Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Hjólreiðabrautir til samgangna

Núna er tíminn til að setja hjólreiðabrautir í  forgang í vegaframkvæmdum. Það stórvanta greiðar, skilvirkar og aðgengilegar  brautir til samgönguhjólreiða, sérstaklega  á milli hverfa og sveitarfélaga í þéttbýli.

Þó að hjólreiðamenn eiga fullan rétt á öllum akbrautum, þá er mjög óþægilegt að hjóla eftir stofnbrautum í þéttbýli, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu.  Menn óttast um líf sitt og langflestir sleppa því frekar að hjóla en að velja greiðfærustu leiðirnar.  Sumir finna krókaleiðir sem nýtast ágætlega til samgangna.  En til að auka hjólreiða hér á landi þarf að fara áleiðis í jafna út samkeppnisforskotið sem bílarnir hafa fengið á fölskum forsendum.  Það mundi spara stórfé og létta á heilbrigðiskerfinu, eins og ég hef margoft ítrekað hér á blogginu, og sjálfur Samgönguráðherra sagði líka við opnun hjólað í vinnuna.   Með niðurskurðinn sem er á leiðinni í heilbrigðiskerfinu kæmi það sér mjög vel að létta á eftirspurnin eftir /þörfin fyrtir þjónustu. 

Erlendir rannsóknir, meðal annars tengd Kjartan Sælensmide, sem var hjá Transportøkonomisk institutt í Noregi hafa bent til þess að hjólreiðabrautir séu með hagkvæmustu framkvæmdir sem má fara í í samgöngumálum.  Og reyndar er sennilegt að enn sé verið að ofmeta þjóðarhag af vegaframkvæmdum og vanmeta þjóðarhag af aukningu í hjólreiðum.  


mbl.is Einkaframkvæmd líkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisráðherra til fyrirmyndar ! Hjálmar ofmetnir

Um daginn var frétt í mörgum fjölmiðlum og  mikið bloggað um að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefði verið að hjóla til að komast á milli Alþingis og ráðuneytisins og fengið kúlu á höfuðið. 

Þetta með "slysið" telst nú varla mjög fréttnæmt mundi ég segja.  Aðalmálið finnst mér vera að ráðherrann hjólar  til samgangna og ætlar að halda þessu áfram. Flott hjá Svandísi að ganga fyrir með góðu fordæmi og vera umhverfisvænn og stunda heilbrigðar, skilvirkar og huggulegar samgöngur.
Hefðu fleiri þjóðþekktir menn og aðrir í áhrifastöðum hjólað þá hefði það sennilega breytt viðhorfið til hjólreiða.  Breytt viðhorf hefði þýtt að fleiri mundu hjóla og að aðgengi til hjólreiða mundi batna.  Eins og ég hef margoft rakið áður með tilvitnanir í vísindaskýrslum og tölum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnunina, svo dæmi séu tekin þá væri það mikill framför, og þá sérstaklega  í umferðar-, heilbrigðis-, umhverfis- og  fjarhagsmálum.

Meiðslin sem Svandís hlaut voru nú ekki stórvægileg að manni skilst.  Daglega eða oftar er sennilega einhver bílstjóri, gangandi eða skokkandi ( hjólandi þess vegna )  á landinu  sem fær svipað "alvarleg" meiðsl.

En dagblöðin og fjölmiðlar almennt eru að færa sér í átt að Séð og heyrt.  Það er fræga fólkið  og það er það sem er skondið eða helst sem hentar til að hneykslast yfir sem er fjallað um. Umfjöllun byggða á þekkingu um umferðarmál sést varla.    Það er ekki skrýtið þótt Svandís hafi ákveðið að héðan í frá ætli hún að vera með hjálm, en ákvörðunin byggir klárlega á röngum forsendum

Það er búið að troða þessu með hjálmana svo mikið fram að varla komist  annað að þegar talað er um hjólreiðar og öryggi.  En auðvitað er  hið fyrsta sem beri að huga að,  það að læra tækni til að koma í veg fyrir slysin.   Þvínæst  verða enn betri í að beita þekkinguna.  Það kemur meðal annars þegar maður öðlast reynslu.  Erlendar rannsóknir benda til þess að reynslan sé mjög mikilvægur þáttur í öryggi hjólreiðamanna.  En hægt er að læra frá reyndari hjólreiðamönnum, og jafnvel setja í kerfi.  Á Íslandi er núna hægt að læra Hjólafærni, af hjólafærnileiðbeinendum sem hafa tekið þátt í  fimm daga námskeið sem var haldið í fyrra vor með Breskum kennara.

Í frétt Vísis.is  sem er ögn ítarlegra kemur fram : 

„Ég tók of skarpt í handbremsuna og steyptist á hausinn," segir Svandís sem var að beygja af Lindargötu niður í Skuggasundið til fundar við manneskju úti í umhverfisráðuneytinu.

Sem sagt það var orsök fyrir litla slysinu, og betra stilling á bremsuna og / eða betra færni hefði getað komið í veg fyrir að hún datt. 

Svo má nefna að umhverfið sem maður hjólar í bjóði stundum slysin heim.  Skurðir og kantar.   Bílstjórar og gangandi sem  ekki taka tillit eða ekki eru vakandi.  ( Já,  það getur vel átt við um hjólreiðamenn líka ).  Sumir stígar og gangstéttir ( sem sumir kjósa að hjóla á ) eru illa við haldnir.  Þarna er möl, skurðir, vinnutæki  og það eru blindhorn og allt of þröngt til að mætast og fleira í þeim dúr. 

Að hamra stöðugt á hjálmanotkun en ekki tala um annað, gerir það að verki að hin atriðin fá allt of litla athygli.  Eins og þetta sé ekki nóg,   þá bendir mjög margt til þess að hjálmar séu verulega ofmetnir.  Virkni þeirra er mun minni en okkur er látið halda.

Þeir sem hafa virkilega krufið  málið,  segja  að hjálmar hafa hvergi sannað sér í rannsókn á stærri hópa hjólreiðamana. Ekki einu sinni í löndum þar sem hjálmanotkun hafi aukist hratt.   Jú, hjálmar  geta komið í veg fyrir skráma.  En nei, það er ekki líklegt að nútíma hjólahjálmar hafa bjargað marga frá dauða eða örkuml.  Þeir eru vitlaust hannaðir, og vitlaust prófaðir, miðað við höfuðkúpuna og heilann og hvernig slysin eru.  Hönnunin gerir ekki ráð fyrir að verstu höfuðmeiðslin í umferðinni koma til vegna högg sem sem eru margfalt meiri en það sem svoleiðis hjálm geti þolað.  Enda eru hjálmar bara prófaðar með því að  mæla hröðun á gervihöfuð úr stáli þegar höggið kemur beint ofan á hjálminum.  Og bara við uþb 20 km hraða. Þetta samsvarar falli af minna en tveggja metra hæð.   En höggin í raunveruleikanum koma mjög oft á hliðunum. Og höfuðið er ekki stíft eins of stállíkanið, heldur sveiganegri og tekur þannig upp höggið.  Fleiri skýrslur benda þar að auki til þess að snúningskraftar á heilann séu þeir hættulegustu, ekki höggin.  Nútíma hjálmur getur sennilega aukið á snúningskraftinum við árekstra, miðað við bert höfuð. Hjálmurinn gerir höfuðið stærra, og getur "grípið" í yfirborð, sérstaklega ef yfirborðið hjálmsins sé ekki hart og slétt.

Ef hjálmurinn væri rétt stilltur hefði hann komið í veg fyrir kúluna hjá Svandísi, gefið að kúlan kom á stað sem hjálmurinn þekur.   En -  ekki er visst að áverkar á heilann, sem að manni skilst hafi verið engar eða afar litlar, hefðu verið minna með hjálm  samt.   Hver veit í alvöru ?   Kannski hefði komið til lítilsháttar heilahristing ?   Hjálmurinn hefði gert höfuðið stærri og þyngri og kannski meinað höfuðkúpuna um að nota sína vörn.   Akkúrat varðandi hugsanlega slæm áhrif af hjálmum í svona minniháttar slysum, get ég ekki beitt fyrir mér vísindaskýrslur, en varðandi hve lítill virkni þeirra sé, tölfræðilega,  jafnvel í  minniháttar slysum liggja fyrir töluvert af   gögnum, sem ekki syngja lof hjálmana.

Frauðplastið er hannað til að standast staðla sem nota stálhöfuð til að meta hvernig frauðplastið kremjist og dragi úr hröðun. Til að geta virkað sem best gegn höfuðmeiðslum hefði  frauðplast þurft að vera mun mýkri  en það sem nú tíðkast, því höfuðkúpan er mýkri en stál-höfuð.  En staðlar sem miða við stállíkön krefjast harðari frauðplasts.  Fræðingar sem skoðuðu  hjálma eftir slys sáu nánast engin dæmi um að frauðplastið hefði kramist saman eins og tilgátan segi að það ætti að gera. Sérfræðingar um hönnun hjálma segja ennfremur að ef hjálmur brotni, þá er það merki um að hjálmurinn hafi  ekki  sinnt hlutverki sínu. Reiðhjólahjálmar eru hannaðir til að draga úr vægum höggum með því að frauðplastið krumpist. Þegar frauðplastið brotnar,  þá er hjálmurinn ekki að draga neitt sérstaklega úr högginu.

Ég get vitnað í skýrslur í virtum vísindatímaritum, í skýrslur  Evrópusambandsins, í  nýlegri samantekt íhaldssama norskra sérfræðinga á vísindaniðurstöðum,   til þess að styðja mál mitt um að hjálmar séu yfirleitt ofmetnir. Úttekt á skýrslunni frá Seattle 1989 sem heldur fram 85% virkni í að draga úr höfuðmeiðslum,  sýnir að þessar rannsóknir voru meingallaðar. Höfundar skrifuðu nýja skýrslu þar sem sumt var leiðrétt og talan fyrir virkni  lækkuð, en nánast aldrei vitna hjálmaáróðursmenn í þeirri skýrslu. Hærri talan sem var dregin tilbaka er "skemmtilegri"  fyrir hjálmaáróðursmenn. ( Og svo ber að nefna að nýrri  skýrslan "haldi enn í" mörgum af göllunum, til dæmis með að bera saman epli og banana )

Bresk, norsk og frönsk yfirvöld og fleiri hafa hafnað tillögur um að setja hjálmaskylda á hjólreiðamenn, með þeim rökum meðal annars að vandinn sé ekki það mikill, ekki einu sinni miðað við hlutdeild hjólreiða í umferðinni, og að jákvæð heilsuáhrif hjólreiða og frelsi hjólreiðamanna vegi talsvert þyngra  en höfuðmeiðslin.   Hvað íslenskum yfirvöldum gekk til þegar tillagan um hjálmaskyldu á fullorðnum var hafnað,  er erfitt að vita, en visst er að þeir fengu rök með stuðningi í vísindaskýrslum viða að frá Landssamtökum hjólreiðamanna og fengju að tala við okkur.  Og ónefnd opinber stofnun gaf álít (hálf óopinbert ) um að hjálmaskylda ekki væri rétta skrefið.  Yfirferð á vísindagögnum hefði ekki sannfært um ágæti og nauðsýn hjálmanna.  En málsmeðferðin í kring um ákvörðunartöku var hulin í þoku.  Gaman væri að vita hvort vinnubrögðin sé gegnsærra undir núverandi ráðherra.  ( Ef maður glöggvar í gögnin sem Alþingið hafði þegar ráðherra var gefinn leyfi til að setja reglur um skyldunotkun á hlífðarhjálma, sér maður að þetta var mjög einhliða og ansi rýrt. )

Aðrir aðilar hafa meir að segja varað við áróðri fyrir hjálma.  Fyrir nokkrum árum var birt skýrslu  frá  European Conference of Transport Ministers (ECMT). Hún  fjallar meðal annars um að varlega beri  að fara í aðgerðum í umferðaröryggismálum sem kunna að draga úr hjólreiðum og göngu.  Aðgerðir sem gera það að verki að meira mál verði að ganga eða hjóla, svo sem að þurfa að fara upp í loftið eða undir jörðu eða taka á sér krók  til að þvera götu, eru dæmi um hindranir sem eru lagðar í vegi gangandi og hjólandi. Til dæmis í stað þess að lækka hraða bíla.  Í  þessari skýrslu ECMT segir að opinberir aðilar ættu ekki einu sinni að reka áróður fyrir reiðhjólahjálma.  Það er meir en nóg að  leyfa búðirnar sem selja þau að stunda svoleiðis. 

Ég er ekki mælast til þess að  fólk sem vill nota hjálm sleppi því.  En að hafa ofurtrú á hjálmana gerir það að verki hjá mörgum að þau taka meiri áhættu en ella.  Svo kölluð "risk compensation" hefur verið staðfest af vísindamönnum.  Og ofurtrúi á hjálmana í umferðaröryggisvinnunni, gerir það að verki að annað sem er miklu mikilvægari, svo sem færni hjólreiðamanna og hraða bíla gleymist.

Það slæma með hjálma, sérstaklega í ljósi þess að virkni þeirra sé svo lélegur,  er annars vegar misskilningurinn um að hjálmar séu lang-lang mikilvægasti málið  í  umferðaröryggi hjólreiðamanna.   Hins vegar er gefið fölsk skilaboð um að hjólreiðar séu sérstaklega hættuleg samgöngumáta.    En hversu margir  hafa dáið í umferðinni undanfarin tíu ár á  Íslandi , samkvæmt tölur  Umferðarstofu ?    Hátt í tvö hundruð í bílum.  Um tuttugu  gangandi.  Enginn á reiðhjóli.  


mbl.is Umhverfisráðherra hlaut höfuðhögg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jeffrey Sachs blindur á annað hagfræðiaugað ?

Í Fréttablaðinu skrifar Jeffrey Sachs, Nóbelsverðalaunahafi í hagfræði og vinur Ólafs forseta Íslands,  grein um lausnir í gróðurhúsamálum.

Hann virðist ekki búa yfir þá þekkingu sem birtist í skýrslu íslenska nefndarinnar um úrbótum í gróðurhúsamálum. Nefndin hefur séð eitt sem Jeffrey virðist staurblindur  á  :  Það er búið að finna upp hjólið !  Búið að finna upp, þróa og selja milljörðum af reiðhjólum. Og að auka notkun þeirra er einn hagkvæmasti aðgerðin sem hægt er að fara  í gróðurhúsamálum.  En í samgöngumálum sér Jeffrey bara einkabílar.  Hann talar um sjálfbær þróun en virðist ekki hafa skilið hugtakið til fulls.  Einkabílar geta ekki orðið hluti af sjálfbærri og réttlátri lausn ( nema við meinum meirihluti jarðarinnar um þessa "lausn" )  

Gröfin í frétt á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins sýnir skýrt að hjólreiðar og göngu eiga fullt erindi inn í umræðuna  : 

Miklir möguleikar á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Ef bílar væru þjóðfélagshópur ...

Ótrúlegt umburðalyndi ríkir gagnvart bílana sem eiga þátt í að límlesta og drepa fjölda manns á hverju ári. Oft blásaklaust fólk.  Annað fólk í bílum og ( þetta þykir mér sárast ) gangandi og hjólandi.  Að vísu hefur engin  verið  _drepinn_ á hjóli síðustu rúmlega 10 árin.

En umræður um bílana er oftast á þeim nótum að þeir séu albesti vinir mannsins, nauðsýnlegur, sexy og krúttlegur.  Dagblöðin  eru flest með sérblöð og fullt af auglýsingum um bíla.   Engar aðvaranir prýða bílana né auglýsinganna ólikt því sem gerist með tóbakið.  Stundum er jafnvel reynt að plata okkur til þess að trúa að til séu  eða að fram munu  koma "grænir bílar".   Þvílík firra.   

Vegna hversu blindir menn eru,  þarf ég að taka það sérstaklega fram að ég sé ekki að segja að bílar séu bara af hinu illa. Ég hef sjálfur fengið far í bíl örugglega tíu sinnum bara síðan síðustu áramót.  Og skammast mín ekkert fyrir það.  En umfjöllunin um bílana bendir til þess að við lifum  í einhverskonar blekkingu og leiðumst áfram af tálsýni.   Þegar árekstrar verða eða fólk aka út af, segjum við : Æ þetta var slys.   En við ræðum ekki um samhengi hlutanna.   Skort á raunsæju og heildarmynd.  Svipað og blekkingin um útrásin og hlutabréfamarkaðinn sem bjargvættir. 


mbl.is Ók yfir gagnstæða akrein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að taka hjólreiðar alvarlega

Niðurstaða skýrslu unnið á vegum ríkisstofnuninni Cycling England er að það þurfi bara að vanda sér, svo komi í ljós að heilmikið mun ávinnast með því að stórbæta aðgengi til hjólreiða.

Með því að undirbúa dæmið og gera þetta "rétt"  má fá miklu meiri árangur og ábati en hingað til hafi verið reiknað með ( ef menn voru yfir höfuð að leiða hugann að hjólreiðum ) 

Hér er tengill í umfjöllun um skýrsluna :

http://www.dft.gov.uk/cyclingengland/2009/05/new-economic-analysis-signals-a-more-effective-approach-to-cycling/ 

Skýrsla Umhverfisráðuneytisins um aðgerðir í loftslagsmálum  sem var gerð opinber nýlega fer "hálfa leið"  með þessu og setur upp auknar hjólreiðar og göngu sem ( næst ) arðbærasti kostinn til skamms tíma.

Sjá frétt frá Umhverfisráðuneytinu 

En umfjöllunin um hjólreiðar í skýrslunni er nokkuð rýr.  En ef ráðuneytin mundu vanda til verka varðandi hjólreiðar, eins og Cycling England mæli með,  mundi  aðgerðir til að auka hlutdeild hjólreiðar lukkast mun betur, og ávinningurinn margfaldast.

( 2009-06-24 : Reyndi að lagfæra málfar , og skýrði frá að um skýrslu umhverfisráðuneytisins í loftslagsmálum sé að ræða.  )

 


Slys eru ekki fréttnæm

Mér finnst skrýtið hvernig fréttamatið í fjölmiðlum sé.  Getur einhver útskýrt hvers vegna mbl.is birtir í sífellu svoleiðis fréttir ?  

Væri ekki nær að  löggan birti fréttir af þessu tagi, og svo mundu netmiðlar benda mönnum þangað í tengsl við slys sem þess virði er að fjalla um, þannig að fólk mundu vita hvert megi leita ef menn vilja slysafréttir. 

Það er allt of mikið fjallað aflitlu innsæi og dýpt um einstaka árekstrar ( "slys"  )  en nánast ekkert um umferðaröryggi sem slíkt.

Og aldrei hef ég séð bent á þann sjálfsagða hlut að umferðaröryggi mundi batna ef fleiri mundu nota strætó, hjóla og ganga en færri aka bíl.  


mbl.is Hringbraut opnuð á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverðar niðurstöður

Það er barasta áhugavert ef það sé þannig að umræður um stjórnmál bæta lestrarhæfni barna. 

Og gott væri ef einhverjir aðrir mundu sannreyna niðurstöðuna, og helst með öðrum aðferðafræði.

Oft er verið að halda fram að  íslenska, stærðfræði og raungreinar eða álíka kjarnafag sé það sem skipti lang mestu máli í skólastarfinu, og öllu öðru ætti að koma í öðru sæti. 

Ég mundi segja að uppeldi og þjálfun í rökræður,  undirstöður lýðræðis og gagnrýnni hugsun skipta ekki síður máli.  Eftir hruninu eru kannski fleiri sammála þessu en áður ....

En svo "segja þessir vísindamenn okkur" sem sagt að akkúrat það að ræða samfélagsmál  styrki lestrarhæfileika, og þar með kjarnafag  sem móðurmálskennsla /  íslenska  :-)  

 

 


mbl.is Umræður um stjórnmál bæta lestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað meira er hægt að gera með ökuniðinga ?

Brotaferill mannsins sem um ræður í þessa frétt ( Ók ofurölvi og undir áhrifum kókaíns
Innlent | mbl.is | 16.6.2009 | 15:45 ) er ótrúlegur.

Það vekur furða að ekki sé löngu búið að taka manninn fastann, með þeim hætti að líkur á "endurtekningu"  á næstu árum ( ekki mánuðum ) mundu vera í  lágmarki.

Nú var búið að svipta honum ökuréttindi.  Ekkert segir um hvort væri búið að leggja hald á bílnum.

Fyrst erfitt sé að koma föngum fyrir í fangelsum, ætti að leita nýrra leiða.  Mér dettur í hug að stofufangelsi með rafrænum ökklaböndum og ströngu eftirliti og ströngum skilyrðum væri einn möguleiki ?

Er það ekki stórfelld vanvirðing við öryggisþörf íbúa þess lands að láta svona maður leika lausum hala ?

Ég bara spyr.  Alveg til í leita aðrar leiðir en þær sem ég sá fyrir mér svona á meðan ég skrifaði...

 


mbl.is Ók ofurölvi og undir áhrifum kókaíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær hugmynd. Hefur svinvirkað erlendis.

Mér vitandi hefur það að gera götur að göngugötum stóreflt verslun frekar en hitt.

Og þegar þetta er gert á góðviðrisdögum ætti að vera enn erfiðara að rökræða á móti þessa tilraun.

En að sjálfsögðu þarf að ræða þessu við íbúa og verslunareigendur, og leggja smá vinnu í því að segja þeim frá reynsluna af sambærilegum endurlífgunarverkefnum erlendis.   Ef borgin ætli ekki að leggja sér fram í að koma frásögnum frá erlendum borgum á framfæri, ætti hún að borga aðilum fyrir að sinna þessari vinnu.  Til eru fullt af frjálsum félagasamtökum, skipuleggjendum  og arkitektastofum sem geta sinnt þessu, og það vel.


mbl.is Laugavegurinn verði göngugata í góðu veðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnaðarefni fyrir ESB en ekki Ísland ?

Það verður spennandi að sjá hvort Eva Joly komist á Evrópuþingið, eins henni sýnist vera raunin, samkvæmt frétt mbl.is sem er linkað í hér að neðan

Gott fyrir Evrópuþingið og ESB mundi ég halda, fyrir störf gegn spillingu og fyrir skynsamlegri stefnu í umhverfismálum. 

En spurning hvort  hún hafi þá tíma til að aðstoða með rannsókn á svikum og prettum fjárglæframanna  hérlendis ?  Reyndar las maður um daginn að aðrir öflugir aðilar, sem hafa rannsakað fjárglæpi einræðisherra og þess háttar séu komnir inn í rannsóknina, og kannski einmitt fyrir tilstilli Evu.  Þannig að þó að hún hafi etv ekki mikill tími fyrir Ísland er útlítið ekki alsvart varðandi rannsókn. Eitt sem mun hjálpa okkur er að fleiri ríki, þar á meðal BNA minnir mig, séu um þessar mundir að leggja pressu á skattaskjólin. 


mbl.is Eva Joly náði kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband