Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.12.2008 | 13:40
Gísli Marteinn kemur aftur til Rvk með nýrri sýn (vonandi)
Gott hjá Gísla Marteini að taka námið alvarlega. Þetta nám er að manni skilst mjög hagnýtt hvað varðar framtíðarþróun borgarskipulags, mannlegri samgöngur og þess háttar.
Hér eru krækjur í greinar, vefsíður og fleira sem snerta hlutir sem Gísli mun vonandi læra um í náminu:
Cycling could help boost economy - Scotsman.com
Opinion | Biking should be encouraged, not taxed further to support roads
New transportation fringe benefit helps bicycle commuters
Quickrelease.tv & Blog Archive & Celebs who cycle
Air pollution worst inside cars: research - News - UNSW - Science
A Virtuous Cycle: Safety In Numbers For Bicycle Riders
Lower speed limit to tackle obesity crisis, say experts | The Courier-Mail
Online TDM Encyclopedia - Commuter Financial Incentives
Flick through the Bike to Work Book online Bike For All
Smart Growth Safety Benefits | Planetizen [planetizen.com]
Útdráttur: "Many families move to sprawled, automobile-dependent suburbs because they want a safe place to raise their children. They are mistaken. A smart growth community is actually a much safer and healthier place to live overall."
"A healthy city is an active city: a physical activity planning guide ..." from the World Health Organisation
With this guide, city leaders can create a plan for physical activity, active living and sport in their city or community.
It describes how the approach relates to the Healthy Cities movement, why people need active living opportunities and who to involve; how to create, implement and evaluate the plan; and what tools, good examples and other sources to use.
The guide will be invaluable not only to city leaders and local governments, but also to all those they seek to involve in the process: city departments, nongovernmental organizations, schools and educators, the health sector, the private sector and residents themselves. "
Rethinking Transportation Safety | Planetizen [planetizen.com]
A paradigm shift is changing the way we think about transportation safety. In the past, traffic safety experts evaluated risk using distance-based units (traffic crashes and casualties per 100 million vehicle-miles or billion vehicle-kilometers), which ignores increases in vehicle traffic as a risk factor, and mobility management as a safety strategy. Yet, we now have overwhelming evidence that the amount people drive has a major impact on their chance of being injured or killed in a traffic accident."
CYCLE TO WORK SCHEME
"Look out for a brand new bike
|
That's the headline on a Cycling England leaflet for the government's Cycle to Work scheme.
Cycle to Work is a tax incentive aimed at encouraging employees to, er, cycle to work, thereby reducing air pollution and improving their health.
Employers benefit from fitter, more punctual, more wide-awake staff. Employees benefit from better health and better bikes because their money goes further. With a budget of, say £400, an employee in the high tax-band can now afford a bike, plus accessories, worth nearly £800.
![]() |
Fer í launalaust leyfi til vors |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 14:35
Strætófundur í kvöld, tilvalið f. áhugamenn um samgöngur og efnahag
Skelli hérinn fréttatilkynninguna frá billaus.is á Facebook (sem líka fór á helsu fjölmiðla )
Fréttatilkynning:
Strætó er vinsæll staður í augnablikinu. Þar fjölgaði farþegum um nær 50% síðustu mánuði meðan að íslenskum farþegum um flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði um helming. Strætó er bjargráð í kreppunni og góður kostur í viðleitninni til að breyta ferðavenjum þéttbýlisbúa í átt að til vistvænni samganga á sama tíma og svarað er breyttum aðstæðum í íslensku þjóðfélagi. Hvaða hlutverki gegnir strætó og almenningssamgöngur aðrar sem raunhæf leið til að forgangsraða öðruvísi umferðarskipulagi. Hvaða leiðir og útfærslur eru færar í þeirri stöðu sem upp er komin fækkun ferða utan annatíma en fjölgun farþega, sbr. samþykkt stjórnar strætó um rekstraráætlun fyrir árið 2009.
Samtök um bíllausan lífsstíl halda opinn fund um málefni strætó á höfuðborgarsvæðinu
miðvikudaginn 10. desember klukkan 20:00 á efri hæð Kaffi Sólon í Reykjavík.
Dagskrá:
Einar Hlér Einarsson arkitektanemi og Sigrún Birgisdóttir fagstjóri Arkitektadeildar Listaháskóla Íslands um niðurstöður rannsóknaverkefnis um strætóferðir á höfuðborgarsvæðinu.
Fulltrúar úr stjórn strætó
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Opnar umræður um farþegafjölgun, rekstrarsamþykkt stjórnar strætó 2009, kostinn við að taka strætó í kreppunni og áform um vistvænni samgönguhætti, raunhæfar úrbætur á þjónustu við notendur strætó og fleiri málefni.
Fundarstjóri: Sigrún Ólafsdóttir sálfræðingur.
![]() |
Verð á dísilolíu lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2008 | 11:44
Fyrsti almenni fundur helgaður strætó ? Í kvöld kl. 20 á Sólon
Hér er fréttatilkynnig sem samtök um bíllausan lífsstíl setti m.a. á Facebook :
Fréttatilkynning:
Strætó er vinsæll staður í augnablikinu. Þar fjölgaði farþegum um nær 50% síðustu mánuði meðan að íslenskum farþegum um flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði um helming. Strætó er bjargráð í kreppunni og góður kostur í viðleitninni til að breyta ferðavenjum þéttbýlisbúa í átt að til vistvænni samganga á sama tíma og svarað er breyttum aðstæðum í íslensku þjóðfélagi. Hvaða hlutverki gegnir strætó og almenningssamgöngur aðrar sem raunhæf leið til að forgangsraða öðruvísi umferðarskipulagi. Hvaða leiðir og útfærslur eru færar í þeirri stöðu sem upp er komin fækkun ferða utan annatíma en fjölgun farþega, sbr. samþykkt stjórnar strætó um rekstraráætlun fyrir árið 2009.
Samtök um bíllausan lífsstíl halda opinn fund um málefni strætó á höfuðborgarsvæðinu
miðvikudaginn 10. desember klukkan 20:00 á efri hæð Kaffi Sólon í Reykjavík.
Dagskrá:
Einar Hlér Einarsson arkitektanemi og Sigrún Birgisdóttir fagstjóri Arkitektadeildar Listaháskóla Íslands um niðurstöður rannsóknaverkefnis um strætóferðir á höfuðborgarsvæðinu.
Fulltrúar úr stjórn strætó
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Opnar umræður um farþegafjölgun, rekstrarsamþykkt stjórnar strætó 2009, kostinn við að taka strætó í kreppunni og áform um vistvænni samgönguhætti, raunhæfar úrbætur á þjónustu við notendur strætó og fleiri málefni.
Fundarstjóri: Sigrún Ólafsdóttir sálfræðingur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2008 | 23:19
Vill Alþingið jafnrétti í trúmálum ?
![]() |
Siðmennt fagnar áliti Jafnréttisstofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2008 | 14:26
Bann við klasasprengjur undirritað !!
Var að blogga um þetta í morgun, og kallaði þetta Skúbb ( Scoop ) vegna þess að umfjöllunin um þessi tímamótasamningur virtist vera engin í íslenskum fjölmiðlum.
Enn er fréttirnar um þetta ótrúlega stuttar. Ef þetta er ekki frétt sem skiptir máli að kafa dýpra í þá veit ég ekki.
En við skulum fagna.
Hamingjuóskir Mannkyn !
Rauða krossinn,verkefnin unnin undir nafni Díönu prinsessu, norsk stjórnvöld hafa öll lagt sig mikið fram og eiga hrós skilið. Og að sjálfsögðu eru fullt af öðrum aðilum sem hafa lagt hönd á plóg.
![]() |
Um 100 þjóðir undirrita bann við notkun klasasprengna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2008 | 05:08
Skúbb : Ísland undirriti stóran vopnasamning í Noregi
Eða hitt þó heldur. Hér er ekki um vopnakaup að ræða heldur bann við notkun á tilteknum vopnum (*). Það eru um 100 lönd að skrifa undir samningi um bann við "cluster munitions" klasasprengjur í Ósló seinna í dag 3. desember. Þetta er mikill áfangi og gerist viku áður en friðarverðlaun Nóbels verði afhent á sama stað.
Klasasprengjur hafa drepið og limlestað hlutfallslega mjög marga óbreytta borgara, meðal annars þegar hluti þeirra ekki springa heldur liggja efir sem nánast sem jarðsprengjur, til dæmis eftir nýlegasta árás Ísraelshers á Líbanon.
Þetta er áfangi sem ber að fagna ákaft !
http://www.clusterconvention.org/pages/pages_i/i_statesadopting.html
(*) Bætti við þesa setningu eftir að hafa fengið athugasemd sem sýndi að textinn ekki væri nógu skýr. Ég var að leggja meira upp úr tilraun til að vera fyndinn, en að fjalla skýrt um málið. Enda er það eitthvað sem ég sé mikið í kringum mig : Hafa skal það sem fyndnara reynist....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2008 | 22:53
Framtiðin dæmi þetta sem misheppnað og stórkarlalegt
![]() |
Hefur jákvæð áhrif á umferð og öryggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 16:01
Óheiðarlegur málflutningur
Það hefur Aftenposten verið þekktur fyrir, á meðal þeirra sem ekki fylgja blaðið að málum.
Að fara með hálf-sannleika, að ýja að hlutum á milli línanna.
í frétt mbl.is segir :
Fjallað er um vaxandi einangrun Norðmanna vegna afstöðu þeirra til Evrópusambandsaðildar í leiðara Nils Morten Udgaard í Aftenposten í dag.
Að sjálfsögðu kann að vera eitthvað til í þessu hjá greinarhöfundi, en mér sýnist hann viljandi vera að blása þessu upp úr öllu valdi.
Sjálfur er ég óáveðinn v. ESB aðildar, en margt bendir til þess að bæði Ísland og Noregi endi þar innan 20 ára. Öflin sem vinna að aðild eru sterk. Kostir aðildar eru margir, en ókostirnir eru sömuleiðis mjög veigamiklir.
![]() |
Norðmenn einangraðir í baráttunni gegn kreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2008 | 23:50
Græn samgöngustefna borgarstofnanna
Hér má sjá umfjöllun um grænkun á samgöngustefnu borgarinnar
http://www.rvk.is/DesktopDefault.aspx/tabid-39/351_read-13027/
Hér klippi ég inn smá frá þeirri síðu :
Græn samgöngustefnu fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að unnin verði græn samgöngustefna fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar. Slík stefna gæti orðið eitt af aðalsmerkjum Reykjavíkurborgar, sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri en tillaga þessa efnis var samþykkt með öllum atkvæðum á fundi borgarstjórnar í dag.
Enn fremur :
Þetta þýðir meðal annars að borgin skuldbindur sig til að bjóða starfsmönnum sínum að nýta aðra kosti en einkabílinn vegna starfa sinna, sagði Þorbjörg Helga. Þannig er komið til móts við þá starfsmenn sem velja að ferðast til og frá vinnu á hjóli, gangandi eða með almenningssamgöngum.
Hmm svo þetta virðist snúast bæði um ferðir á vegum vinnunar og ferðir til og frá vinnu ?
Þarna er krækja í skjali , sem kveður á um að reiðhjól og visthæfir bílar verða í boði fyrir starfsmenn. ( Smátt og smátt býst maður við...)
Enn fremur :
Tillaga um samgöngustefnu fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar
Teknir verði upp samgöngusamningar við starfsólk þar sem það á við og komi þeir í stað aksturssamninga. Með samgöngusamningi er samið við starfsmann um að nota fararmáta eða farartæki í eigin eigu vegna vinnuferða. Samgöngusamningur getur tekið til allra vinnuferða eða einungis hluta þeirra til móts við vistvæn farartæki vinnuveitanda. Samgöngusamningar geta tekið til ólíkra farartækja og ferðamáta en skulu ávallt hafa það að markmiði að auka hlut vistvænna ferðamáta í vinnuferðum á vegum borgarinnar.
Fyrirmyndaraðstaða:
Reykjavíkurborg tryggir góða aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi starfsfólk sem og viðskiptavini. Þetta verður gert með góðri aðstöðu fyrir reiðhjól starfsfólks og gesta og með hreinlætisaðstöðu og hjálma fyrir starfsfólk.
Get ekki séð að þarna sé fjallað um sambærilega samningar og starfsmenn Mannvits og Fjölbrautar í Ármúla séu með.Þar er það þannig að allir sem ekki "eyða" bílastæði fá greitt sem samsvari strætókorti. Samtökin um bíllausan lífsttíl verðaluðu þessi fyrir tæki í haust :
http://www.lhm.is/content/view/227/125/
( Reyndar kostar bílastæði um 20.000 á mánuði , þannig að þrátt fyrir þetta er enn verið sé að styrkja bílanotendur um sex sinnum meira en öðrum. Auk þess er styrkurinn skattlagður, en eki gjalfrjálsu [ eða niðurgreiddu ] bílastæðin )
Það er eitt sem ég hreinlega skil ekki : Af hverju blandatr borgin samnota reiðhjólahjálma inn í þessu ? Mér sýnist það ekki vera vel til fundið.
Á póstlistanum um borgarhjólaleigur / almenningsreiðhjól ( World Citybike mailing list ) var niðurstaðan að það sé ekki æskilegt úr frá heilbrigðissjónarmiðum að vera að samnýta hjálma. Ýmis óhreinindi getur flýst á milli. Hér verður notkunin minni og veðrið ekki eins heitt, en samt. Annað er að hjálmurinn verður að passa við höfuðstærð og vera rétt stilltur til að gagnast. Það kann oft að vera talsvert mál að stilla hjálm rétt eftir lögun höfuðs hjá aðilanum sem ætlar að nota hjálminum í hvert skipti. Nær væri að bjóða upp á góða geymslu fyrir hjálma, þannig að þeir verða ekki fyri hnjaski. Mér sklstr að ekki sé mælt með því að nota hjálm sem hafi dottið ítrekað í gólfið / malbiki/steypu. Ef menn samnota hjálma geta þeir aldrei vitað hversu mikið hnjask hjálmurinn hefur orðið fyrir.
Svo er reyndar hitt að hjálmar gera miklu, miklu minna gagn, og sérstaklega gegn alvarlegum meiðslum á heila en af er látið. Að leggja áherslu á hjálmum segir óbeint að þeir gera gagn sem munar um og óbeint að hjólreiðar séu sérstaklega hættulegar, sem er ósatt. Það er mín niðurstaða eftir að hafa þurft að kynna mér málið til hlitar. Hef lesið tugi visindaskýrslna, mætt á sérstakan alþjóðlega málfund um hjálma og öryggi á vegum European Cyclists' Federation og rætt við nokkrum af fremstu sérfræðingum heims á þessu sviði. ( Sjá t.d. cyclehelmets.org , Wikipedia-greinin Bicycle helmet og cykelhjelm.dk. Fullt af tilvitnanir í greinar með hinum "hefðbundna" sýn líka á þessum síðum. )
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2008 | 17:53
Glæsilegar umbúðir, lítið innihald ennþá
Ég mætti og skrifaði undir yfirlýsinguna, þrátt fyrir að sjá marga vankanta. Eins og oft vill vera eru markmiðin flott og háleit en svo er minna um efndir. En ef alvara er í yfirlýsingum um að bæta aðstæður sem ýta undir að fólki stundi hreyfingu, og þá sérstaklega sem hluti af daglegum gjörðum, þá get ég og eflaust stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna, þess vegna, fagnað.
Þá má vel vera að margt gott sé sagt í skjalinu, til dæmis "hvatt til að settar verði reglur um hámarksmagn transfitusýra". ( Farið frekar varlega í þessu samt, er það ekki ? )
En varðandi hreyfingu sem hluti af daglegu lífi og alvöru aðgerðir til að styðja við þessu, get ég ekki séð að neitt sé sagt í skjalinu.
Ég spurði verkefnastjórann fyrir verkefninu, Héðinn Unnsteinsson, hjá Heilbrigðisráðuneyti, hvort ekki þurfi að fara inn í það verk að vinna Heilsueflingarstefnuna í samvinnu við hin ráðuneytin. Hann var samþykkur því og sagði að það væri stefnan á næstu árum.... Það er náttúrulega forsenda til þess að skapa aðstæður í samfélaginu sem ýta undir bætta lýðheilsu. Fjáramálaráðuneyti, Samgönguráðuneyti, Umhverfisráðuneyti, Menntamálaráðuneyti, Félags- og tryggingamálaráðuneyti, sveitafélögin og að sjálfsögðu frjáls félagasamtök miklu viðar enn í ranni heilbrigðismála þurfa að vera með í þessa vinnu.
Bæði Gunnlaugur Þór, ráðherrann og Þórólfur forstjóri Lýðheilsustöðvar lögðu áherslu á því að heilsustefnan væri ekki greypt í steini. Lagt er upp með samvinnu, og á milli línanna stendur það í hverjum kafla að sögn Þórólfs Þórlindssyni.
Eitt sem var sérstaklega bent á var áætlun í Heilsustefnunni um að Lýðheilsumat ( Health Impact Assessment) verði lagt á öllum málum sem ráðherra leggur fram á Alþingi (markmið 5.1, í lok árs 2009). Þetta er sannarlega fagnaðarefni, en þörf er ekki siður fyrir þannig mat á til dæmis umferðarmannvirki í þéttbýli, skattlagning nagladekkja svo dæmi séu tekin. En einhvers staðar þarf að byrja og með þessu verður að minnstu kosti þekkingaruppbygging á Íslandi um lýðheilsumat / HIA.
![]() |
Ný heilsustefna heilbrigðisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
-
arnid
-
kari-hardarson
-
vilberg
-
mberg
-
hrannsa
-
dofri
-
ursula
-
volcanogirl
-
loftslag
-
laugardalur
-
siggi-hrellir
-
svanurmd
-
lhm
-
larahanna
-
ragnar73
-
hjolina
-
hlynurh
-
arnith
-
neytendatalsmadur
-
bergursig
-
ingibjorgelsa
-
vefritid
-
sylviam
-
landvernd
-
thuridur
-
agustolafur
-
vest1
-
fsfi
-
morgunbladid
-
soley
-
hlini
-
photo
-
magnolie
-
arnthorhelgason
-
hildigunnurr
-
herdis
-
skidagongufelagid
-
gbo
-
arnthorla
-
malacai
-
charliekart
- kerfi
-
jevbmaack
-
raftanna
-
stjornuskodun
-
apalsson
-
birgitta
-
gp
-
hordurhalldorsson
-
hoskibui
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
roggur
-
siggimaggi
-
klarak
-
svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar