeppnishæfni samgöngumáta.
Skekkjan er meðal annars að hingað til hafa þeir sem nota bílastæðin við fyrirtækinu fengið óbeina styrki vegna þess að ekki er borgað fyrir afnot af dýrum bílastæðum. En þeir sem ferðast öðruvísi en á bíl hafa ekki fengið sambærilegan stuðning. Hið grátlega er að sennilega þurfa þeir sem nota strætó, ganga eða hjóla að borga hlunnindaskatt, en ekki þeir sem fá gjaldfrjáls bílastæði.
Starfsmenn ferðist ekki einir í bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 23:28
Gott mál, en tæknilausnir ekki nóg í flugsamgöngum
Gott að dregið sé úr mengun úr flugvélum miðað við hvern farþega-kílómeter, en ef fjöldi flugfarða halda áfram að fjölga eins og stefnir, þá mun heildarlosun sumra mengunarefna ekkert minnka, að mér sýnist. Og sérstaklega ekki losun koltvísyrings (CO2 er ekki mengun í hefðbundinni skilningi en hætta stafar af þegar jafn mikið er losa og nú er )
Meira um eldsneytið hér :
http://en.wikipedia.org/wiki/Gas_to_liquids
Vistvænna eldsneyti prófað á A380 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
- arnid
- kari-hardarson
- vilberg
- mberg
- hrannsa
- dofri
- ursula
- volcanogirl
- loftslag
- laugardalur
- siggi-hrellir
- svanurmd
- lhm
- larahanna
- ragnar73
- hjolina
- hlynurh
- arnith
- neytendatalsmadur
- bergursig
- ingibjorgelsa
- vefritid
- sylviam
- landvernd
- thuridur
- agustolafur
- vest1
- fsfi
- morgunbladid
- soley
- hlini
- photo
- magnolie
- arnthorhelgason
- hildigunnurr
- herdis
- skidagongufelagid
- gbo
- arnthorla
- malacai
- charliekart
- kerfi
- jevbmaack
- raftanna
- stjornuskodun
- apalsson
- birgitta
- gp
- hordurhalldorsson
- hoskibui
- ingolfurasgeirjohannesson
- roggur
- siggimaggi
- klarak
- svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
- Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
- Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
- Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
- Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar