20.2.2007 | 21:46
Stofnum rokraeda.wikia.com
Kíkti á politics.wikia.com og mér sýnist þessi vefur vera áhugavert verkefni, en campaigns.wikia.com er ekkert siðri.
Þar er áherslan meira á málefnin, minna á frambjóðendur og flokkar, þó svoleiðis efni og strúktur í kringum þessu sé vissulega til staðar.
Og ég vil meina að strúktúreruð umræða sé akkúrat það sem okkur vantar, meðal annars í Íslenskum stjórnmálum.
Ef nægilega margir hafa áhuga væri lítið mál að láta stofna
- stjornmal.wikia.com
- umraeda.wikia.com eða
- rokraeda.wikia.com
allveg frítt og ókeypis. ( Að vísu birtast auglýsingar á wikia.com vefjunum, ólíkt wikipedia )
Þetta wiki gæti verið systkini campaigns.wikia.com eða sjálfstætt wiki.
![]() |
Stofnandi Wikipedia opnar þrjú net-tímarit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2007 | 19:41
Lausnir: Minni og hægari umferð, sótsíur og fækkun nagladekkja
Auk þess sem fækka ætta nagladekkjum á götunum með hagrænum hvatum, eða mögulega með rótækari aðferðum þegar þannig viðrar, þarf að taka á fleiri anga loftmengunar umferðar.
Erlendis, í borgum án nagladekkja, stafar heilsuvá af svifryksmengun sem kemur úr púströrum. Mér þykir augljóst að svo sé líka hér þegar þurrt, og kyrrt er í veðri. Ég benda á aðrar bloggfærslur hér fyrir neðan þar sem ég hef fjallað um þetta.
Til að minnka svifryksmengun úr púströrum, má hugsa sér að bæta margs konar aðgerðir :
a. Lækkun hámarkshraða, vistakstur, fækkun fjölda ekinna kílómetra
b. Sótsíur á fleiri ökutæki, og þá sérstaklega þyngri eða eldri dísilökutæki
Ég hef fjallað annarsstaðar um lausnir, aðferðir og rök tengd a, en ætla hér að fjalla um sótsíur.
Ekki get ég státað af því að vera sérfræðingur í þessu, en hér er allvega dæmi um verð og að sótsíur séu settar á strætóum í stórum stíl.
Historic Diesel Cleanup Program for 1,700 Buses
SAN FRANCISCO, Sept. 26
"Through the Clean Diesel Bus Program, more than 1,700 diesel buses from 13 Bay Area transit districts are being retrofitted with diesel exhaust filters. Combined, these high-tech emission control filters annually capture more than 50 tons of harmful particulate matter and 436 tons of oxides of nitrogen (NOx) that otherwise would have been emitted by buses into Bay Area air."
(...)
The Air District, MTC and the region's transit districts provided funding for implementation of the clean diesel bus program. Installation of the devices, which are manufactured by San Leandro-based Cleaire Advanced Emission Controls, began in 2003. Nearly 1,400 exhaust filters for Bay Area buses already have been delivered. Most of the remaining 340 exhaust filters are scheduled for installation by the end of 2006.
(...)
The devices capture 85 percent of the particulate matter and reduce 25 percent of the NOx created by the buses' engines. Each installation costs about $18,000, compared to $140,000 or more for a new bus.
![]() |
Börnin ekki út suma daga vegna svifryks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2007 | 19:18
Lækka hraða þegar mesti mengun er ?
Kannski væri ein leið til að vinna gegn heilsuspillandi mengun frá umferð hér á landi einmitt að takmarka umferð akkúrat þessir dagar sem mengunin er mest ?
Þetta er gert viða, til dæmis bílar flokkaðar eftir síðasta tölustaf á númer bíls. Þá væri hugmynd lækka hámarkshraða. Til eru skilti sem megi breyta með miðstýrðan búnað.
Tek annars undir með sá slembna á bloggi Hlyns. Frumvarp Kólbrúnar um hjólreiðabrautir snýst nú einusinni bara um að setja niður nefnd til að ræða málin. En vegna þess að það kom frá stjórnarsandstöðu var það algjörlega hunsað, í áraraðir þrátt fyrir að hafa meðflutningsmenn úr öllum flokkum.
Þessi tvö prósent umferðar á reiðhjóli sem komu fram nýlega, voru mæld að vetri til. Umferð hjólandi hefur aldrei verið mæld á Íslandi að sumri né snemma haust eða siðla vors, mér vitanlega. En gefið að 2,6% allra ferða í Reykjavík voru farnar á reiðhjóli siðla hausts 2005, og allir segja að hjólreiðar séu að aukast, giski ég á að hjólreiðar gera 5-8% ferða (á tveggja viknu grundvelli) þegar mest er.
Á mörgum stöðum í hinum vestræna heimi aukast hjólreiðar. Til dæmis í BNA/USA eftir að sett voru lög um að hvert fylki eigi að hafa amk einn starfsmann sem hefur gangandi og hjólandi umferð sem sitt sérsvið.
Ástæðurnar eru bætt aðgengi, áróður, að fólk hugar að heilsu, bensínverð, gróðurhúsaáhrif og ekki síst að menn hafa klórað sér í gegnum lýgina um hversu erfitt og hættulegt sé að hjóla yfirleitt.
Vil annars nefna að undanfarna daga hafa æ fleiri í fjölmiðlum sagt það sem ég hef sagt lengi, varðandi svifryksmengun og heilsa : Það er sennilega mikilvægara og skilvirkara að draga úr umferð og draga úr hraða umferðar, en að einblina bara á nagladekk. Hættulegasti svifryksmengunin kemur úr púströrinu, og sérstaklega á gömlum vanstiltum dísilökutækjum. En hver og einn bíll sem er ræstur kaldur mengar heilan helling.
Aftur á hjólreiðabrautum : Hlutir eru að gerast í Vegalögum og Samgönguáætlun. (Of lítið of seint og án samráðs, en samt ) . Hér er úr hádegisfréttum RÚV í dag :
Fyrst birt: 18.02.2007 12:46 Síðast uppfært: 18.02.2007 13:06
Hjólreiðabrautir á vegaáætlun?
Hjólreiðabrautir verða lagðar með fram stofnvegum í þéttbýli og fjölförnustu þjóðvegum í dreifbýli. Þetta er ein af nýjungunum í tillögu um nýja vegaáætlun en ýmsar nýjungar eru í nýrri samgönguáætlun. Landssamtök hjólreiðafólks [Landssamtök hjólreiðamanna] hafa barist fyrir því árum saman að hjólreiðabrautir yrðu settar í vegalög og þar með viðurkenndar sem hluti af vegakerfinu. Í tillögum að nýrri vegaáætlun segir þetta þar sem fjallað er um markmið um greiðari samgöngur. ,,Í tengslum við endurskoðun vegalaga og hugsanlegar heimildir þar mun koma til skoðunar þátttaka ríkisins í gerð hjóla- og göngustíga meðfram stofnvegum í þéttbýli. Á sama hátt verði skoðuð þátttaka ríkisins í gerð hjóla- og göngustíga meðfram fjölförnustu stofnvegum í dreifbýli.''
Fyrri færslur um rykmengun :
http://mortenl.blog.is/admin/blog/?entry_id=124535
http://mortenl.blog.is/admin/blog/?entry_id=110602
http://mortenl.blog.is/admin/blog/?entry_id=113106
![]() |
Bílaumferð bönnuð í miðborg Rómar í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2007 | 01:29
Aðgerðir og ekki bara gegn nöglum
Í fréttinni er talað um NO2 og samt tala "allir" um nagladekkin. Að sjálfsögðu er löngu kominn tími til að leggja skatt á nagladekk, og mögulega lækka á önnur dekk.
En þetta snýst ekki bara um nagladekkin. Það er ekki síður útblásturinn, og umferðarmagnið !
Hef áður bloggað um þetta og farið ofan í rökin um minnstu agnir, hvaða efni sé líklegast til að vera hættulegt og að vandinn sé mjög vel þekkt líka þar sem engin nagladekk eru. Minni aftur um að WHO hefur fundið að í fjölda borga Evrópu drepur mengun úr bílun fleiri en umferðarslysin. Samt er mönnum ekki borgið inní bílunum. Mælingar hafa sýnt að bilstjórar anda mengaðri loft en þeir sem ganga og hjóla. Þetta er rök gegn því forðast mengunin með því að aka bíl eða sitja inni og skapa vitahring. Fyrir viðkvæmt fólk getur að sjálfsögðu verið ráðlagt að hafa hægt um sig þegar mengunin er sem verst, en það er samt ekki rétta leiðin. Rétta leiðin væri að banna akstur bíla á jöfnum númerum eða álika eins og tiðkast viða þegar þannig "viðrar". Mörgum fyndist það langt gengið, en hver virði er heilsa og líf þeirra sem striða með astma og þess háttar eða séu í þann mund að fá astma ?
Vil annars benda á frétt af vef Sambands Íslenskar Sveitafélaga :
15. febrúar 2007
Í dag er sérstakt lausagangsátak í Noregi. Tilgangurinn er að vekja fólk til umhugsunar um hversu skaðlegt það er fyrir umhverfi og heilsu að skilja bíla eftir í gangi. Skólabörn munu fara um og setja áminningarmiða á bíla í lausagangi. Sömuleiðis skrá börnin niður hversu margir og hversu stórir bílar eru í gangi að óþörfu og reikna síðan út hversu mikill koltvísýringur, svifryk og önnur skaðlegi efni koma frá þessum bílum. Börn eru viðkvæmari fyrir mengun frá bílum en fullorðnir. Bæði þola þau minni skammta og eru auk þess styttri í annan endann og anda því að sér meiri útblæstri.
Lesið umfjöllun Grønn Hverdag í fyrradag
Annars er greinilegt að sumir norðmenn eru mun framarlegri í sinni hugsun um loftslagsbreytingar en það sem almennt heyrist hér : Vitnað var í heilræðið um að minnka umhverfisáhrifum frá "Bil, biff og bolig" í eitt af virtari dagblöðum Noregs, Aftenposten um daginn.
Sjá http://www.gronnhverdag.no/artikkel.php?artikkelid=2987
![]() |
Borgin hirti ekki um mengun við leikskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2007 | 22:33
Íranar með lyf gegn H.I.V

![]() |
Íranar svipta hulunni af jurtalyfi sem nota má í baráttunni við alnæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svo segir á heimasíðu Samgönguráðuneytisins um hvað það var sem kom fram á raðstefnu um sjálfbærar
samgöngur á Akureyri á laugardaginn var.
Öflugasta leiðin til að draga úr megnandi útblæstri frá bílum á Íslandi er að auka hlut dísilbíla; yfir 50% ferða fólks í Reykjavík til og frá vinnu eru styttri en 2 km; gera þarf ráð fyrir reiðhjólum í umferðinni og hætta að miða allt skipulag við bíla.
Eftir þessa fína opnun er hins vegar ekkert meira fjallað um annað en eldsneyti...
Það má vel vera að eldneytisbreytingar eiga eftir að skila mestu varðandi beina mengun, en að breytingar á eldsneyti geta stuðlað að minni mengun er varla neitt nýtt.
En ef ráðuneytið mundi líka fjalla um hjólreiðar sem mögulegur þáttur í stefnu um sjálfbærar samgöngur, þá væri það fréttnæmt. Ekki vegna þess að rökin séu veik, eða að þetta sé óraunhæft, heldur vegna þess að Íslensk stjórnvöld hafa kannski ekki tekið hjólreiðar til samgangna alvarlega hingað til. Ennfremur virðist vera að segja á vef samgönguráðuneytisins, að ef menn vilja í alvöru stuðla að sjálfbærum samgöngum, þá þarf líka að huga að jafnræði samgöngumáta, frekar en að miða öllu við bíllinn. Þetta er nýr tónn þegar svoleiðis orðræðu heyrist frá Samgönguráðuneytinu, en því miður er ekki farið nánar út í rökin sem liggja að baki, né hvernig mætti útfæra breytingar á þessu sviði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007 | 13:19
Hnattræn hlýnun : Leiðtogar vakni
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2007 | 16:45
Frábært framtak, en af hverju bara skipulögð hreyfing
Frábært framtak !
En þarf ekki líka og ekkert síður að yta undir hreyfingu sem hluti af daglegu lífi til samræmis við áherslur frá meðals annars Evrópudeildar Alþjóða heilbrigðisstofnun ( World Health Organisation - WHO ) ? Bæta umhverfið bæði huglægt og efnislegt þannig að það stuðli að aukinni hreyfingu.
Nýlega var til dæmis gerð breyting á mörgum gangbrautarljósum þannnig að bilstjórar biða skemur, en gangandi lengur. Er það skref í rétta átt ? Það eru mörg önnur dæmi...
![]() |
Hreyfing fyrir alla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2007 | 13:39
Hjólum úti - mun heilbrigðara á allan máta
Þessi frétt mbl.is um tölvuleiki tengda við þrekhjól fyrir börn hafa gefið mörgum tilefni til að legga orð í belg.
Mín fyrsti viðbrögð er að eithvað hljóti að vera að hjá okkur þegar þetta er boðið sem lausn. Börnin eru ekki úti að leika sér lengur, og við fullorðnum erum að gera sífelt erfiðara fyrir þá. Í mörgum skólum er ekki leyft að hjóla til skólans. Foreldrar aka börnin sín, út af tímaleysi og vegna þess að þeir eru hræddir um að börnin verða fyri bíl við skólann eða a leiðinni í tómstundir !
Ég er sammála Katrínu varðandi að hollusta og hreyfing sé aðalmálið. Einhæft og stöðugt tal sem túlkast í þeirri átt að allir þurfa að vera mjóir og að vera aðeins yfir meðal- eða staðalþyngd sé skelfilegt. Rangt mataræði og lítill eða röng hreyfing eru hins vegar skelfilegar þegar þetta grípur um sig eins og faraldur. Þessi faraldur, sem kallast offitufaraldurinn, drepur að sögn 300.000 bandaríkjamanna fyrir aldur fram, en bílslýsin sem eru mjög skæð þarlendis drepa 40.000 manns árlega.
Nýleg sýndi rannsókn birt í British Medical Journal fram á að einstaklingar sem voru talin þjáíst af offitu sem voru gerða að hreyfa sér mátulega og daglega, urðu heilbrigðari. Kemur ekki á óvart, en aðalariðið var að heilbrigði þeirra batnaði marktækt, þó að BMI stuðulinn breyttist ekki mikið. Man ekki allveg hvort miðjumál var líka athugað. En að sjálfsögðu skiptir fitinn máli, og sérstaklega þegar fólk er orðið eins feitt og maður sér á myndum frá BNA.
En er ekki málið það að umhverfi barnanna (og okkar fullorðinna) sé allt of lítið hvetjandi fyrir hreyfingu ? Börnin eru í miklu minna mæli úti að leika sér miðað við þegar við ólumst upp, eða jafnvel bara fyrir 10-15 árum. Foreldrar hafa áhyggjur af ymsum hættum "þarna úti", að mestu með röngu. Látum börnin hjóla úti og gerum umhverfið þannig að það sé hvetjandi. Lækkum hámarkshraða bíla í 30km/klst, nema á fáum stofnæðum. Og notum hreyfingu , til dæmis á reiðhjólum, sem hluti af kennslunni. Hugmyndir um svoleiðis aðferðir má lesa um á umferd.is - Reiðhjól og fjölgreindir .
En svo snýst þetta líka um fyrirmyndir. Við ættum ekki að leggja þetta vandamál bara á herðar krakka, heldur sýna að við fullorðna fólkið gerum það sem við viljum að krakkarnir gera. WHO og margir aðrir hafa sagt að hver og einn fullorðinn þarf að hreyfa sér hóflega 30 mínútur á dag. Krakkar þurfa amk klukkustund, að mig minnir.
Hreyfum við okkur 30 mínútur á dag ? Jafnvel þo talin séu með skúringar, að laba upp tröppur og garðvinna ?
Að hjóla til vinnu eða í öðrum erindum er frábær leið til þess að tryggja sér hóflega hreyfingu samofin daglegu lífi. Ekki allir geta þetta, en mun fleiri en gera það. Rannsóknir hafa leitt líkur á því að hjólreiðar séu meðal heilbrigðustu líkamsræktin sem völ er á og þeir sem hjóla daglea lífa lengur og lífa heilbrigðari lífi. Sjá rannsóknir Lars Bo Andersen, og samstarfsmanna frá árinu 2000, "All cause mortality ... cycling to work.."
![]() |
Gáfnahjól til höfuðs offitu barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2007 | 12:52
Enn engin haldbær rök fyrir 2+2
Þetta er með ólíkindum ! Öll rök mælir með 2+1. Að mínum dómi virðist vera eitthvað allt annað en aukið öryggi sem mælir með 2+2 lausnina. Þar vegur sennilega þyngst þægindi og öryggistilfinning þeirra sem eiga þarna leið um. Hún er að sjálfsögðu líka einhvers virði, en menn eru ekki að koma hreint fram með þessu, að mér sýnist.
Ég held að
- Að vetri til verður hættulegt að fara fram úr á 2+2 vegna þess að ísingin verði ekki eytt. Umferðin verði of lítill til þess.
- Allt árið mun hraðinn aukast og árvekni minnka vegna aukins öryggistilfinnings bílstjóra á 2+2 miðað við 2+1.
- Aukin öryggistilfinnnig leiði til þrystings um að hækka hámarkshraða.
- Með betri veg má reikna með að fleiri kjósa að búa fyrur austan fjall og keyra daglega til Höfuðborgarsvæðisins.
- Aukin umferð yfir Hellisgheiði þyðir aukin gróðurhúsaáhrif og líka aukin umferð í borginni og fyrir austan fjall, með aukinni mengun ( svifryk, lofttegundir, hávaði ) og skert aðgengi og öryggistilfinning gangandi og hjólandi.
- Aukin þægindi þýði þannig meiri umferð og það geti í sjálfu sér aukið slysahættu.
- Kostnaðurinn er svo miklu meiri að aðrar úrbætur sem snúa að því að aðgreina umferða úr gagnstæðri átt, seinki.
- 2+1 vegur þar sem einn eða tveir akreinar eru á vixl stuðli að ábyrgari hegðun almennt. Það er vel þekkt að menn sem hafa ekið á hraðbraut séu með einhverskonar hraðablindu. 2+1 vegur stuðli í minna mæli að þessu, að mínu mati.
- Virt norsk handbók um umferðaröryggi sýnir að tvöföldun eitt og sér leiði að meðaltali til aukins kostnaðs vegna slysa.
- Umferðarráð hefur sagt sig mótfallin 2+2 lausn yfir Hellisheiði.
Ég styðst hérna að einhverju leyti við greinar/viðtöl við Rannsóknarnefnd umferðarslysa og Vegagerðamanna.
![]() |
Vegagerðin áætlar að tvöföldun Suðurlandsvegar kosti 13,5 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
-
arnid
-
kari-hardarson
-
vilberg
-
mberg
-
hrannsa
-
dofri
-
ursula
-
volcanogirl
-
loftslag
-
laugardalur
-
siggi-hrellir
-
svanurmd
-
lhm
-
larahanna
-
ragnar73
-
hjolina
-
hlynurh
-
arnith
-
neytendatalsmadur
-
bergursig
-
ingibjorgelsa
-
vefritid
-
sylviam
-
landvernd
-
thuridur
-
agustolafur
-
vest1
-
fsfi
-
morgunbladid
-
soley
-
hlini
-
photo
-
magnolie
-
arnthorhelgason
-
hildigunnurr
-
herdis
-
skidagongufelagid
-
gbo
-
arnthorla
-
malacai
-
charliekart
- kerfi
-
jevbmaack
-
raftanna
-
stjornuskodun
-
apalsson
-
birgitta
-
gp
-
hordurhalldorsson
-
hoskibui
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
roggur
-
siggimaggi
-
klarak
-
svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 101307
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar