Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006
28.6.2006 | 17:15
Kofi ánægður með hundana í Reykjavík
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1209675
Hvetja til hundahalds, skjóta máva, týna rusl og byggja míslæg gatnamót. Þetta eru áherslur Umhverfisráðs Reykjavíkur, og eitthvað sem menn úti heimi ættu að taka sér til fyrimyndar !
.
Kofi Annan segir ríkisstjórnir heims ekki gera nóg fyrir umhverfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2006 | 13:04
Breiðari vegir öruggari vegir, alltaf ?
Þetta sýnir ansi skýrt að svoleiðis vegir hvetja til hraðaksturs. Og það hefur sýnt sér að bíll á miklum hraða geti hæglega lent á öfugum vegarhelming, enda hefur þetta gerst á Reykjanesbraut eftir "endurbótum". Maður hlýtur því að spyrja sig hversu mikið þættinum með auknum hraðakstri dragi úr öryggið. Öryggið voru jú rökin sem menn voru að nota opinberlega fyrir því að tvöfalda Reykjanesbrautina, sem og aðra vegi.
Kannski þarf að herða umferðareftirlit mjög og til dæmis setja lög um svartan kassa hjá bilstjórum sem hafa"lent" í ofsaakstri, til þess að breiðari vegir leiða í raun til bætts öryggis ? Forstöðumaður Umferðarhagfræðistofnunnar (TØI) í Noregi, Rune Elvik, heldur því fram að bætt eftirlit og mjög hófsam umferðaraukning sé forsenda þess að breiðari vegir og míslæg gatnamót bæti í raun öryggi (lauslega þýtt frá www.toi.no ).
Frétt NFS :
Hraðakstur á Reykjanesbraut
Sjö teknir fyrir of hraðan akstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2006 | 17:28
Ekki skýr ávinningur af áherlsu á hjólreiðahjálmum
Það er viðtekinn sannindi og í samræmi við heilbrigða skynsemi að það bæti öryggi barna ( og annarra ) að nota hjálma þegar þeir eru úti að hjóla, á línuskautum og á hestbaki.
En nýlega hefur komið fram athyglisverðar rannsóknir og mat á vísindaskyrslur sem hafa tekið fyrir hversu mikið það hjálpar hjólreiðamenn og lýðheilsu að leggja áherslu á hjálmanotkun. "Hjálmamálið" hefur reyndar verið umdeilt meðal tölfræðinga, lækna og hjólreiðasamtaka í meira en áratug.
Hjálmamálið er ótrúlega erfitt mál því menn eru gjarnan mjög fastir í sinni sannfæringu. Ég hélt að ég væri með fremur opnum huga almennt, gagnrýnin á viðteknum sannindum og hlynntur að sjá hluti í samhengi. Samt var erfitt fyrir mig sem var sannfærður um griðarleg mikilvægi hjálma að viðurkenna að þeir sem voru á öðru máli ætti að taka alvarlega.
Ekki skal ég halda fram að endanleg niðurstaða sé komin í þessu máli, en þeir sem hafa áhuga á heilsumál og hjólreiðar, ættu að þekkja til umræðuna á meðal visindamana á þessu sviði.
Ástæðan fyrir því að ég fór að skoða málin, var sú að Samband Íslenskrar tryggingafélaga lagði til skyldunotkun hjálma fyrir alla hjólreiðamenn. Í dag er hjálmaskylda fyir börnum yngri en 15 ára. Lögin hefur að manni skilst ekki aukið hjálmanotkun, og það er ástæðan fyrir því að Kiwanis vilja leggja hönd á plóg, sem er loftsvert, út frá vitneskjunni sem þeir hafa. (Sjá frétt mbl.is, vitnað í hér að neðan)
En þegar það kom til tals að skylda alla til að nota hjálma við hjólreiðar, þótti mér nauðsýnlegt að skoða bestu tiltæk rök með og á móti. Þetta var hrein og klár skylda mín sem fulltrúi hjólreiðamanna í Umferðarráði, þar sem þetta kom til umsagnar.
Óháð hver endanleg niðurstaða verði, finnst mér rétt að þung rökin sem eru færð í mörkin á móti skyldunotkun hjálma komi fram. Franskur heimspekingur ( Voltaire, eða samstarskona hans ?) sagði að þó að hann væri ósammála einstaklingi vildi hann verja rétt hans til að koma skoðanir sínar á framfæri. Reyndar eru rökin um hjálmana og sérsaklega um hjálmskyldu mjög margvísleg. Sum rökin gilda líka um hvernig hjálmar eru "ofseldir" sem lausn á vandamáli sem er látið lita út fyrir að vera mun alvarlegra en það er í raun.
Rökin á móti hjálmaskyldu sem að margra mati vegur þyngst, er reynslan og tölfræðin frá löndum þar sem skyrar breytingar hafa verið á fjöldi þeirra sem nota hjálma. Þessi tölfræði má túlka þannig að hjálmar gera mun minni gagn en halda mætti. Þetta er sagt vera niðurstöður nákvæmrar athugana í Ástralíu, Nýja Sjálandi, Bretlandi og nokkur fylki Kanada. Reyndar er heildaráhrifin á lýðheilsu sögð snúast í stór og neikvæð áhrif ef tekið er tillit til þess að fólk, og þá sérstaklega unglingar, hætta að hjóla í kjölfar hjálmaskyldu.
Ástæðuna fyrir því að menn hætta að hjóla þegar hjálmaskylda er sett á, getur verið margvísleg, en það er ekki aðalmálið, heldur að það gerist. En auk þess sem menn hugsa oftast um, getur hér verið um að ræða veruleg óþægindi, "vesen" og að áhersla á hjálma gefur þá mynd af hjólreiðaum að þeir séu sérstaklega hættulegar og þannig hræða mönnum frá hjólunum.
Það eru til margar vefsíður og fræðigreinar um efnið, en ég vil sérstaklega benda á :
"BMJ (British Medical Journal) focuses on uncertainties about helmets
Do enforced bicycle helmet laws improve public health?http://cyclehelmets.org/mf.html?1171
Á síðunni eru samantekt úr tveimum greinun, frá fremstu sérfræðingar sem hafa fundið jákvæð og neikvæð áhrif af hjálmaskyldu. Þeir sem eru jákvæðir í garð hjálmaskyldu virðist þó vera sammála um að hjálmaskylda hafi og geti fækkað tölu hjólreiðamanna umtalsvert. Margir eru á því að ofuráhersla á því að fjalla um "nauðsýn" hjólreiðahjálma virki á svipaðan hátt, á meðan margt annað mundi bæta öryggi hjólreiðamanna mun meira og skilvirkari.
"4 UK reports find little evidence of helmet effectiveness"
http://cyclehelmets.org/mf.html?1155
Af þessum fjórum vil ég sérstaklega nefna skýrslu eftir Tim Gill skrifuð fyrir National Children's Bureau, á Bretlandi
Cycling and children and young people: a review Gill T. National Children's Bureau, 2005. ISBN 1-904787-62-2
Hann fer yfir margs konar visindaskyrslur og skoðar áhrif aðgerða stjórnvalda, og finnur stuðning fyrir því að það væri hagur okkur allra ef börn væru meiri út að leika sér. Frelsi barna aukist til muna með reiðhjólum, sem stækkar reynsluheim þeirra og færni. En margir foreldrar og aðrir eru hræddir um að hjólreiðar séu hættulegar, sem hann finnur ekki stuðning fyrir. Hann vill að börnum séu gefin aukin tækifæri til hjólreiða og hætt að tala eins og það sé sérstaklega hættulegt. Höfuðmeiðsl eru til dæmis ekki neitt sérstaklega tengt hjólreiðum. Hann tekur fyrir visindaskyrslur um hjálma, og niðurstaða hans er að gagnsemi hjálma fyrir lyðheilsu, og sérstaklega dulin skilaboð um að hjólreiðar séu sérstaklega hættulegar halda ekki vatni. Hann notar sjálfur hjálm og vill að börnin sín noti hjálm, en það er eitthvað sem yfirvöld og liknarfélög ekki hafa visindalegan grundvöll til að halda fram sem mikilvægan hlut í lyðheilsumálum, frekar þvert á móti.
Ef einhver hefur góð rök í umræðunni, væri ekki vitlaust að bæta því við Wikipedia-greinar sem til eru um efnið.
Hjóladagur í Árborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.11.2006 kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2006 | 00:26
Af hverju ekki fangelsi fyrir að aka á 150 ?
"Ökumaður má búast við eins mánaðar sviptingu ökuréttinda og 50 þúsund króna sekt að sögn lögreglu."
Hefði ekki verið nær að svipta ökumannin frelsi í mánuð (fangelsi) og ökuréttindi í að minnstu kosti eitt ár ?
Við erum jú að tala um 153 km á klukkustund, og meir að segja á vegakafla með beygjur og blindhæðir.
Tel að svoleiðis viðbrögð mundi því miður hræða ungir ökumenn meira en auglýsingar Umferðarstofu.
Tekinn á 153 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2006 | 13:11
Óhollusta í Iðnríkjunum hefur gríðarleg áhrif á lífshætti í suðri.
Þetta að óhollar lífshættir í Iðnríkjunum hafa gríðarleg áhrif á lífshætti í suðri er punktur sem er dregið fram í viðtali við sænska lýðheilsuprófessorin Stigs Wall, sem veitti Norrænu lýðheilsuverðlaunin 2006 móttöu.
Sem sagt, við berum ábyrgð á sjálfum okkar, við getum verið slæm eða góð fyrirmynd heima, og í samfélaginu, en hvernig okkar "sæluríki" litur út fyrir milljónir manna úti heim, skiptir líka máli.
Þungt lóð að bera fyrir einstaklingum, og ekki held ég að prófessorin ætlast til þess að einstaklingar beri. En þetta er eitthvað sem leiðtogar og stjórnmálamenn þurfa að spá í. Getur allur heimurinn lífað eins og við, er okkar samfélag góð fyrirmynd, eða mundi stefna í oefni ef "þriðji heimurinn" / suðrið og austur evrópa þess vegna, fylgja í okkar fotspor, borða skyndibitafæði, hreyfa sér allt of lítið - dæmis aka 2 kílómeter í MacDonals eða álíka til að fá sér kvöldmat ?
Stig Wall fær norrænu lýðheilsuverðlaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2006 | 15:06
Hljómar ekki mjög gáfulegt
Þessi ráðlegging er um það bil jafn gáfuleg þegar á heildina er litið og það hvetja menn til að drekka sautján bjóra á dag til að minnka likur á krabbameini í blöðruhálskirtli. Sjá neðar.
Það segir sig sjálft að það sé ekki eins heilsusamlegt að stunda heilsusamlega likamsrækt þegar mengun er mikill, og heitt í veðri , en hvaðan kemur mengunin ? Að miklu leyti úr bílunum. Nær væri því að biðja menn um að ekki nota bílinn, eða aka hægar og mykri. Og hver þolir mengunin best - þeir sem stunda nægilgea likamsrækt ( til dæmis hjóla í vinnuna) eða aðrir ? Rannsóknir hafa þar fyrir utan sýnt að mengun er meiri inni bílum en í loftinu sem göngufólk og hjólafólk á leið til vinnu og skóla anda að sér. (Sjá til dæmis "Cycling the way ahead for towns and cities" sem finnst á netinu hjá ESB)
http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1207178
Nýleg uppgötvun vísindamanna í Oregon í Bandaríkjunum ætti að hljóma sem ljúf tónlist í eyrum margra karlmanna: Svo virðist sem efni í bjór dragi úr hættunni á krabbameini í blöðruhálskirtli. Sú hefur að minnsta kosti orðið raunin í rannsóknastofutilraunum. Að vísu þyrfti maður að drekka um það bil sautján bjóra á dag til að þessara meintu áhrifa gæti.
Fólk varað við því að stunda líkamsrækt utandyra í Bretlandi vegna hita og mengunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.6.2006 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2006 | 13:53
Lækkum útblæstri á morgun og græðum feitt !
Það gefur ákveðna von að hnattrænn hlýnun sé núna rædd oftar, tekin alvarlegra en fyrr, lausnir rannsakaðar og að forseti Íslands sé í forsvari fyrir átaki í þessa veru. Enda kominn tími til. Það var í rauninni nógu ljóst þegar fyrir 20 árum síðan að það þyrfti að grípa í taumanna. Gróðurhúsaáhrifin eru ekkert grín.
Vissulega er ennþá rík þörf fyrir að halda áfram að rannsaka bæði veðurfarslíkön, hvernig tegundir af skýjum, svifryki í háloftunum, bráðnun jökla ásamt hafíss virka á heildina. Og við þurfum tæknilegar lausnir sem til dæmis tæki sem nýta orkuna betur, hreinni orkugjafar og orkuberar.
En það er svo margt sem við getum framkvæmt nú þegar. Það eru til margs konar lausnir sem við ekki þurfum að biða mörg ár eftir að verða tilbúnir til notkunar. Það einfaldasta er að nýta tækin og tæknin sem við eigum þegar, skýnsamlegra.Til dæmis, eins og bent hefur verið á, þá mundi það spara lauslega eins mikið rafmagn og Belgar nota, ef Bandaríkjamenn mundi slökkva á sjónvörpin, en ekki láta þá standa í "stand by" yfir nóttu, og fram að kvöld. Orkusparnaður er ódýrasti, fljótlegasti, einfaldasti og umhverfisvænsti mátin að bregðast við. Jafnvel orkusparnaður með hjálp fjárfestinga í skilvirkari tækni, borgar sig oftast upp á frekar skömmum tíma. Á Íslandi er orkan sem við notum í húsunum og að hluta til í iðnaði, tiltölulega hrein. Þannig mætti segja að ekki sé svo mikið að spara hér, varðandi bein mengun, en annað gildir um samgöngurnar.
Eftirfarandi atriði mæla með aukin notkun reiðhjóla og tveimur jafnflötum, í bland við almenningssamgöngum. Breytt ferðamunstur bjarga ekki heiminn, en geta minnkað gróðurhúsaáhrif athafna okkar verulega. Þar að auki eru svo margar jákvæðar "hliðarverkanir" :
- Í loftslagsverkefni Landverndar var sú niðurstaða fenginn að hjólreiðar, ganga og almenningssamgöngur væri líklegir til að skila jafn mikið í hreinni minnkun útblæstri gróðurhúsalofttegunda og vetnisverkefnið á næstu 25 árin. Ég tel það vera vanmat á hjólreiðar, en þessi niðurstaða sýnir að þetta ætti að taka alvarlega jafnvel þótt auknar hjólreiðar, ganga og strætónotkunar verði seint útflutningsvara. Hitt er annað mál, að það mundi styðja ferðaiðnaðinn, sem líka skaffar gjaldeyri. (Spyrjið mig ef þetta er óljóst )
- Það er búið að finna upp hjólið, og tæknin hefur verið bætt töluvert undanfarin ár, varðandi þægindi og notkunarsvið reiðhjóla. Á meðan við biðum eftir tækninýjungar á bílum, er hægt að nota það ökutæki sem nýtir orkuna best allra, sem sagt reiðhjólið.
- Jafnvel þótt bílar verða þróaðir sem bara skila vatnsgufa sem útblæstri, mun framleiðslan á bílnum áfram menga töluvert. Yfir líftíma bíls er töluverður hluti af mengunina tengd framleiðslu og förgun. Svo getur svo sem verið að þessi nýi vetnistækni og aðrar tæknilegar lausnir feli í sér vandamál sem við sjáum ekki enn fyrir. Sumir hafa velt vöngum yfir áhrif þess á háloftunum þegar fari að leka út mikið af vetni.
- Flestar ferðir í þéttbýli eru frekar stuttar. Í Reykjavík hefur verið reiknað út af verkfræðistofunni Hönnun, að meðallengd ferða er um 3 km.
- Ferðir að lengd 3 km eru nógu stuttar til þess að að margir geta labbað eða hjólað vegalengdin. Margir sem hafa tekið þátt í "Hjólað í vinnuna", og jafnvel þeir sem hafa hjólað hringinn í kringum landið í góðgerðarskyni, segja "Þetta var nú miklu minna mál en ég hélt". Og venjuleg útivistarföt duga vel í flestum tilvikum til hjólreiða, þegar er rok og rigning.
- Í stuttum ferðum menga bílar meira - köld bílvél mengar margfalt meira en heit vél, og eyðir meira.
- Samkvæmt alþjóða heilbrigðisstofnun og Lýðheilsustöð þurfa menn að hreyfa sér daglega til að fyrirbyggja heilsutjóni. Mælt er með því að menn hreyfa sér 30 mínútum í hóflegri hreyfingu, samtals yfir daginn. Hjólreiðar til samganga eru metnar til að vera meðal allra besta kosti í heilsurækt sem völ er á.
- Talað er um aukandi útgjöld í heilsugeiranum. Fyrirbyggjandi, dagleg og hófleg heilsurækt er besta leiðin til að spara í heilsukerfinu. Fjölda rannsókna benda til þess að þeir sem hjóla daglega lifa 7 til 10 árum lengur og lifa heilbrigðara lifi. Þeir spara samfélaginu að minnstu kosti 100.000 ISK á ári, aðallega vegna útgjalda í heilsugeiranum, en líka vegna fækkunar veikindadaga.
- Ef fleiri labba og hjóla, batnar umferðaröryggi. Hvort viltu verða fyrir - hjólreiðamann eða Hummer ? Alþjóðlegir rannsóknir benda líka til þess að fyrir hjólreiðamenn í umferðinni er hættan mun minni en hefur verið talið, jafnvel minna en hættan tengd því að vera á bíl í sumum löndum, og ég er ekki bara að tala um Danmörk eða Holland.
- Hjólreiðamen og gangandi ekki eins hætt af mengun bíla og bílstjórar og farþegar. Sumir setja fyrir sér að nota sjálfbærar samgöngur því þeir halda að mengunin sé svo mikill. Mælingar sýna að mengun í bílum sé oft meiri en í loftinu sem gangandi og hjólandi draga að sér, enda er loftinntakið nálægt útblæstri bíla á undan.
- Fyrst kostir aukinnar hjólreiðar og göngu til samganga eru svo miklar væri kjörið fyrir stjórnvöld að sýna að þeim er alvara í því að hvetja þá sem vilja, til dáða. Hér stórvanta ennþá þægilegar og öruggar tengingar á milli nágrannasveitafélaga og bæjarhluta, aðstæður á vinnustöðum, jafnrétti í bílastyrkjum, skattamálum og margt fleira. Athugun í Noregi syndi að framkvæmdir fyrir gangandi og hjólandi mundi borga sér allt að fjórtánfalt miðað við kostnað.
- Ekki geta allir labbað eða hjólað, það er visst. En ef aðgengi til samgangna og hvatningur eru til staðar, sýna dæmin frá til dæmis Oulu í norður-Finnlandi og Þrándheimi í Noregi að mun fleiri geta og vilja en menn hafa haldið. Í Þrándheimi eru kaldari vetur og brattari brekkur en á höfuðborgarsvæðinu hér, en 12% ferða eru farnar á reiðhjóli. Í Oulu er mun kaldari en hér á veturna og ansi vindasamt, en hlutdeild hjólandi er 25% yfir árinu, og minnkar bara í um þriðjung um hávetur miðað við sumrin, enda eru þeir duglegir að ryðja snjó vel og snemma, og sýna í verki að hjólreiðar eiga virðingu og aðgengi skilið, ekkert síður en aðrar ferðamátar. Í Reykjavík eru ekki til tölur fyrir hlutdeild hjólreiða á sumri til, en seint í fyrra haust mældist hjólreiðar til að vera 2,6% ferða, en 1% um hávetur árið 2002. Hjólreiðar alein eru því á svípuðu róli og strætó, en töluvert fleiri ferðir eru farnir labbandi en á strætó. Tækifærin á höfuðborgarsvæðinu og í mörgum þéttbýliskjörnum ættu að vera mjög góð til að auka hjólreiðar í um 10-15% því hér eru svo stórt hlutfall ferða stuttir.
- Það er að verða æ ljósara að landsvæði sé takmörkuð auðlind, ekki síst í kjörnunum á höfuðborgarsvæðinu. Það er kominn tími til að þeir sem nota bílastæðin borgi eitthvað af kostnaðinn sem er bundinn í bílastæðum. Sagt er að eitt venjulegt bílastæði í Reykjavík kosti 2-3 milljónir. Menn segja gjarnan að bílaeigendur borga svo miklu meira en það sem vegirnir kosta. Þá gleymist oft að reikna inn umferðarlöggæslu, kostnað lands sem er lagt undir vegi, kostnaður sem hlýst af umferðarslysum og kostnaður sem hlýst af mengunar. WHO hafa reiknað út að í borgum Evrópu deyja fleiri af völdum mengunar bíla en af völdum umferðarslysa. Og fleiri deyja þegar í hinum vestrænum heimi, af sjúkdómum sem tengjast beint hreyfingarleysis, en af þessum fyrrgreindum tveimur þáttum til saman. Þá vanta enn fleiri atriði í kostnaðargreiningu aukinnar umferðar, svo sem mengun og auðlindaeyðsla í öðrum hlutum lífshlaups bíls, en ég læt þessi upptalning duga hér.
- Bílastæðin eru dæmi um hvernig samkeppnisstaða bíla og sjálfbærum samgöngum hafi verið skekkt. Annað dæmi eru bílastyrkir. Óslóarborg er núna farinn að borga starfsmönnum jafn mikið á kílómeter ef þeir fara á fund á reiðhjóli og ef þeir fara á bíl, miðað við hóflegir vegalengdir (0,5-5 km ?). Fleiri borgir og þjóðkirkjan í vestur-Noregi gera eins eða betur. Mörg bresk og bandarísk fyrirtæki hafa byrjað að rukka fyrir bílastæði en styrkja annarra ferðamáta, út frá hagkvæmnissjónarmiðum. Stundum er rukkað fyri bílastæði, en fólk fær sömu upphæð á launaseðlinum og geta sjálfir kosið. Margir kjósa að eyða ekki í bílastæði, og þá þurfa fyrirtækin ekki að byggja eða leiga rándýr viðbótarstæði. Á Bretlandi nýta fjölmörg fyrirtæki sér skattareglur sem gerir það enn arðbærara að leiga starfsmönnum reiðhjól á kostakjörum, og svo "gefa" starfsmönnum hjólin nokkur ár seinna
- Ef fleiri hjóla og ganga, skapast vingjarnlegri borg, þéttbýli og land. Þar að auki mundi líklega rýmdin á vegunum batna. Og umferðin mundi líklega hægja á sér, sem mundi enn draga úr mengun, hávaða, óöryggistilfinningu og slysum. Í Óðinsvéum var gert hjólreiðaátak, men jákvæðum aðgerðum og uppákomum yfir fjögur ár, sem er stuttur tími. Hjólreiðar jókst um 20%, umferðarslysum fækkuðu um 20% og 35 miljónir danskar spöruðust í heilbrigðiskerfinu.
E.S
Að lokum : Sorry for my bad Icelandic. Leiðrétingar og skammarbréf eru velkomin.
E.S2 Sjá líka grein mína um lauslega sama efni í Morgunblaðinu Þriðjudaginn 4. janúar, 2005, Bílaflotinn og umhverfið.
Hér er svo tengill í skýrslu um mögulegar aðgerðir til að minnka útblæstri frá einkabílum unnin sem hluti af loftslagsverkefni Landverndar : "Aðgerðir til að draga úr losun frá bílum. " http://www.landvernd.is/myndir/BilarOkt2005.pdf
Samráðsþing um loftslagsbreytingar hefst í Reykjavík á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 28.6.2006 kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2006 | 18:10
Taka lífeyrissjóðir mið af síðfræði í fjárfestingum
Það að norski olíusjóðurinn sé að draga sér út úr fyrirtæki sem eru álitin haga sér illa í mannréttinda- og umhverfismálum er lofsvert. ( AFP/mbl 6.júni 2006: Norska ríkið selur hlut sinn í Wal-Mart af siðferðisástæðum )
Olíusjóðurinn norski og lífeyrissparnaður íslendinga hefur stundum verið borin saman.
Hvernig ætli afstaða íslenska lífeyrissjóða sé varðandi að athuga síðfræði fyrirtækja sem þeir fjárfesta í ?
Norska ríkið selur hlut sinn í Wal-Mart af siðferðisástæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
- arnid
- kari-hardarson
- vilberg
- mberg
- hrannsa
- dofri
- ursula
- volcanogirl
- loftslag
- laugardalur
- siggi-hrellir
- svanurmd
- lhm
- larahanna
- ragnar73
- hjolina
- hlynurh
- arnith
- neytendatalsmadur
- bergursig
- ingibjorgelsa
- vefritid
- sylviam
- landvernd
- thuridur
- agustolafur
- vest1
- fsfi
- morgunbladid
- soley
- hlini
- photo
- magnolie
- arnthorhelgason
- hildigunnurr
- herdis
- skidagongufelagid
- gbo
- arnthorla
- malacai
- charliekart
- kerfi
- jevbmaack
- raftanna
- stjornuskodun
- apalsson
- birgitta
- gp
- hordurhalldorsson
- hoskibui
- ingolfurasgeirjohannesson
- roggur
- siggimaggi
- klarak
- svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
- Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
- Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
- Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
- Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
- Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar