Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Umhverfismál

En ekkert eða lítið gert fyrir gangandi og hjólandi ?

Að ýta undir samnýtingu bíla er góðra gjalda vert, en :

  • Að bæta aðstæður fyrir gangandi og hjólandi væri klárlega meiri virði
  • Stigurinn inn að   nýja svæði Háskólans í Reykjavík er í mjög lélegu ástandi en liggur að hluta vel í skjóli.  Þarf að sletta og breikka verulega.  Sér stígar fyrir gangandi og hjólandi
  • Það vantar örugglega upp á góða aðstaða til að læsa hjól svo vel má vera við skólann. Helst ætti að vera vaktað  svæði undir skyggni
  • hjólreiðar slær svo margar flugur í einu höggi : betri flæði, minna plássnotkun , stórvægileg sparnað fyrir einstaklinga og samfélaginu, minna mengun, öruggari umferð,  minna eyðsla á auðlindum. lausn sem stór hluti jarðarbúar gæti nýtt sér (  ólikt bílnum ) ->  sjálfbær þróun  kemur sterkt inn
  • Hvernig er aðganginn að sturtum og aðstaða til að þvo sér undir höndum við nýja H.R.  ? 
  • Hvað  gerir auglýsingamynd af bíl inn í þessa frétt ?  Talar sinu máli um hvað liggi að baki ?

mbl.is Samnýttir bílar njóti forgangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað borða kýrnar og nautin ?

Talað er um innflutt nautakjöt, en hvað fáum við að vita um fóður sem hérlendu og erlendu dýrin éta,  ?

Er fóðrið  til dæmis að einhverju leyti genabreytt soja sem er ræktað á landi sem var rutt í regnskógum Amasón ? 


mbl.is Aukin sala á nautakjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymdist að hafa í huga umferðarhvetjandi áhrif ?

Í frétt mbl.is, sem þessi færsla er tengd,  stendur ekkert um það hvort einhver lausnin í aukningu umferðaröryggis á Suðurlandsvegi hafi áhrif á umferðarmagn.  Ég óttast því að Skipulagsstofnun hafi ekki velt þessu upp í skýrsluna, eða allavega ekki þótt nógu mikilvægt til að geta þess í samantekt.

  Umhverfisáhrif fer að sjálfsögðu að miklu leyti eftir umferðarmagni.  Sérfræðingum þykir einsýnt að þess breiðari sem vegurinn sé þess meir umferðarhvetjandi er hann. Þetta er mjög vel þekkt meðal skipulagsfræðinga.  

Umferðarmagn er hvorki náttúrulögmál, né af hinu góða í sjálfu sér.  Nei, þetta eru úrelt sjónarmið. Er einhver sem tekur þátt í opinberri umræðu á Íslandi sem hefur virkilega áttað sér á hugtakinu sjálfbær þróun og lætur það hafa mótandi áhrif á málflutning sín ?


mbl.is Allir kostir jákvæðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisráðherra til fyrirmyndar ! Hjálmar ofmetnir

Um daginn var frétt í mörgum fjölmiðlum og  mikið bloggað um að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefði verið að hjóla til að komast á milli Alþingis og ráðuneytisins og fengið kúlu á höfuðið. 

Þetta með "slysið" telst nú varla mjög fréttnæmt mundi ég segja.  Aðalmálið finnst mér vera að ráðherrann hjólar  til samgangna og ætlar að halda þessu áfram. Flott hjá Svandísi að ganga fyrir með góðu fordæmi og vera umhverfisvænn og stunda heilbrigðar, skilvirkar og huggulegar samgöngur.
Hefðu fleiri þjóðþekktir menn og aðrir í áhrifastöðum hjólað þá hefði það sennilega breytt viðhorfið til hjólreiða.  Breytt viðhorf hefði þýtt að fleiri mundu hjóla og að aðgengi til hjólreiða mundi batna.  Eins og ég hef margoft rakið áður með tilvitnanir í vísindaskýrslum og tölum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnunina, svo dæmi séu tekin þá væri það mikill framför, og þá sérstaklega  í umferðar-, heilbrigðis-, umhverfis- og  fjarhagsmálum.

Meiðslin sem Svandís hlaut voru nú ekki stórvægileg að manni skilst.  Daglega eða oftar er sennilega einhver bílstjóri, gangandi eða skokkandi ( hjólandi þess vegna )  á landinu  sem fær svipað "alvarleg" meiðsl.

En dagblöðin og fjölmiðlar almennt eru að færa sér í átt að Séð og heyrt.  Það er fræga fólkið  og það er það sem er skondið eða helst sem hentar til að hneykslast yfir sem er fjallað um. Umfjöllun byggða á þekkingu um umferðarmál sést varla.    Það er ekki skrýtið þótt Svandís hafi ákveðið að héðan í frá ætli hún að vera með hjálm, en ákvörðunin byggir klárlega á röngum forsendum

Það er búið að troða þessu með hjálmana svo mikið fram að varla komist  annað að þegar talað er um hjólreiðar og öryggi.  En auðvitað er  hið fyrsta sem beri að huga að,  það að læra tækni til að koma í veg fyrir slysin.   Þvínæst  verða enn betri í að beita þekkinguna.  Það kemur meðal annars þegar maður öðlast reynslu.  Erlendar rannsóknir benda til þess að reynslan sé mjög mikilvægur þáttur í öryggi hjólreiðamanna.  En hægt er að læra frá reyndari hjólreiðamönnum, og jafnvel setja í kerfi.  Á Íslandi er núna hægt að læra Hjólafærni, af hjólafærnileiðbeinendum sem hafa tekið þátt í  fimm daga námskeið sem var haldið í fyrra vor með Breskum kennara.

Í frétt Vísis.is  sem er ögn ítarlegra kemur fram : 

„Ég tók of skarpt í handbremsuna og steyptist á hausinn," segir Svandís sem var að beygja af Lindargötu niður í Skuggasundið til fundar við manneskju úti í umhverfisráðuneytinu.

Sem sagt það var orsök fyrir litla slysinu, og betra stilling á bremsuna og / eða betra færni hefði getað komið í veg fyrir að hún datt. 

Svo má nefna að umhverfið sem maður hjólar í bjóði stundum slysin heim.  Skurðir og kantar.   Bílstjórar og gangandi sem  ekki taka tillit eða ekki eru vakandi.  ( Já,  það getur vel átt við um hjólreiðamenn líka ).  Sumir stígar og gangstéttir ( sem sumir kjósa að hjóla á ) eru illa við haldnir.  Þarna er möl, skurðir, vinnutæki  og það eru blindhorn og allt of þröngt til að mætast og fleira í þeim dúr. 

Að hamra stöðugt á hjálmanotkun en ekki tala um annað, gerir það að verki að hin atriðin fá allt of litla athygli.  Eins og þetta sé ekki nóg,   þá bendir mjög margt til þess að hjálmar séu verulega ofmetnir.  Virkni þeirra er mun minni en okkur er látið halda.

Þeir sem hafa virkilega krufið  málið,  segja  að hjálmar hafa hvergi sannað sér í rannsókn á stærri hópa hjólreiðamana. Ekki einu sinni í löndum þar sem hjálmanotkun hafi aukist hratt.   Jú, hjálmar  geta komið í veg fyrir skráma.  En nei, það er ekki líklegt að nútíma hjólahjálmar hafa bjargað marga frá dauða eða örkuml.  Þeir eru vitlaust hannaðir, og vitlaust prófaðir, miðað við höfuðkúpuna og heilann og hvernig slysin eru.  Hönnunin gerir ekki ráð fyrir að verstu höfuðmeiðslin í umferðinni koma til vegna högg sem sem eru margfalt meiri en það sem svoleiðis hjálm geti þolað.  Enda eru hjálmar bara prófaðar með því að  mæla hröðun á gervihöfuð úr stáli þegar höggið kemur beint ofan á hjálminum.  Og bara við uþb 20 km hraða. Þetta samsvarar falli af minna en tveggja metra hæð.   En höggin í raunveruleikanum koma mjög oft á hliðunum. Og höfuðið er ekki stíft eins of stállíkanið, heldur sveiganegri og tekur þannig upp höggið.  Fleiri skýrslur benda þar að auki til þess að snúningskraftar á heilann séu þeir hættulegustu, ekki höggin.  Nútíma hjálmur getur sennilega aukið á snúningskraftinum við árekstra, miðað við bert höfuð. Hjálmurinn gerir höfuðið stærra, og getur "grípið" í yfirborð, sérstaklega ef yfirborðið hjálmsins sé ekki hart og slétt.

Ef hjálmurinn væri rétt stilltur hefði hann komið í veg fyrir kúluna hjá Svandísi, gefið að kúlan kom á stað sem hjálmurinn þekur.   En -  ekki er visst að áverkar á heilann, sem að manni skilst hafi verið engar eða afar litlar, hefðu verið minna með hjálm  samt.   Hver veit í alvöru ?   Kannski hefði komið til lítilsháttar heilahristing ?   Hjálmurinn hefði gert höfuðið stærri og þyngri og kannski meinað höfuðkúpuna um að nota sína vörn.   Akkúrat varðandi hugsanlega slæm áhrif af hjálmum í svona minniháttar slysum, get ég ekki beitt fyrir mér vísindaskýrslur, en varðandi hve lítill virkni þeirra sé, tölfræðilega,  jafnvel í  minniháttar slysum liggja fyrir töluvert af   gögnum, sem ekki syngja lof hjálmana.

Frauðplastið er hannað til að standast staðla sem nota stálhöfuð til að meta hvernig frauðplastið kremjist og dragi úr hröðun. Til að geta virkað sem best gegn höfuðmeiðslum hefði  frauðplast þurft að vera mun mýkri  en það sem nú tíðkast, því höfuðkúpan er mýkri en stál-höfuð.  En staðlar sem miða við stállíkön krefjast harðari frauðplasts.  Fræðingar sem skoðuðu  hjálma eftir slys sáu nánast engin dæmi um að frauðplastið hefði kramist saman eins og tilgátan segi að það ætti að gera. Sérfræðingar um hönnun hjálma segja ennfremur að ef hjálmur brotni, þá er það merki um að hjálmurinn hafi  ekki  sinnt hlutverki sínu. Reiðhjólahjálmar eru hannaðir til að draga úr vægum höggum með því að frauðplastið krumpist. Þegar frauðplastið brotnar,  þá er hjálmurinn ekki að draga neitt sérstaklega úr högginu.

Ég get vitnað í skýrslur í virtum vísindatímaritum, í skýrslur  Evrópusambandsins, í  nýlegri samantekt íhaldssama norskra sérfræðinga á vísindaniðurstöðum,   til þess að styðja mál mitt um að hjálmar séu yfirleitt ofmetnir. Úttekt á skýrslunni frá Seattle 1989 sem heldur fram 85% virkni í að draga úr höfuðmeiðslum,  sýnir að þessar rannsóknir voru meingallaðar. Höfundar skrifuðu nýja skýrslu þar sem sumt var leiðrétt og talan fyrir virkni  lækkuð, en nánast aldrei vitna hjálmaáróðursmenn í þeirri skýrslu. Hærri talan sem var dregin tilbaka er "skemmtilegri"  fyrir hjálmaáróðursmenn. ( Og svo ber að nefna að nýrri  skýrslan "haldi enn í" mörgum af göllunum, til dæmis með að bera saman epli og banana )

Bresk, norsk og frönsk yfirvöld og fleiri hafa hafnað tillögur um að setja hjálmaskylda á hjólreiðamenn, með þeim rökum meðal annars að vandinn sé ekki það mikill, ekki einu sinni miðað við hlutdeild hjólreiða í umferðinni, og að jákvæð heilsuáhrif hjólreiða og frelsi hjólreiðamanna vegi talsvert þyngra  en höfuðmeiðslin.   Hvað íslenskum yfirvöldum gekk til þegar tillagan um hjálmaskyldu á fullorðnum var hafnað,  er erfitt að vita, en visst er að þeir fengu rök með stuðningi í vísindaskýrslum viða að frá Landssamtökum hjólreiðamanna og fengju að tala við okkur.  Og ónefnd opinber stofnun gaf álít (hálf óopinbert ) um að hjálmaskylda ekki væri rétta skrefið.  Yfirferð á vísindagögnum hefði ekki sannfært um ágæti og nauðsýn hjálmanna.  En málsmeðferðin í kring um ákvörðunartöku var hulin í þoku.  Gaman væri að vita hvort vinnubrögðin sé gegnsærra undir núverandi ráðherra.  ( Ef maður glöggvar í gögnin sem Alþingið hafði þegar ráðherra var gefinn leyfi til að setja reglur um skyldunotkun á hlífðarhjálma, sér maður að þetta var mjög einhliða og ansi rýrt. )

Aðrir aðilar hafa meir að segja varað við áróðri fyrir hjálma.  Fyrir nokkrum árum var birt skýrslu  frá  European Conference of Transport Ministers (ECMT). Hún  fjallar meðal annars um að varlega beri  að fara í aðgerðum í umferðaröryggismálum sem kunna að draga úr hjólreiðum og göngu.  Aðgerðir sem gera það að verki að meira mál verði að ganga eða hjóla, svo sem að þurfa að fara upp í loftið eða undir jörðu eða taka á sér krók  til að þvera götu, eru dæmi um hindranir sem eru lagðar í vegi gangandi og hjólandi. Til dæmis í stað þess að lækka hraða bíla.  Í  þessari skýrslu ECMT segir að opinberir aðilar ættu ekki einu sinni að reka áróður fyrir reiðhjólahjálma.  Það er meir en nóg að  leyfa búðirnar sem selja þau að stunda svoleiðis. 

Ég er ekki mælast til þess að  fólk sem vill nota hjálm sleppi því.  En að hafa ofurtrú á hjálmana gerir það að verki hjá mörgum að þau taka meiri áhættu en ella.  Svo kölluð "risk compensation" hefur verið staðfest af vísindamönnum.  Og ofurtrúi á hjálmana í umferðaröryggisvinnunni, gerir það að verki að annað sem er miklu mikilvægari, svo sem færni hjólreiðamanna og hraða bíla gleymist.

Það slæma með hjálma, sérstaklega í ljósi þess að virkni þeirra sé svo lélegur,  er annars vegar misskilningurinn um að hjálmar séu lang-lang mikilvægasti málið  í  umferðaröryggi hjólreiðamanna.   Hins vegar er gefið fölsk skilaboð um að hjólreiðar séu sérstaklega hættuleg samgöngumáta.    En hversu margir  hafa dáið í umferðinni undanfarin tíu ár á  Íslandi , samkvæmt tölur  Umferðarstofu ?    Hátt í tvö hundruð í bílum.  Um tuttugu  gangandi.  Enginn á reiðhjóli.  


mbl.is Umhverfisráðherra hlaut höfuðhögg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jeffrey Sachs blindur á annað hagfræðiaugað ?

Í Fréttablaðinu skrifar Jeffrey Sachs, Nóbelsverðalaunahafi í hagfræði og vinur Ólafs forseta Íslands,  grein um lausnir í gróðurhúsamálum.

Hann virðist ekki búa yfir þá þekkingu sem birtist í skýrslu íslenska nefndarinnar um úrbótum í gróðurhúsamálum. Nefndin hefur séð eitt sem Jeffrey virðist staurblindur  á  :  Það er búið að finna upp hjólið !  Búið að finna upp, þróa og selja milljörðum af reiðhjólum. Og að auka notkun þeirra er einn hagkvæmasti aðgerðin sem hægt er að fara  í gróðurhúsamálum.  En í samgöngumálum sér Jeffrey bara einkabílar.  Hann talar um sjálfbær þróun en virðist ekki hafa skilið hugtakið til fulls.  Einkabílar geta ekki orðið hluti af sjálfbærri og réttlátri lausn ( nema við meinum meirihluti jarðarinnar um þessa "lausn" )  

Gröfin í frétt á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins sýnir skýrt að hjólreiðar og göngu eiga fullt erindi inn í umræðuna  : 

Miklir möguleikar á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Það á að taka hjólreiðar alvarlega

Niðurstaða skýrslu unnið á vegum ríkisstofnuninni Cycling England er að það þurfi bara að vanda sér, svo komi í ljós að heilmikið mun ávinnast með því að stórbæta aðgengi til hjólreiða.

Með því að undirbúa dæmið og gera þetta "rétt"  má fá miklu meiri árangur og ábati en hingað til hafi verið reiknað með ( ef menn voru yfir höfuð að leiða hugann að hjólreiðum ) 

Hér er tengill í umfjöllun um skýrsluna :

http://www.dft.gov.uk/cyclingengland/2009/05/new-economic-analysis-signals-a-more-effective-approach-to-cycling/ 

Skýrsla Umhverfisráðuneytisins um aðgerðir í loftslagsmálum  sem var gerð opinber nýlega fer "hálfa leið"  með þessu og setur upp auknar hjólreiðar og göngu sem ( næst ) arðbærasti kostinn til skamms tíma.

Sjá frétt frá Umhverfisráðuneytinu 

En umfjöllunin um hjólreiðar í skýrslunni er nokkuð rýr.  En ef ráðuneytin mundu vanda til verka varðandi hjólreiðar, eins og Cycling England mæli með,  mundi  aðgerðir til að auka hlutdeild hjólreiðar lukkast mun betur, og ávinningurinn margfaldast.

( 2009-06-24 : Reyndi að lagfæra málfar , og skýrði frá að um skýrslu umhverfisráðuneytisins í loftslagsmálum sé að ræða.  )

 


Ykjur og úlfur, úlfur

Þetta er nú dálítið ýkt hjá honum Runólfi.  Og alltaf tekið undir með honum og aldrei spurt neinna gagnrýna spurninga.  Ég get ekki skilið hvernig þetta geti komið niður á þeim verst stöddu. En  Runólfur notast  sennilega við aðra skilgreiningu á hver sé verst staddur en ég.  

Mér finnst pínu ófínt að beita þeim verst stöddu fyrir sér, ef í rauninni sé átt við þeim sem eru á milli 20  og 30   "percentile"  í tekjudreifingunni, en ekki þeim sem eru á neðstu 5%.

Annað er að  FÍB er nánast sífellt að væla yfir bensínverðinu.  Það verður svolítið úlfur, úlfur stemning yfir þessu.  Og svo veit maður að bensín er ein af þessum vörum þar sem ekki er búið að reikna inn fullan kostnað, vegna umhverfisþátta og heilbrigðisþátta.  Bensínið hefði átt að vera ennþá "dýrari".   Kíkið til dæmis á bloggi Stefáns Gíslasonar fyrir smá  útskýringu, eða grafið í mínar bloggfærslur 

Við höfum vanið okkur á allt  of lágu bensínverði, svipað og nýir notendur fá fíkniefnin ódýrt.  Fólk hafa trúað að lagt bensínverð mundi endast og hafa haldið fyrir eyrunum þegar einhver hefur sagt annað. Fjölmiðlar hafa alls ekki staðið sér í stykkinu.  Ef við hefðum skipulagt okkur út frá væntingum um hækkandi bensínverð eða  skilningu á ókostir þess að ofnota bensín og dísil, þá hefðu skellurinn ekki verið jafn mikill núna.  Mun færri hefði verið með stóra eyðslufreka bíla. Fleiri hefðu sleppt því að eignast einkabíl og almenningssamgöngur væru svipað góðar og gerist best á nágrannalöndum.

Að öðru leyti er örugglega eitthvað til í sumu af því sem Runólfur segir.  Sumir munu fá það erfitt og  sárnar mér mest erfiðleika þeirra sem standa að innlenda matvælaframleiðslu.  Það hefði mátt bjóða upp á mótvægisaðgerðir fyrir þá en ekki fyrir pallbíla fyrir hvern sem er.  Hvílík heimska sem sú ráðstöfun xD og xB  var !


mbl.is Bensínið aldrei dýrara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunhressing næst 20. maí skv. ÍSÍ

Það kemur fram hér fyrir neðan að tjöldin verða sett upp og ávextir, hjólaviðhald  með meiri  í boði 20.maí.  ( Og líka í pósti senda á liðsstjóra um kl. níu í morgun) 

http://hjoladivinnuna.is/Pages/30?NewsID=124

miðvikudagur 13. maí 2009Frestað vegna veðurs

Því miður verðum við að fresta kaffitjöldunum vegna veðurs. Það fauk allt um koll í morgun þegar verið var að setja upp tjöldin. Við vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir næsta miðvikudag, 20. maí. Baráttu kveðjur til þátttakenda Hjólað í vinnuna.

 

Takk annars til mbl.is fyrir að birta þessa frétt , þó hún hafi inniahldið dagaskekkju upp á viku.   :-)

 


mbl.is Morgunhressing blásin af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ávaxta- og kaffitjöldin fuku, en hjólreiðamenn hjóla í rokinu

Mér finnst dapurt að ekki sé sagt frá því í fréttum, t.d. mbl.is að Ávaxta- og kaffitjöldin fuku, og þess vegna verði ekki búið upp á ávaxti, kaffi og minniháttar viðhaldsviðgerðum á hjólum eins og stóð til í dag og 20. maí.

Menn virðist hafa lent í vandræðum með tjöldin bæði við göngubrúna yfir Kringlumýrabraut við Fossvog, við gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar, og við aðalstígnum við mynni Elliðaáa (að austanverðu).

Annars að greininni sem ég vísa í hérna neðst, þá er náttúrulega fráleitt að tala um öruggir bílar og ekki síður fráleitt að tala um umhverfisvænir bilar. Bílaumferð er óöruggur og drepur milljón manns með beinum hætti árlega, mun fleiri óbeint vegna mengungar og enn miklu fleiri vegna hreyfingarleysis. Nokkrir bílar eru minna óöruggir fyrir þá sem sitja í þá.  Of sjaldan er talað um hversu óöruggir bílar séu fyrir þá sem bíllin getur lent í árekstri við, á bíl, eða t.d. gangandi eða á hjóli.  Sumir bílar menga minna en aðrir en jafnvel þótt bíll sé ekki með púströr, þá er hann ekki umhverfisvænn.  Það er búið að búa til sérstakt orð í þessu sambandi : Talað er um umhverfishæfa bíla, þá að það sé að sjálfsögðu líka ýkjur.

Annars verð ég að nefna að 12.-15.  maí standi yfir risastór alþjóðleg ráðstefna með um 100 þátttakendur frá 40 löndum,  um að efla hjólreiðar´sem samgöngumáta, í Brussel, með dyggri stuðningi ESB.

  http://greeninc.blogs.nytimes.com/2009/04/21/european-cities-commit-to-more-cycling/

  http://www.velo-city2009.com/index-en.html 

 

 


mbl.is Öruggir bílar fara úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólreiðar : Góð ráð frá Brussel / Velo-City 2009

Í dag opnaði hjólreiðaráðstefnan Velo-City 2009 í Brussel, og voru framamenn í ESB ( varaformaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins )  og háttsettur aðili frá Umgverfisstofu Sameinuðu þjóðirnar að sjálfsögðu viðstaddir. Við síðasta Velo-City ráðstefnu, Velo-City 2007 í Munchen, voru hátt í 1000 þátttakendur frá fleiri en 40 löndum, allir heimshlutar og bæði frá ríkum og fátækum löndum, heitum sem köldum.

 

Við þessu er ekki amalegt að geta bætt við texta um Velo-City 2009 frá New York Times 

http://greeninc.blogs.nytimes.com/2009/04/21/european-cities-commit-to-more-cycling/

“With the right mobilization of politicians and citizens, everything can change,” Mr. Neun said.

He noted that cities like Brussels were “climber” cities, with around 4 percent of daily trips there made by bicycle. Copenhagen, he said, is a “forerunner” city, with 35 percent of all commuters using their bikes for journeys to work.

Among the themes to be discussed at the conference are ways of improving urban cycle routes, how cycling helps combat pollution and climate change, and how tax systems can be used to encourage more people onto bicycles.

(...)

The capstone of the conference will come on May 15 with the signing of a “Charter of Brussels” at the European Parliament by the European Commission and by mayors and authorities from Copenhagen, Seville, Tartu, Munich, Edinburgh, Varna, Budapest and Reggio Emilia.

 

Tilraun til að íslenska :

“Með því að hvetja stjórnmálamenn og íbúa áfram á árangursríkan hátt  getum við breytt [borgir í hjólreiðaborgir]” sagði Manfred Neun forseti Evrópska hjólreiðasamtakanna, ECF. 

Manfred Neun sagði að Brussel væri borg á uppleið, með um 4 prósent ferða á reiðhjóli. Kaupmannahöfn er meðal þeirra fremstu í hjólamótinu, þar sem 35 hundraðshlutar ferða til vinnu séu farnar reiðhjóli.

Meðal þemu sem verða til umfjöllunar á hjólaráðstefnuna, eru aðferðir til að endurbæta leiðir í gegnum borga fyrir hjólreiðamenn, hvernig hjólreiðar draga úr mengun og gróðurhúsaáhrifin, og ætti að nota skattakerfinu til að hvetja fleiri til þess að hjóla.

Hápunkt rástefnunnar rennur upp 15. maí þegar "Brusselssáttmálin" ( Charter of Brussels ) verði undirrituð á Evrópuþinginu af  Framkvæmdastjórn ESB og af borgarstjórum og  embættismönnum  Kaupmannahafnar, Sevilja, Tartu, Munchen, Edinborgar, Varna, Búdapest og Reggio Emilia svæðinu á Ítaliu. 

 

Hér er svo annar hlekkur  með umfjöllun um Velo-City 2009 en sannarlega frá sjónarhorni ESB:

http://euroalert.net/en/news.aspx?idn=8745

 

Og hér má finna  dagsskrá Velo-City 2009  :

http://www.velo-city2009.com/programme-en/programme-structure-en.html

 

Það er vonandi  að borgin og Vegagerðin leiti þekkingu til þeirra sem hafa sett sig inn í hversu jákvæðar hjólreiðar sé og hvernig megi fara að því að efla þær, þrátt fyrir áskoranir í formi veðurs eða brekkur.

 


mbl.is Ódýrar aðgerðir á vegakerfi höfuðborgarsvæðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Morten Lange
Morten Lange
Please excuse my meager Icelandic...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband