Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
28.2.2011 | 19:48
Sveiflur í olíuverði núna. Litum fram á veginn
Það er svo margt sem bendir til þess að í framtíðinni mun olíuverð og líka orka almennt verða töluvert dýrara. Þá á ég við á næstu 5-20 árum. Við alla áætlanagerð, held ég að viturlegt sé að gera ráð fyrir þessu, amk sem skyr möguleiki.
Áætlanagerð og stefnumótun hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga ættu að taka þessu með í reikningnum. Til dæmis þegar fólk velur hvort það búi þannig að hjólreiðar, göngu eða almenningssamgöngur séu góður valkostur, eða kýs að búa útí sveit.
Fyrir nokkrum árum síðan spáði ég hér á þessu bloggi að bensínverð mundi fara yfir 150 kallinn, en fáir trúðu því þá. Auðvitað hefur gengi krónunnar haft sitt að segja, en hráolíuverð í dollurum náði líka nýjum hæðum nýlega.
Eldsneytisverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2010 | 12:15
Það stórvantar heildstæða úttekt á kostnaði
.. samfélagsins við því að fólk ekru um á einkabílum.
Eins og sjá má í skjölum sem ég vísaði í á bloggi Birgi Þórs, þá er ýmislegt í fréttum úr ráðuneytunum sem benda til þess að enn sé verið að borga með bifreiðanotkun. Ekkert gjald tekið fyrir mengun, nema að standi til að rukka smávægis fyrir koltvísýringi. Ekkert er borgað fyrir heilsumissir og örkuml sökum árekstra og útafkeyrslna, fyrir versnandi borgarumhverfi og að erfitt þyki fyrir börnum að ferðast ein í mörgum þéttbýliskjörnum á landinu. Dönsk yfirvöld vilja meina að hjólreiðamenn spara samfélaginu fyrir nokkra króna á kílómeter, en bílstjórar kosta samfélaginu "nettó" tugi króna á kílómeter.
Hér er athugasemd mína við færslu Birgis Þórs þar sem hann leggur til að leggja líka gjald á gangandi og hjólandi:
Takk fyrir að gera þessa vangaveltur opinbera, Birgir Þór. Þú ert pottþétt ekki sá eini sem hugsar á þessum nótum.
En nei, í tilvikum hjólreiðamanna og gangandi verður skráð inneign hjá ríki og sveitarfélög vegna jákvæðra áhrifa, mælanleg í venjulegum hagfræilegum skilningi og á sviðum sem erfiðara er að "mæla" hagfræðilega.
Sjá til dæmis
http://www.umhverfisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/1442
"Kostnaður við mótvægisaðgerðir er mismikill en ljóst er að ódýrar aðgerðir geta skilað umtalsverðum árangri. Kostnaðurinn spannar allt frá aðgerðum sem gefa hreinan fjárhagslegan ávinning svo sem aukin áhersla á göngu og hjólreiðar, eða aukin notkun sparneytnari bifreiða, til mótvægisaðgerða sem eru fremur dýrar, t.d. raf- eða vetnisvæðing samgangna."
http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1691
"Fyrstu samgöngusamningar umhverfisráðuneytisins og starfsfólks þess voru undirritaðir í dag. Samkvæmt samningunum mun umhverfisráðuneytið kaupa strætisvagnakort fyrir starfsfólk sem að jafnaði notar almenningssamgöngur og komið verður til móts við þá sem ganga eða hjóla til og frá vinnu með þátttöku í útlögðum kostnaði, til dæmis vegna hlífðarfatnaðar."
http://www.samgonguraduneyti.is/malaflokkar/umferdamal/frettir/nr/3258
Marta Birna bendir á að það sé í hæsta máta eðlilegt að í ráðuneyti samgöngumála, þar sem er meðal annars á stefnuskrá að hvetja til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum, gangi starfsmenn á undan með góðu fordæmi. ,,Með því að starfsmenn eru með styrk hvattir til að ferðast á umhverfisvænan hátt leggjum við okkar að mörkum í þágu umhverfisins fyrir utan hvað þetta er þægileg og holl hreyfing. Þess vegna get ég hvatt alla sem geta nýtt sér þessar leiðir að gera það. Ég notaði styrkinn sem greiðslu uppí reiðhjól og fyrir utan að sækja vinnu á hjólinu er hentugt að geta farið á fundi á hjólinu ef því er að skipta og það hef ég notað talsvert.
( Þetta með inneign var grín, en eins og fréttirnar úr ráðuneytum sýna þá er þetta ekki víðs fjarri sannleikanum samt.)
Veggjöld um GPS í stað eldsneytisskatta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2010 | 16:25
Hvi ekki gera þetta í öllum opinberum stofnunum ?
Þegar er verið að gefa fóli sem mætir á bíl gjaldfrjálst bílastæði, en ekki gefa öðrum samsvarandi hlunnindi erum við öfuga hagræna hvata í gangi. Hvetjum til mengunar og óhollustu.
Ætti svoleiðis ekki í raun að vera harðbannað ?
Starfsfólki gefið strætókort | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2010 | 16:22
Í fararbroddi en samt eftirbátur ?
Þetta eru goðar fréttir, en auðveldlega væri hægt að bæta um betur. Að taka upp samgöngusamninga viðs starfsmenn, hlýtur að hafa mun meiri áhrif til góðs. Það hefur umhverfisráðuneytið gert og í vor gerði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið slíkt hið sama. Sjá :
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/09/21/starfsfolki_gefid_straetokort/
Ef menn vildu gera enn betur og stíga fleiri skref í átt að því að auka jafnræði samgöngumáta, mætti taka sér verkfræðifyrirtækinu Mannvit, eða Fjölbraut í Ármúla til fyrirmyndar.
Mig grunar að vistvæn innkaupastefna sé mælitæki sem geti verið ansi misvísandi. Menn hugsa ekki út fyrir boxið.
Umhverfisstofnun skiptir út bílum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2010 | 15:46
Meðal vinsælustu hluti að gera í Reykjavík ?
Þetta er frábært framtak. Hef sjálfur farið með í ein af ferðum Stefán Helga og Ursula/Úrsúlu. Tveir Grikkir, ung kona og karl og einn Íslendingur komu með. Samtals vorum við um 10 að hjóla saman. Boðið er upp á að verða sótt á hóteli eða gististað og góð hjól fær maður lánað. Og ef maður vill fær maður far með aftur á hóteli eða niður í miðbæ.
Íslendendingurinn sem var með í för fannst stundum skrýtnar áherslur í hvað væri fjallað um, reyndar. En þetta er einmitt lagt upp með að bjóða fólki að sjá aðra hluti og þætti í borginni, og sem viðbót við hefðbundna útsýnisferð frekar en kynning á því "áhugaverðasta" og flottasta.
Og það ætti að benda á það að þótt þetta sé ókeypis þá borga sennilega flestir nokkra þúsundkalla í frjálsum framlögum.
http://www.icelandbike.com/
Eins og megi sjá hér :
er hjólaferðin meðal vinsælustu hluti ( í fjórða sæti af 73) að gera í Reykjavík, samkvæmt notenda Tripadvisor...
Þau bjóða manni líka upp á að fá endurskinsvesti og hjálm lánaðan. Mér fannst hópinn mun huggulegri að sjá áður en þau fóru að bjóða upp á það, en þau hafa eflaust fengið fyrirspurnir frá viðskiptavinum um þetta. Í ferðinni sem ég fór í vorum við 4 sem ekki þáðu að klæðast óþægilegu táknin um "dangerisation of cycling".
Að þetta sé svona vinsælt, sýnir líklega að ferðamönnum finnast þau yfirliett vera örugg og í mestu makindum í þessum hjólaferðum í miðborg og vesturbæ Reykjavíkur. Það væri frábært ef enn fleiri Reykvíkingar mundu uppgötva hið sama :-)
Hjólar ókeypis með ferðamenn um borgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 18.2.2010 kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2009 | 08:25
Af hverju fjallað um litlar sveiflur, en ekki framtíðina
Nú er of snemmt að segja hvort þessi hækkun sé byrjun á hækkun sem virkilega mun skipta heiminum máli. En það sem fréttamenn hafa verið að gera er að tapa sjónum af skoginum vegna trjánna sem skyggja.
Einn sem reynir að horfa lengur fram í tíma, er George Monbiot, til dæmis í nýlegri grein sinni :
If Nothing Else, Save Farming
sem var endurbirt ansi viða.
George Monbiot skrifar um umhverfismál og önnur samfélagsmál í The Guardian.
Hann hefur ekki nauðsýnlga rett fyrir sér, en hann birtir yfirleitt fullt af tilvitnunum til að styðja mál sitt, sem styrkir trúverðugleika hans töluvert.
Hráolíuverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2009 | 08:12
Það var eitthvað bogið við þessu
Margir hristu haus yfir fífldirfskuna. Af hverju ekki "fremstu" bankar heims ?
http://visir.is/article/20091128/FRETTIR02/858370087
Fall á mörkuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2009 | 08:07
Gott mál að hækka bensín ofl. Minnkið tenginguna við lánin
Það er margt gott við að hækka álögur á ofnotkun okkar á bíla. Allt of lengi hefur almenningur, hvort sem hann notar bíll eða ekki verið að niðurgreiða þessu, í gegnum áratuginn og í flestum ef ekki öllum löndum. Greinin mbl.is sem þessi færsla er tengd við talar um að standa undir framkvæmdir í vegamálum. Það stenst vist ekki. Kíkið á grein Árna Davíðs :
Meðgjöf hins opinbera með bílaeigendum
Og hvað með allt hitt ? Umferðarslysin, hreyfingarleysið sem að öllum líkindum drepur mun fleiri á ári en umferðarslysin. Á meginlandinu er þar að auki reiknað með að mengunin, svo sem hættulega sót-svifrykið úr púströrunum og mengunarsúpan úr bílunum drepi mun fleiri en árekstrar og útafkeyrslur á hverju ári (WHO - Aljóða heilbriðgismálastofnunin) .
þess vegna er vel við hæfi að auka álögur á bílanotkun og bílum. Það er líka viðbúið að ólíuverð mun hækka verulega á næstu árum eða amk næstu áratugina. Hví ekki undirbúa neytendur strax undir þessa hækkun sem mun koma.
En auðvitað er mjög súrt, ekki síst fyrir þá sem nota ekki bíl, að ofnotkun bíla, geri það að verki að allt sem tengist bíla skipa óeðlilega stóran sess í bansetta verðtrygginguna á húslánum. Hvað er svona erfitt með að allavega minnka vægi bílatengdra gjalda um helming eða 70% í vísitölu sem verðtryggingin byggist á ? Neysluvísitalan má kannski vera óbreyttur, en fáum aðra vísitölu fyrir húsnæðislánin. Fyrir utan að upplýsa fólkið um hvernig gangi að undirbúa aftengingu verðtryggings. Þannig að allt sé til reiðu þegar ríkisstjórnin í visku sinni telur gerlegt að afnema verðtrygginguna.
Nú munu fjölmiðlar ábyggilega leyfa FÍB að blása aftur "um hvað er mikið lagt á fjölskyldurnar". Af hverju ekki leyfa Samtök um bíllausan lífsstíl að komast að í umræðunn, svona af og til. Kannski hafa þau eittvað áhugavert og ekki síður upplýsandi til málanna að leggja ?
Bensínið kostar 60.000 meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 1.12.2009 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
18.11.2009 | 16:49
Kominn tími til að auka skatta !
... á mengandi athæfi.
Hvernig dettur mönnum í hug að gott geti verið að það að valda okkur öllum skaða verði áfram ódýrt eða ókeypis ?
Mengunarbótarreglan ( Polluter Pays Principle) var kom til dæmis mjög sterkt inn á ráðstefnuna um sjálfbær þróun í Río, Brasíl 1992.
http://en.wikipedia.org/wiki/Polluter_pays_principle
Tími framsækinna stjórnmálamanna og forkólfa í atvinnulífi til að aðlaga því sem snýr beint að þeim hefur því verið langur.
En reyndar þá er mjög slæmt fyrir "ímynd" umhverfisskatta að þeim sé sett á núna, og að er virðist sem leið til að brúa bil í ríkisfjármálum eftir stórfelldu klúðri viðskiptajöfra, eftirlitsstofnanna og fyrri ríkisstjórnir.
Grænir skattar eigi að setja á með þeim hætti að skattar á vinnu sé lækkað á móti. Það er prinsipp sem forvarsmenn grænna skattakerfi hafa verið ansi sammála um og það lengi.
5,6 milljarðar í umhverfisskatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2009 | 13:03
Gagnrýni á hjólreiðabækling lögreglu er lýðskrum
Þessi gagnrýni á því að lögreglan útbúi leiðbeiningabækling fyrir starfsmenn sína, er hneisa og hið hreinasta lýðskrum.
Já, þarna er óbeint verið að gera grín að skilvirkasti og lang heilbrigðasta og hagkvæmasti ferðamátinn í borgum. Þessi útgjöld sem er nefndur í frétt mbl.is ( lánað frá gulu pressunni á Bretlandi ?) , þessi útgjöld verður auðvitað sparað á nokkrum vikum. Lögregla í borgum er oft skilvirkari á reiðhjólum en á bílum og mótorhjólum. Og útgjöldin tengd hjólin eru minni, og heilsa þeirra lögreglumanna sem nota hjólin mun batna og draga úr veikindadögum þeirra.
Allir blaðamenn og aðrir sem hafa áhuga geta fundið undirtektir við þessa staðhæfinga mína og það frá mjög ólíkum aðilum, ekki síst hvað varðar kostnaði og heilsuþáttinn. Hef oft bloggað um þessi rök áður, og vísað í heimildir.
Hjólreiðabæklingur gagnrýndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
- arnid
- kari-hardarson
- vilberg
- mberg
- hrannsa
- dofri
- ursula
- volcanogirl
- loftslag
- laugardalur
- siggi-hrellir
- svanurmd
- lhm
- larahanna
- ragnar73
- hjolina
- hlynurh
- arnith
- neytendatalsmadur
- bergursig
- ingibjorgelsa
- vefritid
- sylviam
- landvernd
- thuridur
- agustolafur
- vest1
- fsfi
- morgunbladid
- soley
- hlini
- photo
- magnolie
- arnthorhelgason
- hildigunnurr
- herdis
- skidagongufelagid
- gbo
- arnthorla
- malacai
- charliekart
- kerfi
- jevbmaack
- raftanna
- stjornuskodun
- apalsson
- birgitta
- gp
- hordurhalldorsson
- hoskibui
- ingolfurasgeirjohannesson
- roggur
- siggimaggi
- klarak
- svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
- Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
- Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
- Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
- Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar