Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Sjá menn ekki (olíu)skóginum fyrir trjám ?

Að flytja fréttir af "minnháttar" sveiflur í olíu- og bensínverði virðist vera sumum blaðamönnum eða ritstjórnum mjög hugleikið.

Af hverju ekki hvíla þessa nærsýna fréttaflutningi smá stund og skoða stærri myndina ?  Hvert má ætla að verð á olíu stefni, og af hverju.  Hvaða rök mæla með að það fari kannski um tíma í öfuga átt ? 

Það væri frábært ef blaðamenn og fjölmiðlar mundu upplýsa í aðeins frekari mæli, frekar en að flytja innihaldsrýrar æsifréttir.  

Sjálfum þykir mér einsýnt að til lengri tíma muni olíuverð hækka talsvert, því það er að verða dýrari að ná olíuna úr jörðu og eftirspurnin er að aukast.  Þar að auki eru líkur á að einshvers konar megunarskattur verði sett á olíuna, þegar fram liða stundir.  Því er um að gera finna aðrar orkugjafar en ekki síður að finna leiðir til að minnka orkusóun.  Til dæmis hætta að hafa meira en tonn af stáli meðferðis ef maður ætlar út í sjoppu, eða til vinnu sem er fáum kílómetrum frá heimilinu (eða sem má ná með ágætum almenningssamgöngum eða í samfloti við aðra).

 


mbl.is Olíuverð hækkar vegna fellibyls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miklu sterkari rök fyrir hjólavæðingu og þess háttar

 Það er sýnd að sjá hvernig áherslurnar eru skakkar.  Það kom fram í skýrslu umhverfisráðuneytisins sumar að rafbílavæðing er meðal dýrustu leiða til að draga úr útblæstri þegar til skamms tíma er lítið. Aukningu hjólreiða var hinsvegar metið að vera meðal hagkvæmustu kostunum, og myndu spara samfélaginu mikið, bæði til skamms og til langs tíma.  Og þá var ekki búið að reikna in þann mikla sparnað á vinnustöðum, í heilbrigðiskerfinu og á heimilum sem má reikna með vegna batnandi lýðheilsutengd hjólreiðum. 

Búinn að skrifa um þetta oft áður :-)   En það víst er ekki sannleikurinn og rökstuðningurinn sem skiptir máli heldur einhver tíðarandi sem er í raun á eftir sinni samtíð.

http://mortenl.blog.is/blog/mortenl/entry/971250/ 


mbl.is Stefnt á rafbílavæðingu Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög gott mál (Upplýsingar um fjármál bílastæðasjóðs óskast )

Gott mál að loksins er farið að sekta menn sem hunsa tilmæli um að leggja á bílastæði í staðinn fyrir að leggja á grasinu.Er líka farið að sekta fyri að leggja á gangstéttum og stígum, sem er enn verra ?

Í fréttinni kemur fram að sektirnar renna í sjóð bílastæðasjóðs.

Nú veit maður að  yfirleitt er verið að borga með bílastæðum : á flestum stöðum er ekki einu sinni verið að rukka krónu.  Áhugavert væri að fá að vita meir um fjárstreymi bílastæðasjóðs.  Hver borgar fyrir framkvæmdir þegar bílastæðin eru búin til ? í ljósi tillagna "vinstrimanna"  um að einkavæða bílastæðasjóð er  þetta enn áhugaverðara.

Og í framhaldinu : 

Hver borgar fyrir umhverfisáhrifin að ofgnótt bílastæðna ? 


mbl.is Margir sektaðir í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

80% frétta eru með staðreyndavillur og / eða ónákvæmar

Áhugaverð frétt.  En tölurnar um hlutfall blaður í streyminu á Twitter koma ekki á óvart. Þó getur maður sem Twitternotandi að sjálfsögðu  valið hverja maður les frá. 

Annað sem  hefur komið í ljós er að við náttúruhamfarir og mögulega eftir kosninganna í Íran, þá var sumt sem kom ram mikilvægir upplýsingar, en margt var líka þá blaður, þó leitað var að efni um atburðirnir og sumt var misvísandi.

Já, það er um að gera að varast því sem maður les á Twitter.  Og á bloggum, og á Facebook, og á vefsíðum.  Það góða með þetta er að fólk þjálfist í gagnrýna hugsun.  Maður þyrfti nefnilega að beita sama gagnrýna hugsun gagnvart mörgu af því sem birtast í margs konar fjölmiðlum sem sum hafa verið talin traustar.

Og mín reynsla erað í 80% tilfella þar sem maður þekki staðreyndir, þá eru villur í fréttaflutningi. Margir aðrir hafa tjáð mér að þeirra reynsla sé sú sama. 

Það versta er þegar fjölmiðlar  gagnrýnislaust taka undir það sem stjórnvöld segja, taka undir það sem einhvers konar  "sérfræðingar" halda fram í einum kór. Oft eru gagnrýnisröddum gefin lítinn gaum. Það er altalað að íslenskir fjölmiðlar upp til hópa, þar á meðal þeim sem voru talin traustast, RÚV og Mogginn voru mjög svo samsek um blekkinguna sem leiddi til hrunsins. 

Þá má ekki gleyma að stundum þegar lítill tilgangur er í að alltaf draga fram gagnrýnisraddir, þá standa fjölmiðlar sér iðulega "vel" í því. Stundum, eins og í dæminu um gróðurhúsaáhrifin, þar sem meir en 99% vísindagreina taka undir því að lofthjúpinn hitna af mannavöldum, eru fjölmiðlar oft mjög duglegur að láta báðar hliðar komast að.    Kannski vegna þess að þeir sem vilja láta okkur halda áfram að sóa olíu eru peningasterkir og hafa pólitísk sýn sem er í ætt við sýn sumra blaðamanna.  Á hinn boginn elska fjölmiðlar að velta sér upp úr dómsdagsspám, fremur en að leika jákvætt og uppbyggandi hlutverk og benda á lausnir.  Þegar RÚV  sendir klippur af umræðum á Alþingi virðist unnið eftir reglunni: Hafa skal það sem fyndnari (eða æsilegri) reynist

Undantekningar frá reglunni birtast örsjaldan. 

Enn og aftur skortir á gagnrýna hugsun.  Það skortir að kynna sér málið. Það vantar rannsóknarblaðamennska og að blaðamenn sökkva sér niður í sérsvið.  Sem til dæmis umhverfismál. Sem til dæmis gagnrýnin (pólitísk og fagleg) hugsun um fjármál.

Nei, markleysi í fjölmiðlum  er eitthvað sem fjölmiðlar ættu að taka mun alvarlegra en Twitter, sem er umfjöllunarefnið í greinin sem þessi færsla er tengd við.   Gott að fjalla um nýja tækni en þarfari að fjalla gagnrýnið og djúpt og ítrekað um hvernig megi bæta fjölmiðla.  Það vantar talsvert uppá að þau verða í raun það góða afl og standi sér sem hið fjórða vald, eins og talið er um á tyllidögum.


mbl.is 40% Twitterfærslna marklaust blaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað borða kýrnar og nautin ?

Talað er um innflutt nautakjöt, en hvað fáum við að vita um fóður sem hérlendu og erlendu dýrin éta,  ?

Er fóðrið  til dæmis að einhverju leyti genabreytt soja sem er ræktað á landi sem var rutt í regnskógum Amasón ? 


mbl.is Aukin sala á nautakjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarga mannslífum : hjólreiðar, almenningssamgöngur og ganga

Það er furðulegt hversu sjaldan er minnst á því að aðrir samgöngumátar en bílana hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi.

Skrýtnast kannski hvað varðar almenningssamgöngur því þar dugar núverandi tölfræði vel.

Þegar kemur að jákvæð áhrif göngu og hjólreiðar þar að kafa aðeins dýpra og hugsa út í  eki bara hvernig sá ferðist sem slasast eða drepist, heldur hver hinn aðilinn var ( ef einhver ).

Þá ber að minnast á það að umferðaröryggi er ekki eyland.  Það er fleira sem hangir á spýtunni ef maður víkkar sjóndeildarhringinn og athugar afleidd áhrif umferðaröryggisaðgerða. Ef maður skoða heilsu, umhverfi og umferð heildstætt, eins og gert er hjá WHO Europe, breytist myndin :

Í  BNA drepast 40.000 í umferðinni árlega, en 400.000 vegna offitu.  Mér skilst að  að minnstu  kosti helminginn af því getur maður tengt við kyrrsetu, og þá ætti tengingin við bílasamfélaginu að vera skýr.

WHO Europe komst að því að í tugi borga sem voru rannsakaðir deyja fleiri af völdum mengunar úr bílum en vegna bílslysa. 

WHO segja líka að hjólreiðar sé einn besta leiðin til að auka lífslíkur manna. 

Þetta ýtir enn frekar undir því að eflingu almenningssamganga, hjólreiða og göngu séu meðal bestu aðgerða sem hægt er að grípa til í umferðaöryggismálum.   Meðal annars vegna þess að þetta séu win-win-win lausnir.   Nettó hagnaður af svoleiðis aðgerðum er stór fyrir samfélaginu, því það kemur svo margt gott út úr því.  Ég gæti talið upp amk tíu  eða þrátíu atriði.  Og hef nefnt  þá flesta hér á blogginu áður.  


mbl.is Bílbelti hefðu getað bjargað 36 manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólreiðabrautir til samgangna

Núna er tíminn til að setja hjólreiðabrautir í  forgang í vegaframkvæmdum. Það stórvanta greiðar, skilvirkar og aðgengilegar  brautir til samgönguhjólreiða, sérstaklega  á milli hverfa og sveitarfélaga í þéttbýli.

Þó að hjólreiðamenn eiga fullan rétt á öllum akbrautum, þá er mjög óþægilegt að hjóla eftir stofnbrautum í þéttbýli, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu.  Menn óttast um líf sitt og langflestir sleppa því frekar að hjóla en að velja greiðfærustu leiðirnar.  Sumir finna krókaleiðir sem nýtast ágætlega til samgangna.  En til að auka hjólreiða hér á landi þarf að fara áleiðis í jafna út samkeppnisforskotið sem bílarnir hafa fengið á fölskum forsendum.  Það mundi spara stórfé og létta á heilbrigðiskerfinu, eins og ég hef margoft ítrekað hér á blogginu, og sjálfur Samgönguráðherra sagði líka við opnun hjólað í vinnuna.   Með niðurskurðinn sem er á leiðinni í heilbrigðiskerfinu kæmi það sér mjög vel að létta á eftirspurnin eftir /þörfin fyrtir þjónustu. 

Erlendir rannsóknir, meðal annars tengd Kjartan Sælensmide, sem var hjá Transportøkonomisk institutt í Noregi hafa bent til þess að hjólreiðabrautir séu með hagkvæmustu framkvæmdir sem má fara í í samgöngumálum.  Og reyndar er sennilegt að enn sé verið að ofmeta þjóðarhag af vegaframkvæmdum og vanmeta þjóðarhag af aukningu í hjólreiðum.  


mbl.is Einkaframkvæmd líkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jeffrey Sachs blindur á annað hagfræðiaugað ?

Í Fréttablaðinu skrifar Jeffrey Sachs, Nóbelsverðalaunahafi í hagfræði og vinur Ólafs forseta Íslands,  grein um lausnir í gróðurhúsamálum.

Hann virðist ekki búa yfir þá þekkingu sem birtist í skýrslu íslenska nefndarinnar um úrbótum í gróðurhúsamálum. Nefndin hefur séð eitt sem Jeffrey virðist staurblindur  á  :  Það er búið að finna upp hjólið !  Búið að finna upp, þróa og selja milljörðum af reiðhjólum. Og að auka notkun þeirra er einn hagkvæmasti aðgerðin sem hægt er að fara  í gróðurhúsamálum.  En í samgöngumálum sér Jeffrey bara einkabílar.  Hann talar um sjálfbær þróun en virðist ekki hafa skilið hugtakið til fulls.  Einkabílar geta ekki orðið hluti af sjálfbærri og réttlátri lausn ( nema við meinum meirihluti jarðarinnar um þessa "lausn" )  

Gröfin í frétt á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins sýnir skýrt að hjólreiðar og göngu eiga fullt erindi inn í umræðuna  : 

Miklir möguleikar á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Ávaxta- og kaffitjöldin fuku, en hjólreiðamenn hjóla í rokinu

Mér finnst dapurt að ekki sé sagt frá því í fréttum, t.d. mbl.is að Ávaxta- og kaffitjöldin fuku, og þess vegna verði ekki búið upp á ávaxti, kaffi og minniháttar viðhaldsviðgerðum á hjólum eins og stóð til í dag og 20. maí.

Menn virðist hafa lent í vandræðum með tjöldin bæði við göngubrúna yfir Kringlumýrabraut við Fossvog, við gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar, og við aðalstígnum við mynni Elliðaáa (að austanverðu).

Annars að greininni sem ég vísa í hérna neðst, þá er náttúrulega fráleitt að tala um öruggir bílar og ekki síður fráleitt að tala um umhverfisvænir bilar. Bílaumferð er óöruggur og drepur milljón manns með beinum hætti árlega, mun fleiri óbeint vegna mengungar og enn miklu fleiri vegna hreyfingarleysis. Nokkrir bílar eru minna óöruggir fyrir þá sem sitja í þá.  Of sjaldan er talað um hversu óöruggir bílar séu fyrir þá sem bíllin getur lent í árekstri við, á bíl, eða t.d. gangandi eða á hjóli.  Sumir bílar menga minna en aðrir en jafnvel þótt bíll sé ekki með púströr, þá er hann ekki umhverfisvænn.  Það er búið að búa til sérstakt orð í þessu sambandi : Talað er um umhverfishæfa bíla, þá að það sé að sjálfsögðu líka ýkjur.

Annars verð ég að nefna að 12.-15.  maí standi yfir risastór alþjóðleg ráðstefna með um 100 þátttakendur frá 40 löndum,  um að efla hjólreiðar´sem samgöngumáta, í Brussel, með dyggri stuðningi ESB.

  http://greeninc.blogs.nytimes.com/2009/04/21/european-cities-commit-to-more-cycling/

  http://www.velo-city2009.com/index-en.html 

 

 


mbl.is Öruggir bílar fara úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi verði hlustað á nýjum tillögum ! (Sparnaður í heilbrigðiskerfinu)

Ég sat málstofu  um sparnað í heilbrigðiskerfinu um daginn, en missti reyndar af opnun og svo byrjunin á fyrsta erindinu. Á málstofunni  var að sjálfsögðu talað út frá hvernig megi hagræða á sjúkrahúsum og þess háttar.  Þó það nú væri.  Mér skilst samt að ráðherrann hafi komið inn á það í upphafsorðum sínum að als konar forvarnir, geta leikið stórt hlutverk í að draga úr  kostnað í heilbrigðiskerfinu. Þó það nú væri.   En svo ekki orð um það meir. 

Og það finnst mér virkilega miður !

Nú er hægt að velta fyrir sér ósakir og jafnvel  bregða upp kenningar um starfstéttir ofl. En það er ekki aðalmálið, heldur að sýna fram á rökin sem mæla með forvörnum, og þá ekki síst í formi heilbrigðra samgangna. 

Ég næ ekki að skrifa það í fullum fetum núna, en bendi á nýopnaðri vefsíðu WHO :

healthytransport.com

Þar er bent á hvernig það að bæta samkeppnisstöðu hjólreiða, göngu og almenningssamganga geta sparað fullt af peningum fyrir samfélaginu, bæði í heilbrigðiskerfinu og með fækkun veikindadag, minnkun í heilsuspillandi  mengun, fækkun umferðarslysa og styttingu biðtíma í umferðinni (á heildina). 

 Í stað þess er fyrirkomulagið hér og viða erlendis  að torvelda fólki að nota heilbrigðar samgöngur en greiða götur bíla,  á meðan til dæmis bílastæði séu ókeypis og skattfrjáls, en samgöngustyrki sæta hlunnindaskatti. Hér  eru grænar bylgjur  og mislæg gatnamót fyrir  bílana, á meðan  gangandi þurfa að biða í óvissu eftir grænum karli, eða leggja á sér verulegan krók niður í óvistleg og ógnandi undirgöng ( að sumum finnst)  eða upp á  mjóum rokrassgatbrúm. 


mbl.is Tillögur um sparnað kynntar í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband