Færsluflokkur: Samgöngur
15.8.2010 | 23:37
Hjólreiðar eru SVAKA hollar, hjálmaráróður vantar stuðning í vísindi
Mikið er þetta einkennileg "frétt".
Ég er að reyna að fylla í eyðurnar...
Einhver vildi huggulega mynd til að gefa blaðinu lít og líf, og einhver annar fékk í hlutverk að semja einhverja litla myndatexta. Var þetta það snjallasti sem viðkomandi gat þrýst út úr sér ?
Líklega ekki, heldur var þetta afgreitt hratt og nánast án hugsun. Hið andstæða við frétt, gubbað upp það sem allir hafa heyrt, og flestir virðist samþykkja. Og það er svo sem allt í lagi, einhvers konar hvíld frá fréttunum. Umfjöllun um daglegt líf. En í þessu tilfelli er parturinn um hætturnar byggða á "rangan misskilning". Maður er farinn að velta fyrir sér hvort einhver sér sér hag í að blanda neikvæðni og tortryggni inn í öllu tali um hjólreiðar.
Mæli annars með blogg Árna Davíðssyni tengd þessa frétt.
http://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/1085279/
VIÐBÓT eftir fyrstu vistun: Er búinn að kíkja á pappírsútgáfuna og sé að þetta er einmitt falleg mynd með þessum stutta og lélega texta. Reyndar þá er tvennt varðandi öryggi sem maður sér strax þegar myndin er skoðuð í betri upplausn :
- Strákrunn er ekki með hjálminn rétt stilltan. Ennið á ekki að vera "bert", og hjálmurinn ekki "skakkur". Rannsókn sem kannaði hvort börn gátu stillt hjálminn, komst að þeirra niðurstöðu að 96% gátu það ekki. Gott ef þeir fengu ekki líka tækifæri til að fá aðstoð fullorðins manneskja, án þess að niðurstöðurnar batnaði mikið.
- Stígurinn er með heildregna línu til að afmarka hvar eigi að hjóla. Þeir feðgar (líklega feðgar), eru ekki að fara eftir þessu. Og ég er ekki að fetta fingur út í það, heldur hversu vanhugsuð þessi lína sé, og þá sér í lagi þegar hún er heildregin, og hjólahluturinn af stígnum sé einn metri á breidd, og mjög oft mjórri. Dugar að sjálfsögðu ekki þegar hjólreiðamenn mætast. Þessar línur rugla menn í ríminu varðandi hver eigi að vika, menn ruglast í hægri-reglunni. Og gefur falskt öryggi, á þann hátt að hjólreiðamenn gera ráð fyrir að gangandi sem eru "sín megin" muna halda sér þar, og að óhætt sé að þeysast framúr fólkinu , ef bara maður heldur sér á hjólaræmunni.
þegar maður opnar myndina til að sjá hana stærri sér maður lýsing á myndinni sem er mun eðlilegri, og væntanlega komin frá ljósmyndaranum : "Náttúrunnar notið í Elliðavogi."
![]() |
Hjólreiðar eru holl hreyfing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 16.8.2010 kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2010 | 15:16
Fjölga beri hraðamyndavélum
Með hækkun hraðasekta þá virtist umferðaröryggið hafi batnað, en nú eru sjokkið kannski runnið hjá, og fólk tekur sénsinn aftur. Getur ekki verið að það þurfti að fjölda sjálfvirkum myndavélum ?
Mér fannst þessi grein George Monbiot vera áhugaverð, þó mér finnst flokkapólitíska vinkill vera allt of áberandi hjá honum.
Tory Boy Racers
![]() |
Hraðakstur við Borgarnes |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mér varð á mistök... mbl.is setur þann texta sem ég saknaði fremst í fréttinni...
Biðst afsökunar. Ástæðan fyrir að ég hljóp á mér var fljótfærni, en þarnæst að mér finnst fréttamennskan um umferðarmál oft svo afspyrnuléleg og maður býst hálfpartíin við að eitthvað sé athugavert við fréttaflutninginn. Í tilvkinu með Landeyjarhöfn, þá er sem sagt stjórn Umferðarráðs (óvart?) að benda á að opnun Landeyjarhafnar, muni auka bílaumferð, og aukin bílaumferð skapi oft aukin áhættu. En maður upplífir fjölmiðlar sem svo mikið á bílaumboðsspenanum að maður væri að búast við að ábending um aukna hætta vegna aukna umferð, væri alveg eins þægilegt að "gleyma"
Svo hefur enginn heldur reift það í umræðunni, svo ég viti, að færsla hafnar Herjólfs frá Þorlakshafnar til Landeyjar mun hafa þann kostnað í för með sér að toll umferðarslysa kunni að aukast á Suðurlandi. Hún mun i væntanlega aukast ekki síst á þeim vegarköflum þar sem menn hafa æpt yfir sér um að það þurfi að tvöfalda ( Litla kaffistofan - Selfoss ) og notað dauðaslysin sem nánast eina ástæðan sem er er gefin út opinberlega fyrir því að þörfin fyrir tvöföldun sé fyrir hendi. Hefðu menn í raun verið að spá í öryggi , þá hefðu menn ekki verið svo mikið á móti 2+1 lausnina.
Hér er það sem ég skrifaði :
Ályktunin frá stjórn umferðarráðs var lengri en það sem mbl.is birtir. Hvers vegna var ákveðið að sleppa þessari setningu ?
"Með tilkomu Landeyjarhafnar má gera ráð fyrir aukinni umferð á Suðurlandsvegi, og þá ekki síst ungs fólks á leið til og frá Vestmanneyjum um verslunarmannahelgina. Stjórn umferðarráðs beinir því sérstaklega til vegfarenda á þessari leið að aka varlega og sýna tillitssemi."
Sjá : http://www.us.is/Apps/WebObjects/US.woa/wa/dp?detail=7689&name=frett_ny
![]() |
Hvetur til varkárni í umferðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2010 | 08:56
Gott. En reiðhjól eru samt ökutæki !
Enn einu sinni á stuttum tíma er verið að birta frétt á mbl.is sem lætur það lita út fyrir að ekki mega nota reiðhjól á götunum.
Hér á blog.is, þeas hjá Sigga Magga, spunnust miklar umræður um þetta fyrir helgi (umræðurnar snérust aðallega um hver væri ábyrgur fyrir misskilninguna í fréttinni og hvernig það gat gerst, og þá um stöðu rafmagnsvespurnar ) :
http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/1077206/
Málið er í stuttu máli að sum "lítill tæki" sem fyrir klúður löggjafamanna voru flokkað sem reiðhjól, þeas hlaupahjól með rafvél eða bensínvél, voru í sératkvæði sögð að mætti einungis nota á stígum og gangstéttum, sem á auðvitað ekki við um hefðbundin reiðhjól.
Að láta vespur falla í þennan flokk, er mikill misskilningur, þó þeim er háð hraðatakmörkun ( fara ekki hraðar en 25 km/klst ). Því mörg reiðhjól fara ekki hraðar yfir og þeim er (að réttu ) gefnar göturnar og vegir sem aðalstaður. ( Fæstir velja þó að hjóla á götum þegar þær líkjast einna mest hraðbrautum, eiga þeir raunverulegan valkost um annað )
Sjá tilvitnanir í lögunum í athugasendum frá mér undir færslu Sigga Magga.
Að lokum : Það er ekki þörf á að endurskilgreina reiðhjól, tengd því að nýjar tegundir af rafknúnum tækum koma fram því það hefur sýnt sér að valda mikla ruglingu. Það sem mætti gera hins vegar er að telja upp ökutæki sem eiga að lúta sömu reglur og reiðhjól, og skilgreina hvert og einn flokkur án þess að það hafi áhrif á skilningu manna á ökutækinu reiðhjól sem slíkt. Í athugasemdum Landssamtaka hjólreiðamanna við frumvarp að nýjum umferðarlögum er einmitt hvatt eindregið til þess. Ef þörf er á endurskilgreiningu á reiðhjól, þá er það frekar til dæmis tengd því að taka fram að reiðhjól mega hafa fleiri en tvö hjól, því þríhjólin og þar á meðal rickshaw (notuð sem hjólataxi í Reykjavík og í mörgum borgum), eru klárlega reiðhjól. Þessi endurskilgreining mundu undirstrika að hjólreiðabrautir og hjólareinar þurfa að vera breiðara en núna er.
![]() |
Reiðhjól endurskilgreind |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2010 | 10:25
Það má hjóla á allar götur, því reiðhjólið er ökutæki
Þetta kemur skýrt fram í annarri grein umferðarlaga :
- "Reiðhjól: a. Ökutæki, sem knúið er áfram með stig- eða sveifarbúnaði og eigi er eingöngu ætlað til leiks. .... Ökutæki:Tæki á hjólum, beltum, völtum, meiðum eða öðru, sem ætlað er til aksturs á landi og eigi rennur á spori"
Eftirfarandi úr sjötta grein staðfestir / minnir á (með öðrum greinum) staða reiðhjóls sem ökutæki :
Ennfremur, úr 13.grein :
Sama skylda til að vera til hægri gildir um öll ökutæki :
- "Ökumaður skal vera með ökutæki sitt eins langt til hægri og unnt er með tilliti til annarrar umferðar og aðstæðna að öðru leyti."
Hér má þó benda á að öryggissjónarmið trompi öllu, og það hefur sýnt sér að fyrir bifhjólamenn og reiðhjólamenn dregur úr sýnileiki, sérstaklega fyrir gatnamótum og í gatnamótum að vera staðsettur í hægri jaðri akreinar. Bifhjólamenn læra að taka ríkjandi stöðu (eigna sér akreinina á þessum kafla) á gatnamótum, og í Hjólafærninni eru hjólreiðamönnum kennt að gera það líka.
Og svo úr sérreglum fyrir reiðhjólum í 39.grein:
- "Hjólreiðamaður skal hjóla hægra megin á akrein þeirri, sem lengst er til hægri. Akreinina við hlið hennar má þó nota til framúraksturs, ef eigi er unnt að fara fram úr hægra megin."
- "Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum."
Það er nógu slæmt að blaðamaður sem skrifar um umferðarmál og hefur talað við Umferðarstofu geti haldið fram hluti sem brjóti í baga við lög, verr er ef lögfræðingur Umferðarstofu komi með fullyrðinga, vísi í lögin og segir rangt til um innihaldi laga.
![]() |
Vespan skal flokkast sem reiðhjól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2010 | 12:30
Minnka þátt eldsneytis í neysluvísitölu fyrst !
Það væri mjög gott mál og sanngjarnt að hækka bensínverð með því að auka skattheimtu af bensíni, en það ætti fyrst að minnka þátt bensíns í neysluvísitölu allverulega.
Og gjarnan koma á fót bættar almenningssamgöngur í dreifbýli og styðja sumt fólk sem mundi sækja um sérstaka styrki vegna þess að það þarf að nota bíla / eldsneyti ( Hreyfihamlað fólk, bændur ofl )
![]() |
Eldsneyti myndi hækka um 15,45 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2010 | 16:12
Bæta aðgengi, jafnræði í samgöngum
Best að undirstríka að Samtök um bíllausan lífsstíl hafa sem markmið að auka jafnræði í samgöngum, og gera það að enn vænlegri kostur en nú er að lífa bíllausan lífsstíl ( stumdum er talað um bíltempraðan lífsstíl ). Hér er texti af www.billaus.is :
Samtök um bíllausan lífsstíl er hópur fólks sem hefur að sameiginlegu áhugamáli að vinna að því að gera bíllausan lífsstíl á höfuðborgarsvæðinu að vænlegri kosti en nú er
Tilgangurinn er margþættur, allt frá því að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið og draga úr útblástursmengun og yfir það að skapa líflegra og mannvænna borgarumhverfi.
Í hópnum er fólk sem bæði lifir bíllausum lífsstíl og þeir sem gjarnan vildu gera það, ef aðstæður til þess væru betri.
Hópurinn er þverpólitískur, og leggur því meiri áherslu á að berjast fyrir réttindum þeirra er kjósa sér bíllausan lífsstíl fremur en sértækum og hugsanlega umdeilanlegum lausnum.
Hópurinn mun því berjast fyrir eftirfarandi atriðum:
Hópurinn mun einnig kynna kosti þess að lifa bíllausum lífsstíl fyrir þá sem ekki gera það í dag, hvaða áhrif það hefur á líf þess og nærumhverfi og hvetja fólk til að breyta um lífsstíl eftir fremsta megni.
![]() |
Hvernig líta göturnar út án bíla? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2010 | 10:04
Hjólað í vinnuna er svarið !
Hreyfing er heilsunni mikilvægari en mataræði (*), en hvernig auka hreyfingu sem hluti af daglegum rútína ? Jú, að hjóla eða ganga til vinnu og skóla er leiðin sem liggur beinast við.
Það eru margir fagmenn sem hafa haft orð á því að vænlegast til ávinnings ef yfirvöld vilja efla hreyfingu er, að bæta aðgengi til þess að stunda heilbrigðar samgöngur. Margar rannsóknir benda til þess að í borgarhlutum þar sem meiri aðlaðandi er að ganga, þar er fólk í betra formi. ( Mögulega getur verið smá skekkja sem tengist því hverjir velja / hafa efni á búsetu í þessum borgarhlutum, en þetta ervangaveltur, ekki neitt sem ógildr niðurstöðurnar. Þar að auki er mjög rökrétt að fólk hreyfi sér meira ef það er huggulegra og hægt að ganga út í búð ).
Ekki skemmir fyrir hjólreiðum sem heilbrigðan samgöngumáta að fjöldi rannsókna sýna fram á að
- hjólreiðamenn lífa lengur og verða heilbrigðari en þeir sem ekki hjóla
- bæta borgarbraginn
- hjólreiðar í stað akstur bíla draga úr mengun (loft, hávaða-, jarðvegs-, grunnvatns- ofl, gróðurhúsa- og sjómengun )
- hjólreiðar minnka vitfræðilegt fótspor okkar
- hjólreiðar er lausn sem er sjálfbær út frá það sjónarmið að jörðin þolir það ágætlega ef menn um allan heim hjóla, ganga og nota almenningssamgöngur miklu, miklu frekar en ef allir jarðarbúar mundu ferðast á bílum, meir að segja ótt þeir væru rafmagnsbílar
... etc
*) samkvæmt frétt mbl.is linkað í hér fyrir neðan, sem byggir á rannsóknum sem norska Lýðheilsustöðin (Helsedirektoratet býst manni við) kynnir.
Hér virðist uppspretta Moggans vera fundin:
http://ing.dk/artikel/109244-motion-er-selv-den-sundeste-diaet-klart-overlegen
![]() |
Hreyfing mikilvægari en mataræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2010 | 11:06
Mannréttindabrot að banna daglegar hjólreiðar ?
Ég hef lengi velt fyrir mér hvort það sé mannréttindabrot að banna hjólreiðar. Rökin sem eru notuð eru mjög svipuð og í tilfelli gleðigöngunnar. Menn eru á því að að leyfa hjólreiðar geti ógnað öryggi. Og ef það er ekki mannréttindabrot, hvernig eigi þá að skilgreina þetta kerfisbundna ójafnræði á hendur hjólreiðamanna ? Hér eru nokkur dæmi, pínu hraðsoðið :
- Bannað að hjóla eftir hraðbrautum jafnvel þótt ekki sé til aðra leið á milli A og B. Eða leiðri sem í boði eru , eru ekki í nánd við að vera jafn greiðfær.
- Bannað að hjóla án hjálms, hvort sem ferðin er stutt eða löng á leið í veislu eða á stígum í óbyggðum án umferðar, hvort farið er upp bratta brekku í 50 stíga hita. Í mörgum löndum gildir þetta alla aldurshópa. Háar sektir eru beittir og fangelsi ef maður borgar ekki. Og yfirvöld þverneita að ræða vísindagögnin sem sýna að hjálmar skipta ekki höfuðmáli heldur eru aðrir hlutir miklu, miklu mikilvægari.
- Bannað að hjóla án endurskinsvesti ( þetta er að ryðja sér til rúms í mörgun löndum til dæmis í Litháen sem var eitt fyrsta landið sem setti svoleiðis lög. Og tillaga um svipað liggur nú fyrir Alþingi)
- Alfarið bannað að hjóla (líka fyrir börn, og á litlum hraða) á göngustígum., þar sem sér hjólastígur er til hliðar. Tillaga um þetta liggur fyrir alþingið.
- Alfarið bannað að þvera heildregna línu sem aðgreinir 1m "hjólaræmu" á 2+1 skiptum stígum. á þessari ræmu er ekki hægt að mæta öðrum hjólandi. Það ætti sérhver hugsandi maður að sjá. Tillaga um þetta liggur fyrir alþingið.
- Alfarið bannað að hjóla eftir vegum í þéttbýli með hærri hámarkshraða en 50 km/klst. (Spekingar hjá borginni lögðu þessu til í fullu alvöru við Samgönguráðuneytinu þegar fjallað var um heildarendurskoðun umferðarlaga )
- "Bannað" að tala satt um litla gagnsemi hjálma hvað varðar heildarmyndina um öryggi hjólreiða. Opinberir aðilar neita að rökstyðja stöðu sína af fullri alvöru og svara gagnrýni en halda áfram að mæra hjálmana, "ljúga" skýrt um gagnsemi þeirra ( fullyrða að hjálmar hafa bjargað fjölda mannslífa og stuðla að "victim blaming". Jafn vel í tengsl við átakinu "Hjólað í vinnuna".
Svo eru fleiri óbein bönn eða kannski frekar gróf jafnræðisbrot :
- Samgöngumannvirki miðuð við hraðri akstri bíla
- Ökutækjastyrkir ef ökutækið er vélknúið annars ekki. ( Samgönguráðuneytið er að stíga fyrsta skrefið í rétta átt þessa dagana : http://visir.is/article/20100505/SKODANIR03/945267172 )
- Niðurgreidd eða gjaldfrjáls bílastæði sem þó kosta stofnanir, fyrirtæki og búðir morðfjár
- Kvaðir um lágmarks fjölda (oftast "ókeypis" ) bílastæði við íbúðar- og öðru húsnæði. (Sumstaðar er verið að breyta yfir í hámark, eða lækka lágmarkið )
- Bílablöð í dagblöðunum dregur dilk bílasalana
- Akstursíþróttir hafa fengið ótrúlega mikið pláss í fjölmiðlum. Það er ekki verið að einfaldlega gefa fólki það sem það vill, heldur verið að segja fólki hvað það vill. Í Noregi og á Bretlandi eru það hjólreiðar sem hafa styrkst mest sem áhorfendaíþrótt ( og þátttakendaíþrótt ) undanfarin ár.
- Og maður gæti haldið áfram ....
![]() |
Segir fráleitt að stöðva gleðigöngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2010 | 12:47
Bæði og : Hegðun barna og hraðalækkandi aðgerðir
Áðan var að berast skeyti frá"hjúkkuna" í skólanum :
"Kæru foreldrar
Gangbrautarvörður skólans hefur orðið var við að börn eiga til að tala í síma er þau ganga yfir götu. Þá líta þau hvorki til hægri né vinstri. Skólinn hefur beðið kennara allra vinsamlegast að vekja máls á þessari slysahættu við börnin.
Hér má sjá fróðleiksmola um umferðaröryggi http://www.us.is/id/1000444 "
Þetta eru þörf skilaboð. En hinn helmingurinn vantar að mér finnst.
Áminning um að það séu bílar og bílstjórar sem valda skaðann. Bílstjórar eiga að breyta hraða eftir aðstæðum. Eiga að geta stoppað fyrir börnum sem hlaupa yfir gangbraut eða því sem næst.
Hjúkkan og ekki síður umferðarstofa hefðu mátt upplýsa um hversu mikilvægur hraðinn er fyrir líkur á ákeyrslum og útfalli af þeim. Að þeir gera það á öðrum stað finnst mér ekki nóg. Þetta þurfi helst alltaf að fylgja. Því sumum finnst þægilegast að einblína á hvað fórnarlömbin þurfa að gera til að forða sér frá "slysunum".
30 km er eiginlega of mikill hraði við skóla að mínu mati. Hún ætti frekar að vera 15 eða 20. 30 í öll íbúðahverfi eins og borgarstjórn hefur samþykkt. Og beri að styðja með "traffic calming" aðgerðum. Þrenging götumyndar, til dæmis með trjám, blóm eða runna. Eitt hið einfaldasti er að bara fjarlægja miðlínuna, eins og stefnt er að á einni götu / vegi í Kópavogi. Þá breytist gatan í átt að svæði þar sem þarf að taka tillit til aðra, en ekki eins og maður sé á teinum eða kappakstursbraut (þó að kappakstursbrautir hafa ekki miðlínur, ég veit , ég veit.. ) .
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hjólreiðatengt
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lýðheilsa
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfbærni og umhverfismál
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2015
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
Bloggvinir
-
arnid
-
kari-hardarson
-
vilberg
-
mberg
-
hrannsa
-
dofri
-
ursula
-
volcanogirl
-
loftslag
-
laugardalur
-
siggi-hrellir
-
svanurmd
-
lhm
-
larahanna
-
ragnar73
-
hjolina
-
hlynurh
-
arnith
-
neytendatalsmadur
-
bergursig
-
ingibjorgelsa
-
vefritid
-
sylviam
-
landvernd
-
thuridur
-
agustolafur
-
vest1
-
fsfi
-
morgunbladid
-
soley
-
hlini
-
photo
-
magnolie
-
arnthorhelgason
-
hildigunnurr
-
herdis
-
skidagongufelagid
-
gbo
-
arnthorla
-
malacai
-
charliekart
- kerfi
-
jevbmaack
-
raftanna
-
stjornuskodun
-
apalsson
-
birgitta
-
gp
-
hordurhalldorsson
-
hoskibui
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
roggur
-
siggimaggi
-
klarak
-
svatli
Tenglar
Þetta og hitt
Tenglar sem ekki henta annarsstaðar.
- Sosha Srinivasan aka Sosa Mammen Kona á Indlandi, sem ég kyntist í Tanzaníu
Nokkrar athugasemdir frá mér
Tenglar í athugasemdir við blogg
- Salvör spyr Hvar er andspyrnuhreyfingin ?
- Jeppaeigendur og áhættuhegðun (að meðaltali) Rætt um rannsóknir og "áhættuhliðrun"
- Trú og trúleysi (ateismi,húmanismi) Spáð í hvernig trúleysi er annað en trú
Mögulega þetta
Krækjur
- Lýðræðis-Wiki
- Hjólað í vinnuna maí 2008. Líka fyrir þá sem labba.
Tónlistarspilari
RSS-straumar
Fréttir
Gagnist etv að birta fréttir hér
WorldStreets / NewMobility
Augnablik - sæki gögn...
Bike-sharing blog
Augnablik - sæki gögn...
Copenhagenize
Augnablik - sæki gögn...
BikeBiz
Augnablik - sæki gögn...
Blogg Landssamtaka hjólreiðamanna
Augnablik - sæki gögn...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar