Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Hjólum gegn umferðarvá kl. 18 frá Glæsibæ

Það stendur til að halda sk. Keðjuverkun  ( Critical Mass) í kvöld.

Eitt sem getur verið ástæða til þess að mæta er að vekja athylgi  á því hvernig hjólreiðamenn eru fórnarlömb umferðar, og á sama tíma getur verið hluti af lausninni.  Umferðarvá er ekki bara umferðarslys/árekstrar, heldur líka staðbundin mengun, öryggisleysi, og áhrif skipulags. Fólki er meinað að fara hentuga leið á milli A og B vegna þess að lítið sé gert ráð fyrir greiðar samgöngur á hjóli, en allt miðað við bílaumferð.  Þetta leiðir meðal annars til hreyfingarleysis sem drepur miklu mun fleiri en umferðarslysin ár hvert.

Mætum kl. 18 við Glæsibæ og hjólum saman niður í bæ. 

Eins og sumir vita var hjólreiðamaður sem var á hjóla úti í kanti eftir Vesturlandsveg keyrður niður  á Sunnudags morgun.  Liðan mannsins er eftir atvikum góð.  Meira um það í nýlegum færslum á blogginu.   Annar var keyrður niður við Kleppsveg fyrr í sumar. Það er að segja bara hjólið lenti undir hjólunum, en hann var ómeiddur.  Í hvorugt tilfellið fjölluðu fjölmiðlar um gáleysi bílstjóranna og að bílstjórar bera mikla ábyrgð og þurfa að gera ráð fyrir hjólreiðamenn í umferðinni.  Frekar var eins og hjólreiðamenn bæru einna helst ábyrgð á sinu öryggi einir.  ( Eins og allir þurfa hjólreiðamenn að sjálfsögðu líka að vera vakandi og kurteis )

 


mbl.is Hættulegasta vikan í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt ekki hjálmar gegn svifryki

Úr fréttinni : 

Þeir sem eiga þess kost ættu t.d. að nota hentugar gönguleiðir til og frá áfangastöðum þó ekki í nánd við miklar umferðargötur, hjóla með hjálm, fara í strætó eða fá far hjá öðrum. 

Hver heldur að það hjálpi að nota hjálm gegn svifryk ?  Hvaðan í ósköpunum kom þetta ? Er  einvher hjálpegur fréttamaður að skalda þetta ?

 

Að segja að það þurfi að nota hjálm við hjólreiðar er einmitt falið þtil þess að fá færri til að hjóla en fleiri til að aka bíl. En þá eykst vandinn.

Erlendar rannsóknir benda sterklega til þess að þegar einblint er á meinta ofurhætta við að hjóla, þá fækki hjólreiðamönnum.  Fyrir tiltkinn ferð í þéttbyli virðist vera yfirleitt svipað hættulegt að vera á bíl og reiðhjóli.  Hættulegri að vera á bíl fyrir unga karla. Rannsóknir sýna líka að það eru bílarnir/bílstjórar  sem drepa og límlesta, ekki reiðhjólin ( kemur á óvart ? ) Þá er nokkuð skýrt að hjálmar hafa ekki dregið úr hætta á alvarlegum höfuðmeiðslum þar sem lögboðið er að hjóla með hjálm.  Búinn að blogga um þetta áður...  European Cyclist Federation hefur lengi barsit fyrir því að menn lita á vísindinn og heildarmyndina í þessum efnum. og þau standa að málþingi um hjálma á Velo-City ráðstefnuna í München í júni.  Þeir sem euri fróðleiksfúsir geta lesið hér :

Wikipedia  : Reiðhjólahjámur

Wikipedia: Bicycle helmet

Mæli með að þeir sem  hafa þekkingu á þessu sviði bæta svoleiðis við í Wikipedia. Á umræðusíðuna til hliðar við greinina er hægt að setja fram spurninga.

Svo er þetta með að menn ættu að halda sér fjær miklar umferðargötur.  Það segir sér sjálft, en þessi áhersla gerir að menn tengja það að vera ekki á bíl við meiri hætta en að vera á bíl í tengsl við svifryk.  Til eru rannsóknir sem benda sterklega til þess að allavega varðandi  önnur mengun en svifryk og sem tengst bílum ( NOx, SOx, VOC) , þá verða bílstjórar fyrir hærri gildi en aðrir. Loftinttakið er vist púströr næsta bíls, loftið haldist inni bílnum ( ekki mikið rok þar ) , en gangandi og hjólandi eru með loftinntakið ofar og ekki við púströrin.  

 


mbl.is Dregið hefur úr svifryksmengun í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hnattræn hlýnun : Leiðtogar vakni

Það væri nú gaman ef þessi "auglýsing" næði upp úr 17 sæti á YouTube og kæmist í topp-10, eins og forsvarsmenn Avaaz.org vonast til.

Enn engin haldbær rök fyrir 2+2

Þetta er með ólíkindum !  Öll rök mælir með 2+1. Að mínum dómi virðist vera eitthvað allt annað en aukið öryggi sem mælir með 2+2 lausnina.  Þar vegur sennilega þyngst þægindi og öryggistilfinning  þeirra sem eiga þarna leið um.   Hún er að sjálfsögðu líka einhvers virði, en menn eru ekki að koma hreint fram með þessu, að mér sýnist.

Ég held að 

  • Að vetri til verður hættulegt að fara fram úr á 2+2 vegna þess að ísingin verði ekki eytt.  Umferðin verði  of lítill til þess.
  • Allt árið mun hraðinn aukast og árvekni minnka vegna aukins öryggistilfinnings bílstjóra á 2+2 miðað við 2+1.
  • Aukin öryggistilfinnnig leiði til þrystings um að hækka hámarkshraða.
  • Með betri veg má reikna með að fleiri kjósa að búa fyrur austan fjall og keyra daglega til Höfuðborgarsvæðisins.
  • Aukin umferð yfir  Hellisgheiði þyðir aukin gróðurhúsaáhrif og  líka aukin umferð í borginni og fyrir austan fjall, með aukinni mengun ( svifryk, lofttegundir, hávaði )  og skert aðgengi og  öryggistilfinning gangandi og hjólandi.
  • Aukin þægindi þýði þannig meiri umferð og það geti í sjálfu sér aukið slysahættu. 
  • Kostnaðurinn er svo miklu meiri að aðrar úrbætur sem snúa að því að aðgreina umferða úr gagnstæðri átt, seinki.
  • 2+1 vegur þar sem einn eða tveir akreinar eru á vixl stuðli að ábyrgari hegðun almennt. Það er vel þekkt að menn sem hafa ekið á hraðbraut séu með einhverskonar hraðablindu. 2+1 vegur stuðli í minna mæli að þessu, að mínu mati.
  • Virt norsk handbók um umferðaröryggi  sýnir að tvöföldun eitt og sér leiði að meðaltali til aukins kostnaðs vegna  slysa.
  • Umferðarráð hefur sagt sig mótfallin 2+2 lausn yfir Hellisheiði.

Ég styðst hérna að einhverju leyti við greinar/viðtöl við Rannsóknarnefnd umferðarslysa og Vegagerðamanna.

 


mbl.is Vegagerðin áætlar að tvöföldun Suðurlandsvegar kosti 13,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurmenntun ökumanna á 5 ára fresti ?

Það er hreint ótrúlegt hversu frekir menn eru og hversu mikið þeim liggur á.  Auk þess að menn færa bifreiðar til á slysstað eru dæmi um að menn fara framhjá slysstað án þess að hjálpa nauðstaddra, né hringja í 112, þegar þess er nokkuð greinilega þörf.

Eins og bent er á í  bloggfræslu Kela ,  væri ekki vitlaust að velta fyrir sér leiðir til þess að endumennta bílstjóra í lög og reglur.  Hann stingur upp á að hafa þetta á 5 ára fresti.

Varðandi þessu sem Keli talar um að heimta að meira af skattféið  ætti  fari  í vegagerð,  held ég að það hlýtur að vera mikið og stórt álitamál.  Tek það samt fram að  um  "eyðingu svartbletta" eða aðgerðir sem eru klárlega arðbærar sé fyrir þjóðfélaginu, gildir öðru.

En varðandi almenn breikkun vega og nýlagningu vega, þá koma önnur sjónarmið en skattar og penig varið í vegagerð sterkt inn.  Á enski heitir þetta "externalities", og eru hlutir eins og slys, umhverfis- og heildaráhrif bilaumferðir á heilsu, áhrif á skipulag borga og ójöfnuður í samfélögum.

Það er auðvelt að færa rök fyrir því að byrði auknar og hraðari umferðar á samfélaginu sé svo mikill, að skattar standa engann vegin undir kostnað.  

Hef ekki tími núna til að finna bestu tilvisanir ern hér er byrjun :

* http://www.ecoiq.com/magazine/features/feature13.html
* http://www.cer.be/content/listpublication.asp?level1=932&level0=928
* http://www.cer.be/files/INFRAS%20Study_EN-144344A.pdf
  ( " Road transport costs EU countries 650 billion euros a year
A multimodal fund should be set up to promote sustainable transport"  )

Hjá INFRAS  vantar reyndar að reikna með ymsa þætti, þetta eru varlega áætlaðar tölur. Sem dæmi deyja 300.000 úr hreyfingarleysi og óhollu  mataræði í BNA en 40.000 í umferðinni. Hreyfingarleysið er síst mikilvægari en slysin og mataræðið v. að stytta líf manna í hinum vestræna heimi.



mbl.is Ökumenn áttu við vettvang tvisvar á þremur dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæli með þessu. Google myndband um hjólreiðar

Þetta verður stýsta blogg mitt hingað til.
Fólk með áhuga á samgöngumál ættu að kynna sér umræðu um hjólreiðar. 

Hér er krækja í Google myndband með viðtölum frá hjólaráðstefnunni Velo-City ráðstefnunni 2005 í  Dublin.

Undirritaðan tók þátt á Velo-City, og kann Landssamtök hjólreiðamanna Reykjavíkurborg bestu þakkir fyrir styrkinn !

 


Robinson hvetur til sátta í hjálmadeilunni

Ég skrifaði færslu um vísindi og hjólahjálma fyrir nokkru, í tilefni þess að börn voru gefin hjálma.

http://mortenl.blog.is/blog/mortenl/entry/10779

Síðan  þá er búið að skipuleggja alþjóðleg  málstofu um reiðhjólahjálma og vísindaleg rök um gildi þess að banna menn að hjóla án hjálma.  Rökin um hjólabann án hjálms hefur líka áhrif á rökfærslu fyrir því að  segja fólki, þar með talið börn og foreldrar að það sé fásinni að hjóla án hjálms.

Málstofan verður haldin sem hluti af hjóla-ráðstefnunni Velo-City 2007, sem verður  haldin í München, í suður-Þýskalandi 12.-15. júni  nk.   ( www.velo-city2007.com )

Nýjasti greinin sem ég hef séð um þetta, er eftir Dorothy Robinson sem kemur á málstofuna, alla leið fra Ástralíu.  Krækja í greinina er hér :  Bicycle helmet legislation: Can we reach a consensus?

Svo vantar að geta sett "tög" í þetta bloggkerfi, svo ég bæti smá inn hér :
Tag: reiðhjólahjálmur hjólreiðahjálmur hjólahjálmur hjálmur hjálmaskylda

Ekki skýr ávinningur af áherlsu á hjólreiðahjálmum

Það er viðtekinn sannindi og í samræmi við heilbrigða skynsemi að það bæti öryggi barna ( og annarra ) að nota hjálma þegar þeir eru úti að hjóla, á línuskautum og á hestbaki.  

En nýlega hefur komið fram athyglisverðar rannsóknir og mat á vísindaskyrslur sem hafa tekið fyrir hversu mikið það hjálpar hjólreiðamenn og lýðheilsu að leggja áherslu á hjálmanotkun.  "Hjálmamálið" hefur reyndar verið umdeilt meðal tölfræðinga, lækna og hjólreiðasamtaka í meira en áratug. 

Hjálmamálið er ótrúlega erfitt mál því menn eru gjarnan mjög fastir í sinni sannfæringu.  Ég hélt að ég væri með fremur opnum huga almennt,  gagnrýnin á viðteknum sannindum og hlynntur að sjá hluti í samhengi.  Samt var erfitt fyrir mig sem var sannfærður um griðarleg mikilvægi hjálma að viðurkenna að þeir sem voru á öðru máli ætti að  taka alvarlega.

Ekki skal ég halda fram að endanleg niðurstaða sé komin í þessu máli, en þeir sem hafa áhuga á heilsumál og hjólreiðar, ættu að þekkja til  umræðuna  á meðal visindamana á þessu sviði.  

Ástæðan fyrir því að ég fór að skoða málin, var sú að Samband Íslenskrar tryggingafélaga lagði til skyldunotkun  hjálma fyrir alla  hjólreiðamenn.  Í dag er hjálmaskylda fyir börnum yngri en 15 ára. Lögin hefur að manni skilst ekki aukið hjálmanotkun, og það er ástæðan fyrir því að Kiwanis vilja leggja hönd á plóg, sem er loftsvert, út frá vitneskjunni sem þeir hafa. (Sjá frétt mbl.is, vitnað í hér að neðan)

En þegar það kom til tals að skylda alla til að nota hjálma við hjólreiðar,  þótti mér nauðsýnlegt að skoða bestu tiltæk rök með og á móti. Þetta var hrein og klár skylda mín sem fulltrúi hjólreiðamanna í Umferðarráði, þar sem þetta kom til umsagnar.

Óháð hver endanleg niðurstaða verði, finnst mér  rétt að þung rökin sem eru færð í mörkin á móti skyldunotkun hjálma komi fram.  Franskur heimspekingur  ( Voltaire, eða samstarskona hans ?)  sagði  að þó að hann væri ósammála einstaklingi vildi hann verja rétt hans til að koma  skoðanir sínar  á framfæri.   Reyndar eru rökin um hjálmana og sérsaklega um hjálmskyldu  mjög margvísleg.   Sum rökin gilda líka  um hvernig hjálmar  eru "ofseldir" sem lausn á  vandamáli sem er látið lita út fyrir að vera mun alvarlegra en það er í raun.  

Rökin á móti hjálmaskyldu sem að margra mati vegur þyngst, er  reynslan og tölfræðin frá löndum þar sem skyrar breytingar hafa verið á fjöldi þeirra sem nota hjálma.  Þessi tölfræði má túlka þannig að hjálmar  gera mun minni gagn en halda mætti.  Þetta er sagt vera niðurstöður nákvæmrar  athugana í Ástralíu, Nýja Sjálandi, Bretlandi og nokkur fylki Kanada. Reyndar er heildaráhrifin á lýðheilsu sögð snúast í stór og neikvæð áhrif ef tekið er tillit til  þess að fólk, og þá sérstaklega unglingar, hætta að hjóla í kjölfar hjálmaskyldu.

Ástæðuna fyrir því að menn hætta að hjóla þegar hjálmaskylda er sett á, getur verið  margvísleg, en það er ekki aðalmálið, heldur að það gerist.  En auk þess sem menn hugsa oftast um, getur hér verið um að ræða veruleg óþægindi, "vesen"  og að áhersla á hjálma gefur þá mynd af hjólreiðaum að þeir séu sérstaklega hættulegar og þannig hræða mönnum frá hjólunum. 

 

Það eru til margar vefsíður og fræðigreinar um efnið, en ég vil sérstaklega benda á :

 

"BMJ (British Medical Journal) focuses on uncertainties about helmets

Do enforced bicycle helmet laws improve public health?

http://cyclehelmets.org/mf.html?1171

Á síðunni eru samantekt úr tveimum greinun, frá fremstu sérfræðingar sem hafa fundið jákvæð og neikvæð áhrif af hjálmaskyldu.  Þeir sem eru jákvæðir í garð hjálmaskyldu virðist þó vera sammála um að hjálmaskylda hafi og geti fækkað tölu hjólreiðamanna umtalsvert.  Margir eru á því að ofuráhersla á því að fjalla um "nauðsýn" hjólreiðahjálma virki á svipaðan hátt, á meðan margt annað mundi bæta öryggi hjólreiðamanna mun meira og skilvirkari.

 

"4 UK reports find little evidence of helmet effectiveness"

 http://cyclehelmets.org/mf.html?1155

Af þessum fjórum vil ég sérstaklega nefna skýrslu eftir  Tim Gill skrifuð fyrir National Children's Bureau, á Bretlandi 

Cycling and children and young people: a review  Gill T. National Children's Bureau, 2005. ISBN 1-904787-62-2

 Hann fer yfir margs konar visindaskyrslur og skoðar áhrif aðgerða stjórnvalda, og finnur stuðning fyrir því að það væri hagur okkur allra ef börn væru meiri út að leika sér. Frelsi barna aukist til muna með reiðhjólum, sem stækkar reynsluheim þeirra og færni.  En margir foreldrar og aðrir eru hræddir um að hjólreiðar séu hættulegar, sem hann finnur ekki stuðning  fyrir.  Hann vill að börnum séu gefin aukin tækifæri til hjólreiða og hætt að tala eins og það sé sérstaklega hættulegt.  Höfuðmeiðsl eru til dæmis ekki neitt sérstaklega tengt hjólreiðum. Hann tekur fyrir visindaskyrslur um hjálma, og niðurstaða hans er að gagnsemi hjálma  fyrir lyðheilsu, og sérstaklega dulin skilaboð um að hjólreiðar séu sérstaklega hættulegar halda ekki vatni.  Hann notar sjálfur hjálm og vill að börnin sín noti hjálm, en það er eitthvað sem yfirvöld og liknarfélög ekki hafa visindalegan grundvöll til að  halda fram sem mikilvægan hlut í lyðheilsumálum, frekar þvert á móti.

Ef einhver hefur góð rök í umræðunni, væri ekki vitlaust að bæta því við Wikipedia-greinar sem til eru  um efnið. 


mbl.is Hjóladagur í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími til - eða hvað ?

Væri ekki  gáfulegt  að gera skúrk í að taka þá sem hjóla hratt og gera hjólin upptæk, enda mikið vandamál, allstaðar sem hjólreiðamenn eru á ferð ?  Það eru örugglega einhverjir sem geta staðfest að það sé vandamál hérlendis, til dæmis á  göngu- og hjólreiðastígum ?

Eða væri líklegra til árangurs varðandi að vernda mannslífum að gera svípað og stefnt er að varðandi hjólreiðamenn í Stokkhólmi gagnvart ökufanta á öflugum bílum hér á landi ?  Sem sagt leggja hald á bílana ? Það kæmi kannski í veg fyrir að einn og sami maðurinn geti ekið á ofsahraða 10 sinnum á stuttum tíma ?  Líklega hefur hann og aðrir ekið á ofsahraða mun oftar, án þess að lögreglan hafi náð að mæla þá 

Það er stundum gott að reyna að sjá hluti í samhengi. Er ekki mun meiri aðkallandi að gera eitthvað við þá ( við allir nánast) sem aka of hratt á bílunum, og getum valdið mun meiri skaði en hjólreiðamenn geta ?

Það þyðir ekki að ég sé hlynntur því að menn hjóla hraðar en aðstæður leyfa, og sérstaklega ekki á stígum og gangstéttum, því þar eru hjólreiðamenn gestir.  Samkvæmt lögum eru reiðhjól ökutæki, og hjólreiðamenn eiga full réttindi á götunum, nema þar sem sérstök skilti segja annað.  Á gangstéttum og stígum, þar sem ekki er merkt sér "hjólarein"  eiga hjólreiðamenn að sjálfsögðu að taka tillít til gangandi.  Dæmin sýna  að réttarstaða hjólreiðamanna á  hjólareinum er  þannig að hjólreiðamenn eiga að taka tillit til gangandi, og mega ekki fara óhflega hratt yfir.  

En svoleiðis neikvæni í garð hjólreiðamanna er svo ótrúlega algeng. Já það er hreint ótrúlegt.

Það eru hins vegar fjölmörg dæmi um að auknar hjólreiðar skilar sér í fækkun umferðarslysa, minni mengun og batnandi heilsufar.  

 Lesið til dæmis nýleg grein

"Bicycle is king of the road as gas costs rise"

    í International Herald Tribune    (5. mai 2006)

 


mbl.is Hraðatakmarkanir settar á sænska reiðhjólamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband