Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Rafbílar eru ekki nema 10% lausnarinnar

Það er fagnaðarefni að Reykjavík vill stefna að því að fjölga rafbílum í borginni ( og enn og aftur verða best í heimi ? ) 

En rökin fyrir því að leggja jafn mikla peninga og tíma stjórnsýslunnar í að bæta réttindi og aðgengi hjólreiðamanna  er miklu sterkari.   

Og enn og aftur mun rafbílavæðingin sem er síðri kostur yfirskyggja betri kosturinn, sem eru þrenningin A) meiri hjólreiðar og göngu, B) betri skipulag ( þar á meðal að bílstjórar borga það sem notkun bíla kosta fyrir samfélaginu ) og C) betri almenningssamgöngur. 

Hér er fréttatilkynningin.  

http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-259/1198_read-17319/ 

 En rök okkar sem hafa séð ljósið ( sjálfsháð :-) þykir sennilega ekki einusinni svaraverð... 

 

 


Búið að taka ökuskirteinið af bílstjóranum

Í norsku blöðunum kemur fram að búið sé að svipta ökumanninum ökuréttindi, amk tímabundið.

Er skilning lögreglu og yfirvalda á ábyrgð bílstjóra jafn mikill  hér á landi ?

Hvers vegna fannst mbl.is ekki áhugavert að segja frá þessu ?   Það skyldi ekki vera munur á viðhorfi til ábyrgðar bílstjóra í árekstrum við þá sem stunda heilbrigðar samgöngur ?


mbl.is Íslendingur alvarlega slasaður í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumt skref í sjálfbærri þróun

Það er verið að nota orðið "sjálfbært"  að hluta til með skírskotun í Sjálfbærri þróun hjá aðstandendum "Driving Sustainability" og svo líka í þessa frétt, og það er eiginlega blekking.

Menn þykjast samt líka nota orðið sjálfbært í merkinguna sjálfbjarga, en áður en orðið  sjálfbærni var tekið upp í tengsl við sjálfbærri þróun þá er hæpið að menn höfðu valið að nota þetta orð frekar en sjálfbjarga. Ef menn hefðu í alvöru verið að spá í sjálfbærri þróun, þá hefðu menn gert það mjög skýrt hvaða takmarkanir séu á þessum "lausnum" sem er verið að bjóða varðandi að knýja rándýrum bílum. (Rándýrum í formi efnanotkunar, mengunar, alvarlega lýðheilsuáhrifa, borgarumhverfis og fleira). Þetta með að skipta um eldsneyti getur að hámarki verið lítill hluti í fjölbreyttum pakka á leiðinni til sjálfbærrar þróunar.  Vandinn tengd einkabifreiðum er svo miklu, miklu  stærri en bara útblæstrinum sem myndist við notkun.  Það er sýnd að ekki sérfræðingar í sjálfbærni úr háskólasamfélaginu og þess háttar hafa komið fram með þessi rök.  ( Keisarinn er án fata segi ég samt )

http://newmobilityagenda.blogspot.com/2009/08/evs-first-clarification-on-impact-in.html 


mbl.is Sjálfbært Ísland í bílaeldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög gott mál (Upplýsingar um fjármál bílastæðasjóðs óskast )

Gott mál að loksins er farið að sekta menn sem hunsa tilmæli um að leggja á bílastæði í staðinn fyrir að leggja á grasinu.Er líka farið að sekta fyri að leggja á gangstéttum og stígum, sem er enn verra ?

Í fréttinni kemur fram að sektirnar renna í sjóð bílastæðasjóðs.

Nú veit maður að  yfirleitt er verið að borga með bílastæðum : á flestum stöðum er ekki einu sinni verið að rukka krónu.  Áhugavert væri að fá að vita meir um fjárstreymi bílastæðasjóðs.  Hver borgar fyrir framkvæmdir þegar bílastæðin eru búin til ? í ljósi tillagna "vinstrimanna"  um að einkavæða bílastæðasjóð er  þetta enn áhugaverðara.

Og í framhaldinu : 

Hver borgar fyrir umhverfisáhrifin að ofgnótt bílastæðna ? 


mbl.is Margir sektaðir í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnkaði bílaumferð, lækkaði hraðinn ?

Maður á sjálfsagt að fara varlega með að fleygja fram útskýringu á svoleiðis breytingum, en það hlýtur að vera vel við hæfa að spyrja.  Getur fækkun óhappa verið eitt af því litlu og jákvæðu sem er afleiðing þess kreppunnar ?  Eru fólk minna að rúnta, ekur það rólegra, minnkaði umferð á höfuðborgarsvæðinu, vegna þess að það hafi orðið "dýrari" miðað við ráðstöfunartekjur en það var að eiga og aka bíl ?

Mig minnir að svoleiðis fullyrðingar hafa meir að segja verið settar fram í fjölmiðlum og meir að segja af hálfu lögreglu  ?


mbl.is Umferðarslysum fækkar í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak að opna Laugaveginn sem göngugötu

Vonandi verður hægt að halda áfram tilraunir, og gera eins og viða erlendis hafa göngugata á öllum tímum sem aðsóknin sé mikill þarna.  O g þeim dögum munu eflaust fjölga þegar menn sjá allt það jákvæða sem göngugata hefur í för með sér.

Samtök um bílausan lífsstíl verða með göngugötugöngu núna á eftir kl. 13 frá gatnamótunum Frakkastíg/Laugaveg , eins og kemur fram á atburðasíðu á fésbókina:

http://www.facebook.com/event.php?eid=156933215852

 


mbl.is Laugavegur göngugata á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ekkert eða lítið gert fyrir gangandi og hjólandi ?

Að ýta undir samnýtingu bíla er góðra gjalda vert, en :

  • Að bæta aðstæður fyrir gangandi og hjólandi væri klárlega meiri virði
  • Stigurinn inn að   nýja svæði Háskólans í Reykjavík er í mjög lélegu ástandi en liggur að hluta vel í skjóli.  Þarf að sletta og breikka verulega.  Sér stígar fyrir gangandi og hjólandi
  • Það vantar örugglega upp á góða aðstaða til að læsa hjól svo vel má vera við skólann. Helst ætti að vera vaktað  svæði undir skyggni
  • hjólreiðar slær svo margar flugur í einu höggi : betri flæði, minna plássnotkun , stórvægileg sparnað fyrir einstaklinga og samfélaginu, minna mengun, öruggari umferð,  minna eyðsla á auðlindum. lausn sem stór hluti jarðarbúar gæti nýtt sér (  ólikt bílnum ) ->  sjálfbær þróun  kemur sterkt inn
  • Hvernig er aðganginn að sturtum og aðstaða til að þvo sér undir höndum við nýja H.R.  ? 
  • Hvað  gerir auglýsingamynd af bíl inn í þessa frétt ?  Talar sinu máli um hvað liggi að baki ?

mbl.is Samnýttir bílar njóti forgangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

80% frétta eru með staðreyndavillur og / eða ónákvæmar

Áhugaverð frétt.  En tölurnar um hlutfall blaður í streyminu á Twitter koma ekki á óvart. Þó getur maður sem Twitternotandi að sjálfsögðu  valið hverja maður les frá. 

Annað sem  hefur komið í ljós er að við náttúruhamfarir og mögulega eftir kosninganna í Íran, þá var sumt sem kom ram mikilvægir upplýsingar, en margt var líka þá blaður, þó leitað var að efni um atburðirnir og sumt var misvísandi.

Já, það er um að gera að varast því sem maður les á Twitter.  Og á bloggum, og á Facebook, og á vefsíðum.  Það góða með þetta er að fólk þjálfist í gagnrýna hugsun.  Maður þyrfti nefnilega að beita sama gagnrýna hugsun gagnvart mörgu af því sem birtast í margs konar fjölmiðlum sem sum hafa verið talin traustar.

Og mín reynsla erað í 80% tilfella þar sem maður þekki staðreyndir, þá eru villur í fréttaflutningi. Margir aðrir hafa tjáð mér að þeirra reynsla sé sú sama. 

Það versta er þegar fjölmiðlar  gagnrýnislaust taka undir það sem stjórnvöld segja, taka undir það sem einhvers konar  "sérfræðingar" halda fram í einum kór. Oft eru gagnrýnisröddum gefin lítinn gaum. Það er altalað að íslenskir fjölmiðlar upp til hópa, þar á meðal þeim sem voru talin traustast, RÚV og Mogginn voru mjög svo samsek um blekkinguna sem leiddi til hrunsins. 

Þá má ekki gleyma að stundum þegar lítill tilgangur er í að alltaf draga fram gagnrýnisraddir, þá standa fjölmiðlar sér iðulega "vel" í því. Stundum, eins og í dæminu um gróðurhúsaáhrifin, þar sem meir en 99% vísindagreina taka undir því að lofthjúpinn hitna af mannavöldum, eru fjölmiðlar oft mjög duglegur að láta báðar hliðar komast að.    Kannski vegna þess að þeir sem vilja láta okkur halda áfram að sóa olíu eru peningasterkir og hafa pólitísk sýn sem er í ætt við sýn sumra blaðamanna.  Á hinn boginn elska fjölmiðlar að velta sér upp úr dómsdagsspám, fremur en að leika jákvætt og uppbyggandi hlutverk og benda á lausnir.  Þegar RÚV  sendir klippur af umræðum á Alþingi virðist unnið eftir reglunni: Hafa skal það sem fyndnari (eða æsilegri) reynist

Undantekningar frá reglunni birtast örsjaldan. 

Enn og aftur skortir á gagnrýna hugsun.  Það skortir að kynna sér málið. Það vantar rannsóknarblaðamennska og að blaðamenn sökkva sér niður í sérsvið.  Sem til dæmis umhverfismál. Sem til dæmis gagnrýnin (pólitísk og fagleg) hugsun um fjármál.

Nei, markleysi í fjölmiðlum  er eitthvað sem fjölmiðlar ættu að taka mun alvarlegra en Twitter, sem er umfjöllunarefnið í greinin sem þessi færsla er tengd við.   Gott að fjalla um nýja tækni en þarfari að fjalla gagnrýnið og djúpt og ítrekað um hvernig megi bæta fjölmiðla.  Það vantar talsvert uppá að þau verða í raun það góða afl og standi sér sem hið fjórða vald, eins og talið er um á tyllidögum.


mbl.is 40% Twitterfærslna marklaust blaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöföldun sveitavega er svo 2007

Frétt Moggans  um að einhver hefur platað "þjóðinni"  til að lita út fyrir að óska sér "tvöföldun"  Suðurlandsvegar er ítrekuð.     Er þá ekki best að ítreka bloggfærslu við fréttina ?

Þetta mjög léleg blaðamennska hjá mbl.is að ekki líka ítreka þau skýru rök á móti "tvöföldun"  sem nokkuð mætir menn hafa borið fram ítrekað og í staðin mælt með 2+1 lausn.

En í rauninni, þá eru mörg önnur mál sem ætti miklu frekar að vinna að en vegavinnu,  svo sem viðhald á opinberum byggingum, bæta aðgengi almenningssamganga, hjólandi og gangandi og lækka umferðarhraða og mæla og sekta þar sem  slysin eru að gerast.  Ekki vilja menn sóa peningana vegna umferðarhnúta sem myndast í nokkur skipti yfir árið og engin vegabygging geti "leyst" ?

Hafa menn ekkert lært um  hugsunina sem leiddi okkur út í kreppuna ? 

Eru menn ekki að vakna og sjá að umferð verði að minnka, ekki auka, vegna heilbrigðissjónarmiða, umhverfissjónsrmiða og nauðsýnlega ráðdeild í útgjöldum og peningamálum ?

Hinn færslan : http://mortenl.blog.is/blog/mortenl/entry/924805/


mbl.is Telja breikkun Suðurlandsvegar mikilvægasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband