Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Kristni að verða frjálslýndari

Var að rekast á áhugaverðri færslu hjá bloggvini :

http://sylviam.blog.is/blog/sylviam/entry/481874 

Mér datt í hug að benda á þessu svona sem einhverskonar mótvægi gegn fyrri færslu mína hér.


Svar til Ómars Ragnarssonar

 ( Ég  ætlaði að setja inn athugasemd á bloggi hans, en svo varð þetta frekar langt. )

Gott að heyra að þú tekur þessu létt með sjúkrahúsvistinni, Ómar.

Margt til í þessum skrifum hjá þér, en þessi borgaralega óhlýðni snérist ekki um frídaga, né hvíldardaga sem slík.  Þetta er mín túlkun á þessum athafni og orðum Vantrúar,  með bakgrunni í laganna hljóðan.

Með þessum aðgerðum var að mér finnst  bent á fáránleikanum í löggjöfinni. 

Bingó og happdrætti eru  nefnd sérstaklega í lögunum og sagt að bannað sé að stunda þessu á föstudaginn langa, páskadag og hvítasunnudag (Um jól er minna um undantekninga og því minni fáránleiki ) . 

En samkvæmt lögum er margs konar önnur starfsemi, svo sem sumar tegundir af verslunarrekstri  leyfð á "næstheilagasti dögunum" sem etv ekki er í samræmi við því  sem fólk  tengir við hvíldardögum, fyrst bingó og happdrætti eru bönnuð  (?)

 

Úr  Lög um helgidagafrið :

I. kafli. Tilgangur laganna.
1. gr. Um helgidagafrið er mælt í lögum þessum í því skyni að vernda helgihald og til að tryggja frið, næði, hvíld og afþreyingu almennings á helgidögum þjóðkirkjunnar innan þeirra marka er greinir í lögunum.

II. kafli. Um helgidagafrið og helgidaga þjóðkirkjunnar.
2. gr. Helgidagar þjóðkirkjunnar eru þeir sem nú skal greina:
   1. Sunnudagar, annar dagur jóla, nýársdagur, skírdagur, annar dagur páska, uppstigningardagur og annar dagur hvítasunnu.
   2. Föstudagurinn langi, páskadagur og hvítasunnudagur.
   3. Aðfangadagur jóla frá kl. 18.00 og jóladagur til kl. 6.00 að morgni næsta dags.

III. kafli. Um helgidagafrið.
3. gr. Óheimilt er að trufla guðsþjónustu, kirkjuathöfn eða annað helgihald með hávaða eða öðru því sem andstætt er helgi viðkomandi athafnar.
4. gr. Um starfsemi á helgidögum þjóðkirkjunnar gilda eftirfarandi reglur:
   1. Á helgidögum skv. 1. tölul. 2. gr. er öll almenn starfsemi heimil.
   2. Á helgidögum skv. 2. og 3. tölul. 2. gr. er eftirfarandi starfsemi óheimil:
   a. Skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Hið sama gildir um opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram.
   b. Markaðir og verslunarstarfsemi, svo og önnur viðskiptastarfsemi.
5. gr. Á helgidögum skv. 2. tölul. 2. gr. er eftirfarandi starfsemi undanþegin banni því er greinir í 4. gr.:
   1. [Gististarfsemi og tengd þjónusta, starfsemi lyfjabúða, bensínstöðva, bifreiðastöðva, verslana á flugvöllum og fríhafnarsvæðum, blómaverslana, söluturna og myndbandaleigna, svo og starfsemi matvöruverslana með verslunarrými undir 600 fermetrum þar sem a.m.k. 2/3 hluti veltunnar er sala á matvælum, drykkjarvöru og tóbaki.]1)
   2. Íþrótta- og útivistarstarfsemi.
   3. Listsýningar, tónleikar, leiksýningar og kvikmyndasýningar eða sams konar sýningar. Einnig má halda og veita aðgang að sýningum er varða vísindi eða er ætlað að gegna almennu upplýsingahlutverki, svo og að hafa opin listasöfn og bókasöfn. Starfsemi þessi má ekki hefjast fyrr en kl. 15.00.
   4. Heimila má að dansleikir er hefjast að kvöldi laugardags fyrir páska eða hvítasunnu standi aðfaranótt páskadags og hvítasunnudags samkvæmt almennum reglum, þó eigi lengur en til kl. 3.00.
Á helgidögum skv. 3. tölul. 2. gr. er starfsemi lyfjabúða, bifreiðastöðva, gisti- og veitingastarfsemi undanþegin því banni er greinir í 4. gr.

 1)L. 18/2005, 1. gr. 

 


Eins og sjá má var þessu rýmkað árið 2005, en bann við bingó og happdrætti stendur enn.

Sennilega voru fæstir  sem tóku þátt á Austurvelli sérstakir áhugamen um bingó.  En menn vildu benda á þessi ólög sem  rökrétt  afleiðing þess að  Ríkiskirkjan  og gömlu sýnin hefðu enn árið 2005 mjög sterk ítök í löggjöf landsins. 

Aðrar afleiðingar af þungum  ítökum kirkjunnar á löggjöf  og til dæmis kennslu í skólum eru miklu alvarlegri  og  margir vekja athygli á því á blogginu, á opnum fundum og á Alþingi.  Gjörninginn  fyrir framan Alþingi á föstudeginum  langa var  táknrænn fremur en annað og benti á fáránleiknum í þessum ítökum kirkjunnar.  

Ómar, Þér virðist finnast að áhrif ríkiskirkjunnar sé réttlætanleg vegna þess að hún sé svo fjölmenn. Já meirihlutinn hefur einhver rétt til að forma samfélaginu, en siðaboðskapinn um umburðalyndi segir að ekki ætti að valsa yfir minnihlutann.

Annað er að  þessi viðtekni sannleikur  um að Þjóðkirkjan  sé svona fjölmenn virðist vera mikill blekking. Börnum eru skráð í kirkjunni, jafnvel án skírnar, ef móðirin er skráð þar, eða ef móðirin kemur frá landi þar sem "Lútherstrúar" eru sögð í meirihluta.  Mjög fáir sem eru skráðir í þjóðkirkjunni hafa tekið upplýst val um það sem fullorðnir einstaklingar.  Menn eru þarna mikið til vegna hefðar, sumir vegna athafna og skorti á  valmöguleika í athöfnum og annað.

Samkvæmt könnun á hversu mörgum trúi á kjarnanum í trúarjátningunni, eru kristnir um helmingur Íslendinga. Ekki fleiri en tæplega 50% trúa að Jesús sé sonur Guðs,  frelsari  sem dó á krossinum fyrir sýndir mannanna, og lifir enn.  Enn færri trúa á dómsdag.  Við þessu bætist að sumir sem trúa þessu eru ekki í þjóðkirkjunni.  Varðandi hinn helmingin :  margir trúa á einhvern æðri mátt sem þeir kalla kannski Guð, en samræmist ekki í aðalatriðum neinn formleg trúarbrögð.  Húmanistar og aðrir trúlausir eru um 20% þjóðarinnar. Loks tilheyra sumir öðrum trúarbrögðum en kristnir.

Þessar tölur eru frá minni, en ég held að þetta standist nokkurn veginn, og sé í samræmi við kannanir Þjóðkirkjunnar.


mbl.is Vantrúaðir spila bingó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúleysingjar koma út úr skápnum, látum það ganga.

Ég er húmanisti. Ég  trúi að við skulum haga okkur út frá því sem við eigum sameignlegt sem manneskjur frekar en vísa í helgirit og æðri máttarvöld. Við skulum samt ekki valta yfir vistkerfin eða aðrar tegundir. Lífhvolfið og fjölbreytni þess er mjög dýrmætt, og einstakt.   Ég get ekki rökfræðilega hafnað  tilvist guða, frekar en nokkur maður geti gert það eða sannað tilvist æðra máttarvalda.

 

Yfirleitt get ég verið  sammála köld rök guðleysinga  (atheists) í trúmálum, prívat.  Ég hlustaði á Christopher Hitchens og Richard Dawkins á YouTube fyrir nokkru og þeir eiga margt til síns máls, þó þeir fari stundum yfir stríkið.  Eftir umhugsun hef ég ákveðið að styðja "The Out Campaign"   Þetta boðhlaup er svípað og hommar og lesbíur hafa verið með, og aðrir hópar - að koma út úr skapnum, til að sýna fram á tilvist sína, að engin þurfi að skammast sín eða óttast að segja frá því að hann eða hún trúi ekki á æðri máttarvöld, og að þessi hópur séu fjölmennari en margan grunar.  Og samanstendur af fólki með skýrri hugsun og með jákvæðum hugsjónum.

Þetta  "A" hérna fyrir ofan táknar  "tæknilega séð"   ateisma/guðleysi, en ég er sennilegast frekar agnostiskur svona mannfræðilega séð: Mér finnst ekki mikilvægt að  koma með rök um að æðri máttavöld sé firra og standist ekki rök.  Hins vegar er mjög margt í stærri trúarbrögðunum sem manni finnst geti engan vegin staðist. Og trúarbrögð virðist auðveld að misnota. Rökfræðilega er ég  í vissan skilning  guðleysingi / atheist. 

En menn mega svo sem trúa fyrir mér, ef það lætur fólk sæmilega vel í fríði.  Þar af leiðir  að ég hef erfitt með að kunna vel við öfgamenn óháð trúabrögð.

Það sem trúabrögðin og húmanisma hafa sameiginlegt með til dæmis Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðirnar,  er  hins vegar mjög mikilvægt og ber að virða og efla.  Það ber hiklaust að auka veg mannréttinda og virðingar. 

Ekki má gleyma gullna reglunni, sem er eldri en kristni, og sennilega innbyggt í genum okkar að einhverju leyti. (Sést líka í dýrum, út frá eðlishvötum).  Við hegðum okkur oft gagnvart öðrum, miðað við að hafa sett okkur í þeirra sporum, í huganum. Og þessu ber að hlúa að og styrkja, ekki bara gagnvart þeim sem við mætum. Líka gagnvart fólki í öðrum löndum og heimshlutum, framtíða kýnslóðir og jafnvel lífríkinu öllu. 

Ég hef mögulega eitthvað aðerins sameiginlegt með  panteista, en þetta gildir kannski um stóran hluti mannfólksins.   Á sumum stundum  finnst manni að  eitthvað  sem nálgist því að vera heilagt og beri að virða búi í landslagi, vistkerfunum, og stjörnuhimni.

Þó ég sé svolítið seinn að "taka við keflið" þá vil ég benda  að þessi yfirlýsing kom vegna áskorana sem hafa birst hér og þar, til dæmis  :

http://thorgnyr.blog.is/blog/thorgnyr/entry/372016/

http://runavala.blog.is/blog/runavala/entry/343133/

Annað :  Við sem trúum ekki á upprisnum Jesúm Guðssyni (vafalaust rangt beygt hjá mér) , meyfæddur með meira,  erum fleiri, en margir halda.  Það virðist nefnilega vera  þannig að  færri en helmingur allra  sem kalla sér kristnir á Íslandi, trúa þessu, samkvæmt könunn Þjóðkirkjunnar sem ég vitnaði í  færslu fyrir nokkru.  Fæstir sem kalla sér kristnir á Íslandi trúa á atriðin í trúarjátningunni.

það getur kannski verið gott ef  við sem ekki trúum á Guð, Jesú, Óðni, Frey,  Jahve, Allah, né fylgjum Búdda séum sýnilegri en hingað til. 

 


Skrifið undir gegn tafir í loftslagsmálum

Ég hvet alla sem hafa einhverjar áhyggjur af loftsalagsbreytingum af  mannavöldum til að sýna hug sinn og skrifa undir  á þessum alþjóðlegum lista.  Avaaz.org virðist hafa náð flugið í þessum málum og með þeim getum við  raunverulega haft áhrif.  Því trúi ég.

http://www.avaaz.org/en/bali_emergency/

Ráðstefnan í Bali er að ljúka.  Það er minni en sólarhringur til stefnu.

 


mbl.is Sláandi spá um hafísbráðnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntamálaráðherra að fara gegn gildum grunnskóla ?

Sumir hafa hrósað Menntamálaráðherra fyrir því að virða dóm Mannréttindadómstól Evrópu í Strasbourg, og gera tillögu um breytingu á  textanum  í grunnskólalögum. Það er sennilega ástæða til þess. Sjá færslu á blogg Siðmenntar.

En framkoma hennar í þessu máli eftir að það komu upp heitar umræður, og biskup Íslands lét eins og hann væri yfirmaður hennar, er ekki til fyrirmyndar ef litið er til kristilegs  síðgæði, né nýja textanum að lögum. Hún virðist hrædd við að verða túlkuð þannig að hún sé sjálf að gera það sem hún svo sakar aðra um, að draga úr  áhrifa kirkjunnar og trúboð í skólum. Umburðarlyndi er ekki fyrsta orðið sem kemur upp í huga mínum til að lýsa hennar framkomu. Ekki heldur lýðræði né rökræða.


mbl.is Ráðherra segir Siðmennt misskilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæði vandamálin má vinna gegn með hjólreiðum

Hjólreiðar eru ekki efst á listanum þegar menn tala um aðgerðir gegn loftslasgbreytingum af mannavöldum, og því miður ekki þegar talað er um offitu né hreyfingarleysi.

Samt eru auknar hjólreiðar  leið sem vinnur vel gegn þetta tvennt og margt meira í viðbót.

Lesið eldri færslur hér á blogginu og á lhm.blog.is  til að sjá hvað er átt við. 

Og hjólreiðar séu mun raunhæfari kost en langflestir stjórnmálamenn og margir aðrir halda.  En þett snýst ekki um að þröngva hjólreiðar upp á neinum, heldur að leiðrétta misrétti, og jafna samkeppsinstöðu samgöngumáta.  Bílanotkun fygja margs konar vanda, sem fólk eru smám saman að viðurkenna. Fyrir þessum "externalities"  þarf að borga, aðm minnstu kosti að hluta.  Og varðandi ökutækjastyrks. kílómetragjaldi, gjalds sem er (ekki) borgað fyrir bílastæði, og fleira í þeim dúr þarf að leiðrétta.  Ef þetta er gert, stjórnvöld vindur sér í smá ároðri og ökukennslu fyrir hjólreiðamenn í samvinnu með fjölmiðla og hjólreiðafélög,  þá munu hjólreiðamenn fjölga og öryggi þeirra aukast með auknum fjölda (Safety in numbers).  Þegar bætt er við skilvirkar og þægilegar tengingar sem koma í stað hraðbrautana, þá er þetta nánast komið  :-)  


mbl.is Offita jafnstórt vandamál og loftslagsvandinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins ! Morgunblaðið viðurkennir ábyrgð

Mér þykir það mikið fagnaðarefni að Morgunblaðið vilja fjalla svolítið kerfisbundið um loftslagsbreytinga og hvað við getum gert.

Hingað til finnst manni að fjölmiðlar hafa almennt ýtt undir aukna bílavæðingu, og tortryggja  vísindi Lofslagsverkefnis þúsunda vísindamanna á vegum Sameinuðu þjóðirnar.  

Vonandi  verður vinkillinn ekki þannig að engu þurfa að breyta nema etv að flokka sorpið betur og skipta  í sparperur og etv bíll sem mengar 10% minna.  Munu stjórnmálamenn sleppa 100% ?

 

P.S.

Fagni  líka Nóbelsverðlaunin til handa IPCC og Al Gore, en voni að næst tengist verðlaunin frið með beinni hætti.  


mbl.is Hvað eruð þið að hugsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekari upplýsingar um málsatvik árekstrar væru vel þegnar

Það segir sig sjálft að maður eigi ekki að hjóla ölvaður, og ég efast ekki um að það sé rétt að kæra manninn í þessu tilfelli.  En ég væri til í að heyra meir aum hvernig þetta atvikaðist. Það kæmi mér ekki á óvart að bílstjórinn hafi líka brotið af sér, til dæmis ekki miðað hraða við aðstæðum. 

Mér hefur sýnist að oft þegar bílstjórar aka á fótgangandi eða hjólreiðamenn er sjaldan sagt eins nákvæmlega frá málsatvikum og þegar bilslys verða.   Ég hef heyrt frá erlendum sérfræðingum  sem maður treystir, að lögreglumenn oft hugsa frekar eins og bílstjórar, en eins og  gangandi eða hjólandi og þess vegna hallar á "veikari" og umhverfisvænni aðilann þegar skýrslur eru  skrifaðar. Það væri gott að fá vísbendinga  um að svo sé ekki oft hér á landi.  En umfjöllun fjölmiðla af nokkrum árekstrum  síðastliðna mánuði eru ekki hughreystandi.

Loks velti ég fyrir mér hvort ekki sé rétt að ölvað fólk á bílum valda mun meiri skaða, miðað við fjölda ökumanna, en ölvaðir hjólreiðamenn.  ( miðað við fjölda hjólreiðamanna).  Og það þrátt fyrir því að stærri hlutfall ferða á hjóli séu væntanlega farnar með rétt yfir 0,5 prómill í blóðinu en á bíl. Ef þetta stenst gæti skýringarnar verið að 1)  hjólreiðamenn komast ekki langt ef þeir séu mjög ölvaðir.  Þeir þurfa jú að halda jafnvæginu  2) massi og hraði eru mun minni en hjá bílstjórum á sjálfrennireið 3) fjöldi kílómetrar  farnar í  annarlegu ástandi er meiri  hjá bílstjórum.


mbl.is Ölvun á reiðhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hert eftirlit með hemlum bíla !

Miðað við fyrirsögnina "Flestar bilanir í hemlabúnaði", og innihald fréttarinnar spyr ég: 

Er ekki borðleggjandi að Íslensk yfirvöld þurfa hið snarasta að kynna sér málið og setja reglur um hert eftirlit með hemlabúnaði bíla ?  Það er mjög alvarlegt að ein algengasti gallinn á bílum sé á hemlabúnaði.

Þetta kemur sérstaklega illa út fyrir saklausa aðila sem eru í umferðinni, gangandi, hjólandi og aðrir á bílum, og ætti því að hafa forgang.  

Ef ekkert hefur komið fram eftir tveggja vikna athugun, sem mælir sterklega á móti þessu, ætti að setja bráðabirgðareglur um hert eftirlit sem tekur gildi eins hratt og unnt er.  

Eitt furða ég mér á : Hvers vegna hefur engin Moggabloggari talið þetta vera nógu mikilvæg frétt til að  gera athugasemd við hana ?   Þetta snýst jú um hræðilegar árekstrar og manfórnum sem vænta má að fjölgi líka hér á landi vegna slæms ástands bifreiða.


mbl.is Flestar bilanir í hemlabúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband